BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 8

BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 8
Heilbrigt líf - án áfengis, 3. hluti: Lífsstíll fólks á öllum aldri Enn leggjum við tvær spurn- ingar fyrir nokkra þekkta lands- menn, sem velja heilbrigt líf- án áfengis. Spurt er: 1. Hver er afstaða þín til áfengis og hvað ræður henni? 2. Hvað finnstþér brýnast að gera í áfengisvörnum? Ásgeir Jóhannesson forstjóri: 1. Það fellur betur að mínum lífs- máta að vera bindindismaður og ég tel það farsælla fyrir flesta aðila, þegar í heild er skoðað að haga því með svipuðum hætti. Það hefur reynst mér farsælt og ég vænti, að slíkt mætti einnig verða fleirum til farsældar. 2. í opinberum móttökum ætti fyrst og fremst að leggja áherslu á að bera fram óáfenga drykki fyrir gesti, en ekki eins og nú er venja að bjóða fyrst og fremst áfenga drykki, og láta þá gesti, sem ekki neyta áfengis, bíða langtímum saman eftir veitingum og þjón- ustu við sitt hæfi. Þeir, sem ekki reykja, fá nú víða betri aðbúnað en aðrir á vinnustöðum og ferða- lögum. Hvers vegna skyldi sá hátt- ur ekki einnig á hafður í þjónustu við þá, sem ekki neyta áfengis? Davíð B. Gíslason handknattleiksmaður: 1. Það hefur aldrei komið til greina af minni hálfu að nota áfengi. Áfengisneysla er vitleysa, hún stofnar til óþarfa áhættu og peningaeyðslu. Þar sem ég er íþróttamaður af lífi og sál legg ég áherslu á heilbrigt líferni og það er líf án áfengis og reykinga. Ég vil þó geta þess að ég hef aldrei orðið fyrir þrýstingi frá foreldrum að vera bindindismaður, þetta er mín ákvörðun. Ég hef að vísu dreypt tungunni í léttvín en ég tel það hinn mesta óþverra í saman- burði við gos og aðra slíka drykki. Margir krakkar á mínum aldri þjást af feimni sem ég tel aðal- ástæðu fyrir drykkju þeirra, þau fela sig á bak við áfengið. 2. Það ætti að tvöfalda verð á áfengi, þá aukast tekjur ríkissjóðs og dregur úr þeim kostnaði sem áfengisneysla hefur í för með sér. Einnig mætti hafa strangari gæslu við skemmtistaði og auka fræðslu um skaðsemi áfengis og gildi íþrótta. Þá þyrfti að láta fleira fólk koma fram í fjölmiðlum og segja frá slæmri reynslu sinni af notkun áfengis svo sem eftir slys og annað álíka, slíkar frá- sagnir hafa áhrif á aðra. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri: 1. Ég veit hreinlega ekki, af hverju ég er bindindismaður. Spurningin ber með sér, að það sé eitthvað sérstakt við að vera bind- indismaður.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.