BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Page 12
TiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiMiiMimiiimmiiiiiiiiMiHMiiMiHiinmiiminiHiiHmimiiiMMMiiiimHMii
12
EruHósln
HEMLALJÓS í AFTURRÚÐU
=
1
NÝKOMIN
SENDING
MMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMI?
Barnið
í bílnum
FORELDRAR — BÍLSTJÓRAR:
SLYS GERA EKKI BOÐ Á
UNDANSÉR
Árið 1975 slösuðust 483 farþegar og
bilstjórar í umferðinni þar af u.þ.b. 40
börn.
KL Barnabilstólar eru viðurkenndir, hafa
hlotið verðlaun, fyrir hönnun og öryggi.
§DfÍÁ|
SKYNDmÉTTu,,
Jylsur
hÍI P"ttrr„.
SKVNOmtTTUB
Hamborgan
.ualMkri
'arsósu.
í hádeginn,
á kvöldin - heima.
í vinnunni,
á ferðalognm,
og hvar eem er.
I.ykkjulok ■ enginn dósahnáfur.
Fæst í næstu verslun!
Niðursuðuverksmiðjan ORA hf.
,átið dósina standa i S min.i heitu vatni
í potti eða vaski, áður en hún er opnuð,
og rétturinn er tilbúinn.
BÍO
Stóraukin
umsvif hjá
Félagi íslenskrá
bifreiöareigenda
Stóraukin umsvif hjá Félagi ís-
lenskra bifreiðaeigenda.
Að undanförnu hafa orðið mikil um-
skipti í starfsemi FÍB. 15. maí 1982, átti
félagið hálfrar aldar afmæli, sem haldið
var uppá, með fjölmennum hátíðar
fundi í Þjóðleikhúsinu.
A þessum tímamótum þótti stjórnar-
mönnum FÍB við hæfi að endurskoða
starfsemi félagsins með hliðsjón af
breyttum þjóðfélagsháttum og þörfum
félagsmanna. Það er ljóst, að með síauk-
inni bílaeign landsmanna verður æ meiri
þörf á sterku hagsmunafélagi bifreiða-
eigenda. Félagatala FÍB í dag er um
10.000 félagar. Það er alltof lágt hlutfall
af öllum bíleigendum til þess að nægi-
legur árangur náist í baráttunni gegn
skattpíningu á bílaeigendur og öðrum
hagsmunamálum þeirra.
Þar sem okkur var ljóst, að eitthvað
þyrfti að gera var afráðið að auka til
muna ýmsa þjónustuþætti félagsins. Má
þar fyrst nefna lögfrxðiþjónustuna. Við-
talstímum lögfræðings var fjölgað um
helming og dugir varla til. Lögfræðingur
félagsins tekur að sér ýmis ágreiningsmál
er upp koma í tjónamálum, bílavið-
skiptum, ábyrgðum nýrra bíla o.s.frv.
Þá er að nefna tækni- og ráðgjafarþjón-
ustu. Hana annast þrautreyndur bifvéla-
virki. Hann tekur til umfjöllunar ýmis
ágreiningsmál varðandi verkstæðis við-
gerðir á bílum, yfirfer reikninga o.fl. í
þeim dúr. Jafnframt veitir hann ráðgjöf
varðandi ábyrgðir á nýjum bílum og
viðgerðum auk annarar ráðgjafar.
Tækniráðgjafi sér einnig um útvegun
varahluta fyrir utanbæjarfólk o.fl.
Ferðaþjónusta. Á síðasta ári, stofn-
setti FÍB eigin ferðaskrifstofu undir
nafninu Ferðaskrifstofa FÍB hf. Hlut-
verk hennar er að veita félagsmönnum
og öðrum bíleigendum sem besta þjón-
ustu á ferðalögum sínum og þá einkum,
þar sem bíll kemur inn í myndina á einn
eða annan hátt. Var strax hafist handa
við að afla sem bestra samninga erlendis
við bílaleigur, hótel, sumarhúsaeigendur
og lengi mætti telja. Með dyggri aðstoð
systrafélaganna í Evrópu, einkum FDM
í Danmörku, NAF í Noregi, ADAC í
Þýskalandi og AA í Bretlandi, tókst
víða að ná hreint ótrúlegum samningum.
Með þessi geysistóru félög sem bakhjarl,
en félagatala þeirra samanlagt er um 11
milljónir félagsmanna, má fá ymsu
framgengt.
Síðast liðið sumar Iagði Ferðaskrif-
stofa FlB höfuðáhersluna á flug, bíla-
leigubíl og sumarhús á meginlandinu og
norðurlöndum, auk allrar almennar
ferðaþjónustu. í ár hafa margir nýir
staðir og möguleikar bæst við svo sem
hótelpakkaferðir og bátaleiga í Bret-
landi auk pakkaferða í sambandi við hið
nýja farskip m/s Eddu, sem hefur sigling-
ar á sumri komanda.
Vegaþjónusta. Eins og mörg undanfarin
ár mun FÍB starfrækja vegaþjónustu um
helstu umferðarhelgar sumarsins. Þó
svo að bilanatilfellum hafi fækkað á
árunum 1978-1981, virtist þeim fjölga
aftur á síðast liðnu ári, sem væntanlega
stafar af því, að þau ógrynni nýrra bíla
sem flutt voru inn á árunum eftir 1978,
voru að byrja að gefa sig. Því þykir
einsýnt, að vegaþjónustan verður ekki
lögð niður á næstunni, þótt svo hafi horft
við um tíma.
Vegaþjónusta erlendis. Félag íslenskra
bifreiðaeigenda hefur nú gengið í alþjóð-
asamtök bifreiðaeigenda AIT (Alliance
International de Tourisme) og FIA (Fe-
deration International de ’la Autom-
obile). Með þátttöku í þessum alþjóðas-
amtökum skuldbindur FÍB sig til að
veita erlendum félagsmönnum systrafé-
laganna alla þá sömu þjónustu og veitt
er FÍB félögum. Sama gildir fyrir FÍB
félagsmenn á ferðalögum erlendis. Und-
ir þjónustuliði sem FÍB er aðnjótandi,
má nefna, lögfræði- tækni- ogferðaþjón-
ustu. Jafnframt gefur FÍB nú út svo-
nefndar skuldavjðurkenningar (Letter
of Credit) sem eru greiðslumiðar sem
nota má til að greiða viðgerðarreikninga,
lögfræðikostnað, slysaaðstoð og jafnvel
til greiðslu lögreglusekta. Reikningarnir
eru síðan gerðir upp þegar heim er
komið.
Tjaldbðavegabréf. Þeir félagsmenn, sem
hyggja á ferðalög erlendis og ætla að
dvelja í tjaldi á tjaldstæðum þurfa að
hafa meðferðis tjaldbúðavegabréf, en
þau eru útgefin á skrifstofu FÍB, gegn
framvísun félagsskírteinis og einnar
myndar af viðkomandi. Vegabréf þessi
veita oft afslátt á tjaldstæðum, en eru
jafnframt trygging gagnvart þriðja aðila
ef skemmdir verða. í sumum tilfellum fá
aðeins þeir er framvís tjaldbúðavega-
bréfi aðgang að tjaldstæðum.
Talstöðvarþjónusta. FÍB hefur yfir að
ráða rás 19 og geta félagsmenn fengið
kallnúmer á skrifstofu félagsins til notk-
Bifreiðaíþróttir. FÍB er umboðsaðili
FIA sem eru alþjóðasamtök bifreiðaí-
þróttafélaga og setur reglur og sér um að
öryggiskröfum sé framfylgt.
Sala á ferðahandbókum og vegakortum.
FÍB hefur á boðstólum vandaðar ferða-
handbækur og vegakort, á vægu verði
til ferðalaga innanlands og utan.
Nýtt húsnæði. Vegna þeirra miklu um-
svifa IB sem áður greinir varð félagið að
stækka skrifstofuhúsnæði sitt og hefur
nú flutt alla.starfsemi sína í glæsilegt
húsnæði að Borgartúni 33, Reykjavík,
en síminn er hinn sami, 29999.
Framkvæmdastjóri FÍB og Ferðaskrif-
stofu FÍB hf., er Hafsteinn Vilhelmsson.
Deildarstjóri félagaþjónustu er Jónína
G. Gústavsdóttir.
Sölustjóri Ferðaskrifstofu er Hrefna
Birgisdóttir.
Stjórn FIB er þannig skipuð:
Arinbjörn Kolheinsson, formaður,
Davíð Á. Gunnarsson, varaformaður,
Stefán O. Magnússon, gjaldkeri,
Þórarinn Óskarsson, ritari,
Tómas H. Sveinsson, meðstjórnandi,
Varamenn:
Bjarni Jónsson,
Friðrik Gunnarsson.
Stjórn Ferðaskrifstofu FÍB er þannig
skipuð:
Arinbjörn KOIbeinsson, formaður,
Hörður Sigurgestsson, varaformaður,
Andri Árnason, ritari,
Davíð Á. Gunnarsson, meðstjómandi,
Sveinn Torfi Sveinsson, meðstjórnandi,
Varamenn:
Martin Peterscn,
Wilhelm Wessmann,
Þórarinn Oskarsson.
SMURSTÖÐIN
Hafnarstræti 23
Er í hjarta borgarinnar
Smyrjum og geymum bílinn á
meðan þér eruð að versla