BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 11

BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 11
Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona: 1. Ég er íþróttamanneskja og mér flnnst ekki passa saman víndrykkja og íþróttir. Svo fínnst mér ég ekki þurfa á áfengi að halda — það þjónar engum til- gangi - og því neyti ég þess ekki. 2. Byrja þarfá krökkunum í skól- unum og kynna fyrir þeim, hvaða áhrif áfengisneysla hefur á fólk. Brýna verður fyrir foreldrunum að fylgjast með því, þegar börn þeirra eru að byija að skemmta sér, bíða ekki með að tala um áfengisneyslu við ungling- ana, þar til allt er komið í óefni, það verður að taka á vandanum í upphafi og reyna af fremsta megni að kenna þeim að stjórna lífi sínu. Sigrún Gunnarsdóttir frjálsíþróttakona: 1. Ég stunda íþróttir og það er ekki hægt nema að hafna áfengi. 2. Það ætti að hætta að selja bjór. Hann gerir illt þar sem hans er neytt. Sigrún Sturludóttir, fyrrv. formaður Landssam- bands Framsóknarkvenna: 1. Ég hef valið mér þann lífsstíl að lifa lífinu án áfengis. Það hefur aldrei verið neitt vandamál frá minni hendi að segja nei takk. Það hef ég gert með stolti en ekki eftirsjá. Ég hef heldur aldrei fund- ið fyrir því að ég væri ekki jafn velkomin í vinahópi þótt í mínu glasi væri ekki alkóhól. Það er útbreiddur misskilningur að sam- vistir fólks og félagsleg samskipti krefjist áfengis. Nútímaþjóðfélag krefst einmitt þess að æ fleiri ein- staklingar séu allsgáðir. 2. Ég tel að allir þeir sem fara með málefni ungs fólks eins og t.d. æskulýðs- og íþróttasamtök þurfi að vinna saman að því markmiði að æskuárin líði án áfengis. Það þarf að skapa ungu fólki betri aðstöðu til ferðalaga og skemmt- anahalds þar sem eingöngu er boðið upp á óáfenga drykki. Svipta verður áfengið þeim dýrð- arljóma sem það er sveipað nú af alltof mörgum áhrifamönnum í þjóðfélaginu. Ættum við íslend- ingar ekki að velja okkur nýjan lífsstíl þar sem hollar lífsvenjur sitja í fyrirrúmi, útivist, hollur I matur og hollar tómstundir? Þorsteinn Gíslason fiskimálastjóri: 1. Sjö ára gamall vann ég bind- indisheit í stúkunni Siðsemd í Garðinum og hélt því starfi áfram fram á skólaár. Þar tók ég þátt í starfi Sambands bindindisfélaga í skólum. Ég tel mig hafa orðið fyr- ir sterkum áhrifum frá barna- stúkum og heimili mínu í upp- vextinum. Þar hafa þau frækorn, sem sáð var í ómótaðan barns- huga minn, haft hvað mest áhrif á viðhorf mitt í bindindismálum. Eftir að ég fór að vaxa úr grasi og sjá meira í kringum mig, þá tel ég mig ekki þekkja sjálfan mig nógu vel til þess að treysta mér að eyði- leggja ekki það, sem er dýrmæt- asta eign hvers manns - en það er hans eigið líf. 2. Fræðsla og gróðursetning í huga ungmenna. Það eru þrjár plágur sem herja á mannkaynið, styijaldir, drepsóttir og þriðji bölvaldurinn er áfengið. Ég hef persónulega reynslu af barna- stúkustarfi og þar er sájarðvegur, þegar barnið er á unga aldri, sem við þurfum að plægja og sá í sem fyrst.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.