BFÖ-blaðið - 01.12.1989, Blaðsíða 13
Félagsstarfið
Ráðstefna í borg
finnska jólasveinsins
Á öllum Norðurlöndunum nema í Dan-
mörku eru starfrækt samskonar bindindisfé-
lög og BFÖ er. Þau hafa samskonar markmið,
þ.e. að stefna að bindindi og bættri umferðar-
menningu. Þessi félög mynda með sér sam-
norræn samtök er kallast „NORDISK
UNION FOR ALKOHOLFRI TRAFIK“
skammstafað NUAT. Á sama hátt mynda
ungmennadeildir þessara félaga norræn ung-
mennasamtök fyrir félaga 25 ára og yngri.
Þau nefnast NUAT-ungdom.
Síðustu helgina í nóvemeber síðastliðnum,
hélt NUAT-Ungdom ráðstefnu í Finnlandi.
Tveir félagar BFÖ sóttu hana, Einar Guð-
mundsson framkvæmdastjóri félagsins og
Gunnar Sigurðsson, stjórnarformaður í ísa-
fjarðardeild BFÖ. Ráðstefnan var haldin
norðarlega í Finnlandi í höfuðborg Lapp-
lands, Rovaniemi. Borgin, sem reyndar er
ekki stór, liggur jafn norðarlega og Grímsey,
og liggur því norðurheimskautsbaugur í gegn
um hana. Einmitt á þeim stað í borginni hefur
finnski jólasveinninn komið sér upp bjálka-
kofa þar sem hann býr og hefur jafnframt
smíðaverkstæði sitt. Þessa dagana er mikið að
gera hjá honum, því margir vilja heimsækja
hann. Má nefna börn frá París og jafnvel alla
leið frá Japan, er koma flugleiðis til þess eins
að sjá jólasveininn í Finnlandi.
Þessi skemmtilega borg var staður ráð-
stefnunnar. Hún stóð frá föstudagskvöldi og
fram á sunnudag. Ungmenni víða að frá Norð-
urlöndum voru samankomin til að ræða um
umferðaröryggi og hvernig auka megi öryggið
á norðlægum slóðum Norðurlandanna. Á
þessum slóðum er langur og kaldur vetur og
myrkur mestan hluta sólarhringsins, eins og
við íslendingar þekkjum vel, og sumrin björt.
Rætt var um hvernig best væri að varast þær
hættur sem þessum aðstæðum fylgja. Finnsk-
ur lögregluþjónn, sem þekkir þessi mál vel,
var með mjög fróðlegt erindi um efnið og einn-
ig um starfsemi finnsku lögreglunnar. Þar
kom meðal annars í ljós að finnska lögreglan
hefur nú undanfarið verið búin mjög góðum
tækjum til að mæla vínandamagn hjá ölvuð-
um ökumönnum. Ölvunarakstur er mikið
vandamál í Finnlandi og hefur lögreglan þar
nú skorið upp herör gegn ölvuðum ökumönn-
um.
Þá var einnig á ráðstefnunni rætt um mikil-
vægi þess að lækka þurfi áfengismörk fyrir
ökumenn. Aðildarfélög NUAT-Ungdom hafa
það á stefnuskrá sinni að mörkin fari niður í 0
á öllum Norðurlöndum. Nýjar rannsóknir
sýna það eindregið að strax á fyrsta sopa fari
að gæta áhrifa hjá yngri ökumönnum og þeim
sem sjaldan neyta áfengis.
Að lokum ræddu ungmennin um það hvern-
ig auka megi samstarf innan félaganna í
Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og íslandi. Margar
góðar hugmyndir komu fram og er nú að sjá
hvernig til tekst í framtíðinni. Norræna ráð-
herranefndin greiddi ferðir íslendinganna á
ráðstefnuna en BFÖ greiddi allt annað. Búast
má við að NUAT-Ungdom standi fyrir fleiri
ráðstefnum í vetur um hin ýmsu vandamál í
umferðinni. E.G.
Átakgegn ölvun
við akstur
í ráði er að Bindindisfélag ökumanna efni
til ráðstefnu í mars 1990 um ölvun við akstur,
ástand, horfur og úrbætur. Til undirbúnings
ráðstefnunni er nú unnið að öflun gagna um
þessi mál. Einn liður í því er könnun meðal
þeirra sem teknir eru vegna gruns um ölvun-
arakstur. Könnun þessi er gerð nú í desember
í samvinnu við lögregluna í Reykjavík og
Umferðarráð. Nánar verður sagt frá könnun-
inni og ráðstefnunni í næsta blaði. □
13