BFÖ-blaðið - 01.01.1983, Side 20
20
BFO BLAÐIÐ
Síðastliðið sumar stóð Bindindisfélag
ökumanna ásamt Dagblaöinu/Vísi fyrir
ökuleikniskeppnum á 24 stöðum víðs
vegar um landið.
Keppnir þessar hafa undanfarin ár
náð miklum vinsældum, enda getur hver
sem er tekið þátt í þeim, án þess að
stofna sér í hættu. Skilyrðin eru að
viðkomandi hafi ökuleyfi og keppi á
skoðunarhæfum bíl.
Fyrirkomulag keppnanna er í stuttu
máli þannig að eftir að hafa þreytt próf
í umferðarspurningum, aka keppendur
í gegnum sérstaka braut þar sem reynir
á nákvæmni í stjórn bílsins í ýmsum
þrautum, s.s. aka í gegnum hlið, yfir
hlemma inn í stæði o.s.frv. Gefin eru
refsistig fyrir villur og mistök í keppnis-
brautinni ásamt því að ökutíminn er
mældur í sekúndum.
Einnig eru gefin refsistig fyrir röng
svör við umferðarspurningunum.
Samanlagður fjöldi refsistiga sýnir síðan
endanlega útkoma keppandans.
Fjölmennasta
akstursíþróttin
Keppendur urðu alls 308 og er ökuleikn-
in því fjölmennasta aksturíþróttin sem
stunduð er hérlendis.
Fjöldi keppenda náði mjög góðum
Eins gott að vanda sig.
ÖKULEIKNI
fjölmennasta akstursíþróttin
Aðgæsla og vald
á ökutækinu
Eflaust spyr einhver hver sé tilgangur-
inn með keppnum sem þessum. Því er til
að svara að keppnunum er ætlað það
hlutverk að sýna fram á mikilvægi þess
fyrir ökumanninn að hafa fullkomið vald
yfir bifreið sinni og að nákvæmni og
aðgæsla séu mikilvægustu þættirnir í fari
ökumanns.
Einnig gefa keppnirnar ökumönnum
gott tækifæri til að rifja upp kunnáttu
sína í umferðarlögum og sýnist ekki
vanþörf á með tilliti til þess að innan við
6% keppendanna sl. sumar svöruðu
öllum umferðarspurningunum rétt.
Ökuleiknin er ólík öðrum aksturs-
íþróttum. Hvorki reynir á taugar öku-
mannsins í hraðakstri eftir holóttum
vegum né afl og styrkleika bifreiðar við
erfiðar aðstæður.
Ökuleikninni er ætlað að prófa öku-
manninn við aðstæður sem hann gæti
mætt í hinni daglegu umferð þar sem
nákvæmni, aðgæsla og tillitssemi verða
að sitja í fyrirrúmi.
Bindindisfélag ökumanna vill að lok-
um færa öllum þeim aðilum sem veittu
aðstoð við keppnirnar sl. sumar bestu
þakkir. Fjöldi karla og kvenna lagði
hönd á plóginn til þess að vel mætti
takast til með framkvæmd keppnanna.
An þeirrar aðstoðar væri ökuleiknin
ekki framkvæmanleg.
Sérstakar þakkir eru færðar Dagblað-
inu/Vísi, Véladeild Sambandsins,
Ábyrgð hf. tryggingarfélagi bindindis-
manna, Flugleiðum, Umferðarráði og
Æskulýðsráði ríkisins fyrir samstarfið og
stuðninginn.
Stjórn
Bindindisfélags ökumanna.
árangri, en það telst góður árangur að fá
undir 200 refsistig í samanlagðri útkomu.
Ellefu efstu keppendurnir s.l. sumar
urðu þessir:
umferðir í keppnisbrautinni, auk þess
sem brautin var mun erfiðari heldur en
í undankeppnunum. Þetta skýrir hinn
mikla mun í fjölda refsistiga efstu kepp-
1. Einar Halldórsson ísafírði refsistig 148
2. Björn Björnsson Egilsstöðum 151
3. Árni Óli Friðriksson Reykjavík 152
4.-5. Sigurður Guðmundsson Reykjavík 163
4.-5. Gunnar Steingrímsson Sauðárkróki 163
6. Grétar Reynisson Egilsstöðum 168
7. Vagn Ingólfsson Ólafsvík 170
8.-9. Benedikt Hjaltason Akureyri 173
8.-9. Hreinn Magnússon Garði 173
10.-11. Gissur Skarphéðinsson ísafirði 176
10.-11. Guðmundur Kristvinsson Reykjavík 176
Enn er eftir að telja Guðstein Oddsson
sem fékk einungis 145 refsistig er hann
keppti á Akranesi. En þar sem Guð-
steinn hafði áður keppt í Ólafsvík var
árangur hans ekki marktækur.
Sá keppandi sem bestum tíma náði í
keppnisbrautinni var Björn Björnsson
frá Egilsstöðum, 71 sekúnda.
Fæst refsistig í keppnisbrautinni hlaut
Einar Halldórsson frá ísafirði, 17 refsi-
stig.
18 keppendur af 308 svöruðu ölium
umferðarspurningunum rétt, eða 5,8%.
Sérstök kvennaökuleikni var haldin í
Reykjavík og gaf hún góða raun, alls
kepptu þar 27 konur, en alls urðu
konurnar 50 talsins í öllum keppnunum
sl. sumar, eða rúmlega 16% keppenda.
Keppt um
Spánarferð
I úrslitakeppninni, sem haldin var í
Reykjavík í september, kepptu sigur-
vegararnir frá undankeppnunum um
ferð til Spánar í nóvembermánuði.
Rétt er að taka fram að þeir einir hafa
rétt til þátttöku í úrslitakeppninni sem
eru á aldrinum 18-25 ára og hafa ekki
áður sigrað í úrslitakeppni.
í kvennariðli úrslitakeppninnar sigr-
aði Fríða Halldórsdóttir úr Reykjavík
með 733 refsistig og var hún rúmlega 200
refsistigum lægri en næsti keppandi.
í karlariðli sigraði Jón S. Halldórsson
úr Reykjavík með 547 refsistig og í öðru
sæti varð Ingvar Ágústsson frá ísafirði
með 641 refsistig. Þess má til gamans
geta að Fríða og Jón eru systkini.
f úrslitakeppninni voru eknar tvær
enda frá því í keppnunum um sumarið.
Þau Fríða, Jón og Ingvar fóru til
Spánar í lok nóvember til þátttöku í
Norðurlandakeppni í ökuleikni sem
haldin var í Opel verksmiðjum General
Motors þar í landi, en það fyrirtæki
styður þessar norrænu keppnir.
Þarna mættust keppendur frá fslandi,
Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Dan-
mörku í karla og kvennariðlum.
Þrívegis hafa fslendingar orðið
Norðurlandameistarar í ökuleikni, en
urðu í þriðja sæti að þessu sinni.
Ökuleikni á vélhjólum
Samhliða ökuleikni á bílum var haldin
ökuleikni á léttum vélhjólum (skelli-
nöðrum).
Alls voru haldnar 8 keppnir um
landið, auk úrslitakeppni í Reykjavík í
september. Keppendur urðu alls um 60
talsins.
Fyrirkomulag var hið sama og í
bílakeppnunum, þ.e. umferðarspurn-
ingar og hæfnisakstur á sérstakri
keppnisbraut. Sigurvegarar í vélhjóla-
keppnunum urðu:
refsistig
1. Örn Jónsson
Hafnarfirði 172
2. Svavar Þorsteinsson
Hafnarfírði 218
Hljóta þeir í verðlaun ferð til Egypta-
lands n.k. vor til keppni í alþjóðlegri
vélhjólakeppni.
Jafnvxgið í fyrirrúmi.
Nákvæmt skal það vera.