BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Qupperneq 15
14
BFO RT.AÐTÐ
15
Félagsrit Bindindisfélags Ökumanna
Útgefandi: Bindindisfélag Ökumanna, Lágmúla 5, Reykjavík.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gunnar Þorsteinsson.
Forsíða: Tómas Jónsson.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Ráðgjöf: Sveinn Magnússon.
Setning og umbrot: Dagblaðið Tíminn - tæknideild.
Útlit: Gunnar Trausti Guðbjörnsson.
Eftirtaldir aðilar unnu að gerð blaðsins:
Árni Einarsson
Ása R. Gunnarsdóttir
Einar Guðmundsson
Grímur Vilhelmsson
Hannes Örn Ólafsson
Katrín Alfreðsdóttir
Margrét Björgúlfsdóttir
Ólöf Hafsteinsdóttir
Sigurður R. Jónmundsson
Sigurður Sigurðarson.
Norrænt
öryggisár
Hugmyndin um sérstakt Norrænt umferðarörygg-
isár munfyrst hafa komið fram árið 1972, en það er
fyrst nú sem hún er orðin að veruleika.
Petta mun vera fyrsta sameiginlega átak Norður-
landaþjóða þar sem sú aðferð er reynd að norrænar
stofnanir, yfirvöld þjóðanna og einstakar stofnanir
hvers þjóðlands fyrir sig sameinast um ákveðið
verkefni, og beinlínis er ætlast til að samvinnu verið
leitað á sem víðtækustum vettvangi. Þar á meðal að
leita aðstoðar og njóta reynslu frjálsra félagasamtaka
sem mörg hver búa yfir langri reynslu á sviði
umferðaröryggismála - eða málum sem þeim tengj-.
ast með einum eða öðrum hœtti.
A Norrænu umferðaröryggisári eru að sjálfsögðu
fjölmörg mál sem vilji er fyrir hendi að fái aukna
umfjöllun og athygli. Þegar hafa sum verið tekin
sérstaklega fyrir s.s. aldraðir í umferðinni, og
skipulag umferðarmannvirkja. Að mörgum öðrum
málum hefur verið unnið að undanförnu og verður
þeim sinnt með einum eða öðrum hætti á yfirstand-
andi ári. Stöðugt er þó haft í huga að okkur ber í
öllum störfum okkar að hugsa lengra en til eins árs.
Umferðin heldur áfram eftir þetta ár. Eitt þessara
mála er draumurinn um æfingasvæði fyrir ökumenn,
bæði í almennum akstri og hálkuakstri. í því
sambandi er oft minnst á þann göfuga þátt aksturs-
íþróttanna sem BFÖ hefur unnið að með prýði um
áraraðir þ.e.a.s. góðaksturskeppnirnar. Annað bar-
áttumál BFÖ - akstur án áfengis þarf sannarlega að
fá aukna umfjöllun, og vona ég að árangur þess
ágæta starfs eigi eftir að aukast. í því sambandi má
geta þess að á árinu hefur annað mál tengt ölvunar-
akstrinum verið tekið fastari tökum en það eru
margvísleg áhrif lyfjanotkunar á aksturshæfni
manna. Frá og með síðustu áramótum á að merkja
öll slík lyf með rauðum viðvörunarþríhyrningi.
Þessi ákvæði reynum við nú að kynna eftirföngum.
En það sem mér er efst í huga á þessari stundu er
sú ósk að yfirlýstur tilgangur umferðaröryggisársins
nái fram að ganga AÐ ÖRYGGI VEGFARANDA
AUKIST. Það ætti að takast ef almenningur vaknar
rækilega til umhugsunar um að umferðin er ekkert
annað en við sjálf á ferð, og þar ber okkur ætíð að
sýna öðrum samskonar viðmót og við œtlumst til að
þeim.
STÚTAR VIÐ STÝRI OG SKJÖGRANDI
SKVETTUMENN á akbrautum eru ekki líklegir til
að stuðla að umferðaröryggi á ári umferðarinnar.
Óli H. Þórðarson.
BFO BLAÐIÐ
Stjórnstöð á hjólum. BFÖ notar eigin bifreið við framkvæmd Ökuleikniskeppn- Einar Guðmundsson framkvæmdastjóri BÍ')
nna
Kynning:
Stjómarfundur hjá BFÖ
íslenskir ökuþórar á erlendri grund.
953 BFÖ 20 ARA 197
BINDINDISFELAG
ÖKUMANNA
Ágæti lesandi.
Þar sem þetta tölublað BFÖ blaðsins
mun bera fyrir augu mun fleiri aðila
heldur en félagsmanna einna, þótti okk-
ur við hæfi að kynna félagið okkar fyrir
almenningi og þau stefnumál, sem það
vinnur að.
Bindindisfélag ökumanna var stofnað
29. september 1953 af nokkrum bindind-
ismönnum, er höfðu þá trú, að áfengi og
umferð fari aldrei saman og fengu félags-
menn BFÖ um nokkurt skeið sérstakan
afslátt af bifreiðatryggingum sínum hjá
ýmsum tryggingafélögum. Nokkrum
árum síðar, eða 1960 stóðu þessir sömu
menn að stofnun Ábyrgðar hf., trygg-
ingafélags bindindismanna, sem selur
bindindismönnum tryggingar á hagstæð-
ari kjörum, heldur en annars gengur og
gerist.
Skipta má stefnumálum BFÖ í tvo
flokka. Bindindismál og umferðarörygg-
ismál.
Af þessum stefnumálum vinnur félag-
ið á margvíslegan hátt, ýmis eitt sér eða
í samvinnu við önnur félagasamtök.
Umferðarmálin hafa löngum skipað
umfangsmeiri hluta í starfi félagsins og
gefst fulltrúa BFÖ í Umferðarráði tæki-
færi til að koma þar að baráttumálum
félagsins. Má þar til nefna lögleiðingu
bílbelta, sem félagið telur vera stórt spor
í áttina til aukins umferðaröryggis.
Vetrarstarf félagsins byggist á innra
félagsstarfi, s.s. fundahöldum, blaðaút-
gáfu, útgáfu veggspjalda, ráðstefnuhaldi
o.fl.
Á sumrin skipar Ökuleiknin stærstan
sess í félagsstarfinu og hefur umfang
hennar aukist ár frá ári. Á síðast liðnu
sumri tóku rúmlega 300 ökumenn þátt í
ökuleikninni á 25 stöðum um landið.
Jafnhliða ökuleikni bíla er haldin öku-
leikni véljóla.
Félagsmenn í BFÖ eru nú 850 víðs
vegar um landið. Félagsdeildir eru sex
talsins, Reykjavíkurdeild, Garðsdeild,
Keflavíkurdeild, Akranesdeild, ísa-
fjarðardeild og Akureyrardeild.
Hver deild hefur sína sjálfstæðu
stjórn, sem kosin er áaðalfundi deildar-
innar. Sambandsþing, sem haldið er
annaðhvert ár kýs aðalstjórn félagsins,
sem aftur kýs sér framkvæmdaráð, er
annast rekstur félagsins milli stjórnar-
funda. Þá hefur félagið framkvæmda-
stjóra í hlutastarfi. .
Bindindisfélag ökumanna er aðili að
norrænu starfi BFÖ-félaga Nordisk un-
ion for alkoholfri trafik (NUAT), en
mjög öflugt starf fer fram í félögunum i
Svíþjóð og Noregi, og félagsmenn þar
samtals um 200.000.
í gegnum aðild sína að NUAT er BFÖ
aðili að alþjóðasambandi BFÖ-félaga,
International Abstaining Motorists’
Association (IAMA), sem vinnur að
eflingu umferðaröryggis á alþjóðagrund-
velli með góðum árangri.
Eins og flestir vita, hefur árið 1983
verið valið sem Norrænt umferðarörygg-
isár, þar sem fjölmargir aðilar á öllum
Norðurlöndunum leggjast á eitt um að
draga úr tíðni umferðarslysa og vinna að
ýmsum fyrirbyggjandi aðgerðum í því
skyni.
Hér á landi er það hlutverk Umferðar-
ráðs að samræma verkefni hinna ýmsu
félagasamtaka, er sameinast í þessari
baráttu.
Hiutur BFÖ í þessu starfi verður með
ýmsu móti. Fyrirhuguð er ráðstefna um
umferðaröryggi í lok september með
þátttöku innlendra og erlendra fyrirles-
ara og.gesta. Umferðaröryggi verður
ætlað aukið rými og kynning í Ökuleikni
sumarins, útgáfa veggspjalda er á döfinni
og greinar verða birtar í fjölmiðlum um
umferðaröryggi.
Allt er þctta gert til að vekja almcnn-
ing til umhugsunar um umferðarmál og
ljóst er að árangur næst ekki nema allir
leggist á eitt um að bæta eigin hegðun í
umferðinni.
Menn spyrja gjarnan, hver sé ávinn-
af því að ganga í félag sem
Þessu viljum við svara á þennan
"’Surinn
too
. átt þess
e*agsstarfi er
kost
að
að
taka þátt í
s-i vmiiui av bættum h<ig
' ^nnings.
, .|>ú færð afslátt af ýmissri vöru og
|(inustu fjölmargra fyrirtækja, auk lög-
®ðilegra leiðbeininga um umferðar-
ital.
Þú gerir öðrum kleyft að vinna enn
betur að baráttumálum félagsins með
þínu framlagi í félagssjóðinn.
Félagsgjaldið fyrir 1983 erkr. 250fyrir
aðalfélaga en kr. 125 fyrir fjölskyldufé-
laga, þ.e. einn fjölskyldumeðlimur
greiðir heilt gjald en hinir hálft.
Viljir þú, lesandi góður fræðast um
BFÖ umfram það sem hér er ritað erum
við reiðubúin til viðræðna. Við óskum
jafnframt eftir ábendingum um umferð-
aröryggismál, hvar skórinn kreppir og
hvað mætti gera til úrbóta.
Hafir þu áhuga á inngöngu í félagið,
fylgir hér inngöngubeiðni sem við biðj-
um þig að útfylla og senda okkur.
Með félagskveðja,
. Stjórn BFÖ
Svipmynd frá tuttugu ára afmæli BFÖ
UMSOKN
Um inngöngu í Bindindisfélag ökumanna
Hcr með sæki ég undirritaður urn inngöngu i BFÖ og skuldbind míg.
samkvæmt löguni félagsins til:
— að neyta engra áfengra drykkja. Ennfremur að búa ekkí til slíka drykki.
kaupa þá. veita eða selja fyrir eigin reikning.
— að stuðla svo sern mér er unnt í orði og verki að aukinni umferðarmenn-
ingu.
....../.....19...
•SUrður R. Jónmundsson núverandi
‘ BFÖ.
Q Aðalfélagi
Nafn .........
Heimilisfang .
Nafnnúmer ...
Starf ........
Undirskrift
Q Fjölskyldufélagi
..............Sími ...........
....Fæðingardagur og ár
Gunnar Þorláksson fv. forseti BFÖ afhendir aðalvinning í happdrætti BFÖ
Verðlaunaafhending í Norrænni Ökuleikni. Annar frá vinstri er íslenski keppandinn Ámi Ó. Fridriksson.
SfósákjawiVMlHMnHÍ
Góðakstur í Kcflavík.