BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 4

BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 4
Jón Baldur Þorbjörnsson: Bílar, mengun og mengunarvarnir Umræða um mengun og mengunarvarnir er í sjálfu sér ekki gömul hér á landi. Þó hefur löggjafinn meðvitað eða ómeðvitað kveðið á um mengunarvarnir í áratugi í umferðarlög- um og reglum, þar sem meðal annars segir að frá ökutæki megi ekki stafa ónauðsynlegur hávaði, reykur eða óþefur. Til skamms tíma hafa áhyggjur af mengun ekki hrjáð landann tiltakanlega mikið. Óþef- urinn sem fylgir reyk loðnubræðslanna var skilgreindur sem peningalykt (ef ekki ilmur). Gufunesgulan sem á lognkyrrum dögum ligg- ur yfir Kollafirðinum var vitnisburður um dugnað og drift Áburðarverksmiðjunnar og reykjarmökkurinn sem stendur aftur úr sum- um díselbílum var aukaatriði miðað við þau viðbótarhestöfl sem fást með því að bæta hressilega við hámarksinngjöfina á olíuverk- inu. Svo gerist það í þessum málum, eins og svo mörgum öðrum hjá landanum, að yfir nótt umpólast hann og fátt annað en mengun og mengunarvarnir kemst að í bili. — Landinn er orðinn „mengunarmeðvitaður“. Ófullbrunnin efnasambönd Reyndar eru þesi sinnaskipti einungis af hinu góða því það er löngu kominn tími til að taka mengunarvalda hér á landi fastari tökum, þar á meðal bílinn. Sjálfsagt má deila um hvað sé mengun og hvað ekki en að áliti vestrænna bílasérfræðinga stafar mesta mengunarhættan ekki lengur af ónauðsynlegum hávaða, reyk eða óþef heldur ákveðnum efnasamböndum í gasformi í útblæstri bílvéla. Nánar tiltekið eru þetta ófullbrunnin efnasambönd elds- neytis og lofts. Eldsneyti fyrir bílvélar er búið til úr kolvetniskeðjum þ.e. keðjum af kolefnis- frumeindum (C) sem tengjast ákveðnum fjölda vetnisfrumeinda (H). Andrúmsloftið samanstendur, eins og flestum ætti að vera kunnugt, af köfnunarefni (N2), súrefni (02) og litlu magni af koltvísýringi (C02). Við óhentugar aðstæður verður til allmikið magn óbrunninna eða ófullbrunninna efna- 4 sambanda í útblæstri bílvéla, kolsýrlingur (CO), köfnunarefnisoxíð (NOx), kolvetni (CH) og sót (C). Margþættar ástæður eru fyrir því að þessi efni og efnasambönd teljast til meng- unarvalda. Þau geta valdið óþægindum í öndunarvegi, óeðlilega háu, svæðisbundnu magni af ósoni, gróðurskemmdum og sum þeirra, sót frá díselvélum og ákveðin kolvetn- issambönd, eru talin geta verið krabbameins- valdandi. Þrívirkur hvarfi Á síðustu árum hefur tekist að minnka verulega mengun frá bílvélum og draga samhliða úr eldsneytiseyðslu þeirra með nýrri tækni og bættri hönnun. En reglugerða- smiðir í bíla- og mengunarmálefnum í efna- hagsbandalagsríkjum Evrópu hafa séð ástæðu og tæknilega möguleika á því að takmarka enn frekar útblástursmengun frá bílum. Því hafa þeir sett fram ákvæði um hámarksmagn mengandi efna í útblæstri bíla sem ekki er mögulegt að uppfylla nema með því að nota svonefndan þrívirkan hvarfa í útblástursrás- inni. í aðildarríkjum Efnahagsbandalagsins taka þessar reglur gildi í ár fyrir stærstu vél- arnar (mestu mengunarvaldana) og síðan koll af kolli fyrir minni bensínvélar og síðast verða einnig sett verulega hert ákvæði fyrir dísel- vélar árið 1996. Hvarfinn, þessi umræddi og umdeildi hlut- ur en undratæki í mengunarvörnum, lítur út að utan eins og hljóðkútur en að innan er hann fylltur eins konar keramikkúpu (sbr. býkúpu) með gríðarstóru heildaryfirborði og miklu magni áfastra platínum- og rhodíumagna. Þær virka sem hvatar á ófullbrunnu efnasam- Jón B. Þorbjörnsson bifreiöa- verkfraeðingurer deildarstjóri hjá Bifreiðaskoðun (slands hf.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.