BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Page 17
É^Ö'BEÁÐÍÖ
hann framleiddur í þrem útgáfum, þeirri
sem við þekkjum hér, styttri gerð með
föstu húsi, og styttri gerð með blæjum.
Hægt er að velja um tvennskonar vélar
í alla bílana, 1949 cc benzínvél og 2238
cc Dieselvél. Mælaborðið er mjög
smekklegt og gagnlegt og minnir einna
helst á Range Rover mælaborð, þótt
ekki sé hægt að tala um stælingu.
Innréttingin er vönduð og snyrtileg,
ekkert þarf að betrumbæta aftursætin,
'lvo þau séu nothæf, eins og algengt er,
ekki þarf að dýpka gólfið fyrir farþegana
afturí, hann er sem sagt tilbúinn til
þægilegrar notkunar.
Aftari gluggar á hliðum eru opnanlegir
(eins og á Range Rover). Afturhurðirnar
á þessum bíl hafa vakið talsverða athygli.
Þær eru tvær, önnur stór, en hin mun
minni. Að öllu jöfnu er aðeins sú stóra
notuð, en þegar þarf að opna bílinn vel,
t.d. vegna einhverra flutninga, eru báðar
opnaðar og opnast bíllinn þá mjög vel að
aftan. Þótt þetta sé óvenjulegt í útliti,
venst það strax og verður fróðlegt að sjá
hvernig þessi afturhurðabúnaðaur reyn-
ist, jeppaframleiðendur eiga í stöðugu
stríði við búa til afturhurðir eða hlera,
sem bæði eru þægilegir í umgengni og
fara ekki strax að skrölta og verða óþétt.
,, . ov\
a r
17
Alhliða bílamálun og réttingar
Heilsprautun - Blettamálun
Bílamálun s.f.
Hamarshöfða 10, Reykjavík
s. 81802
Réttingarverkstæði
Rúnars Haukssonar
Smiðshöfða 12, Reykjavík.
s. 85530.
Óvenju fágaður
míllistærdarbíll
Þar sem við erum staddir í Véladeild
SÍS og hún er umboðsaðili fyrir General
Motors, forvitnumst við í leiðinni um
Evrópuframleiðslu GM, látum hugann
reika til Vestur-Þýskalands og skoðum
Opel. Við byrjum á Opel Ascona og
köllum hann hér bíl af millistærð. Til
viðmiðunar má t.d. nefna Citroen GS,
sem bfl í milliflokki. Það er með hann
eins og reyndar flesta þýska bíla, að
frágangurinn er hreint út sagt frábær.
Ekkert er of, og ekkert er van, hlutirnir
eru á réttum stöðum, vel virkir og
aðgengilegir. Ekkert er lagt upp úr glisi
í mælaborðinu, það er heiðarlegt, einfalt
og gagnlegt. Ascona er framleiddur í
þrem megin gerðum. Tveggja dyra með
hefðbundnu fólksbílalagi (skott aftur-
úr), fjörgurra dyra með sama lagi og svo
fimm dyra (svipuð it'na og Citroen GS
o.fl.). Tæknilega eru bílarnir náskyldir
og státa því allir af þeim frábæru aksturs-
eiginleikum, sem erlendir bílagagnrýn-
endur dást að í ekki dýrari bíl. það er
m.a. árangur geysi fullkomins fjöðrun-
arkerfis og góðu jafnvægis í bílnum í
heild. Vinstuðull Ascona er með því
lægsta, sem þekkist meðal fólksbíla svo
hann er eyðlusgrannur miðað við afl.
Opelverksmiðjurnar leggja nú mikla
áherslu á fullkomna ryðvörn af ýmsu
tagi.
Traustur einfaldleiki
Opel Kadett hefur verið framleiddur í
mörg ár og þróast með árunum eins og
gengur. Þó er alltaf eitthvað sameigin-
legt með öllum gerðunum. Manni finnst
hann alltaf rýmri og bjartari þegar inn í
hann er komið, heldur er útlitið gefur
tilefni til. Svo er það efnfaldleikinn.
hann er fallegur í sjálfu sér, ekki síst
þegar maður leiðir hugan til gömlu góðu
Volkswagenbjöllunnar, einfaldrar en
dæmalaust öruggrar. Kadettinn er fáan-
legur í fjölmörgum gerðum og með
fimm mismunandi vélum. Fyrst er að
nefna þriggja og fimm dyra bíla með
sportlegu útliti, með ýmsum útfærslum
og svo er hann fáanlegur sem station.
Að ýmsu leyti svipar Kadettinum og
Escortinum nokkuð saman hvað stærð
og útlit varðar. Kadettinn státar sem
fyrr af létri vinnslu og lítilli eyðslu.
Lítillátur gæðingur
Ekki verður svo skilist við Opel fjöl-
skylduna eða ekki sé minnst á Rekord-
inn, sem fyrir löngu hefur unnið sér
virðingarsess á íslenskum bílamarkaði.
Það er með hann eins og aðra opelbíla,
að óþarfa glis er skorið við nögl, en
ekkert til sparað að gæða hann þæg-
indum, hagkvæmni, virkni og heiðar-
leika. Með heiðarleika er hér átt við að
bí|l heilli mann af glisútliti, heldur
eiginleikum og innri byggingu. Við
hönnun nýjasta Rekordsins hefur náðst
óvenju lágur vindstuðull svo eyðslan er
hlutfallslega lítill. Reyndar hefur.Rek-
ordinn ávalt þótt órúlega eyðslugrann-
ur miðað við stærð, viðbragð og vinnslu.
Það er einkar athyglisvert hversu lítið
fer fyrir öllum lúxusbíl, því hann er
sannkallaður lúxusbíll.
25ÁRA
25ARA
Viö hjá B.M. VALLÁ HF. leggjum áherslu á skjóta og góöa
þjónustu viö viöskiptavini okkar og aö steypan sem viö
framleiðum standist aö öllu leyti þær kröfur
sem til hennar eru geröar.
Þrautreynt starfsfólk, strangt gæöaeftirlit og
fullkomnasta steypustöö landsins er trygging
þín fyrir vandaöri vöru.
BMVALLA!
SKRIFSTOFA:
NÓATÚNI 17
SÍMI: 26266 °
STEYPUSTÖÐ
STEYPUPANTANIR:
BILDSHÖFÐA 3
SÍMI: 85833
STEYPUFRAMLEIÐSLA
VIKURFRAMLEIÐSLA
VIKURUTFLUTNINGUR