Vestri


Vestri - 30.10.1916, Qupperneq 2

Vestri - 30.10.1916, Qupperneq 2
VtSTltl 4i. bt »64_________________________ Á hverju flaut fógetinn inn í þingið í sjötta sinn? 1» Á sjálfstæðisflokknum segir Njöiður. En það er ranghermi. Sjá]f8tæðisflokkurinn svonefodi er ekki í neinu uppáhakli hjá kjósendum bæjarins yflr höfuð og þeim er ekki ant um hagsmuni „þversum*. Á bæjarmálunum segja aðrir. Óhugsandi er það, því flokkur fógetans (hægrimenn) heflr staðið öndverður gegn öllum framfara- tillögum vinstrimanna. Varla heflr hann náð kosningu af því, að hann hefði yfirburði yflr keppinaut sinn, eða að hann sé meiri alþýðuvinuren hann. Skvaldr* ið það villir ekki kjósendur bæj» arins — og yflrburðir fógetans í stöifum hans eru öllum kunnir. En það var ofsóknaruppspuninn sem reið baggamuninn. Hér heflr á hverjum bæjarstjórnarfundi síðan í vetur mát.t heyra af vörum odd- vita sífeldan són um ofsóknir, og aftur ofsóknir. I»etta hefir sí og æ verið glætt af hans mönnum og nú siðast var Njörður látinn bera það út, þótt i óbeinum orðum væri, að meiningin væri að róa M. T. úr embætti. Dáfalleg aðdróttun til andstæðingá M. T. Er engínn vafi á því, að allur þorri hinna nýju kjósenda, kven- fólkið, veitti. Magnúsi lið, einungis »f því, að það hugði að vinstrimenn hefðu leikið manninn verulega grátt og að hrekja ætti hann úr bænum! Og brjóstgóða fólkið reis öndvert gegn slíku athæfl. Alt þetta ofsóknártal er eins fyrirlitlegt eins og það er ómaklegt. Oddviti heflr haft 4 fulltrúa til þess að bera fyrir sig i bæjarstjórninni þegar honum heflr sýnst, oghann heflr haft blað, sem heflr haft það eitt fyrir ætlunarverk að umhverfa öllu, sem fram hefir farið i bæjart stjórninni, hægrimönuum í vil. Og jafnframt og þetta ofsóknar. væl klingdi allstaðar við, voru hinar og aðrar persónulegar sakir bornar á frambjóðandann Sigurjón Jónsson, t. d. um sölu á skipi Græðisfélags. ins, sem var gerð eftir ákvörðun hluthaía, og fleira og fleira álíka viturlegt. Vestra kemur ekki til hngar að gera það að blaðamáli, hvort, M. T. hafl selt jörð sína í Rangár- vailasýslu, eða þó hann leigi mat- arskólanum í húsi sinu (fyrir ráu- verð). Vinstrimean ætla heldúr ekki að kvarta um ofsóknir, þó astæða aé til, eða emja hálfskælandi framan i brjóstgóða kjósendur, sem hrærast ujjjrgir tfl meðaumkunar við slík ekripalseti. Peir ætla ekki »ð kveina hverBkonar sögur sem sýslumanns- flokkurinn ber út um bæinn og Jætur sór sæma að bera á þá i Nhöi. |*«ir yetla að hitta hwgnmeun á hösluðum velli og meta gjörHir gera og sum fjelög. Verðiö á öllum Daniel Bruun, Gísli Brynjólfsson þeirra í lands og bæjarmálum, en láta einkamálin liggja á milli hluta. Og er það ekki drengilegasta bardagaaðferðin ? Hægrimenn hafa nú rótt nýlega sýnt, svo greinilega friðarhug sinn, að um það þarf ekki að villast hóðan af. Þingmaðurinn nýi bauð fylgis- mönnum sínum upp á kaffl daginn eftir kosninguna — til þess að þakka liðveisluna. Trlætlunin var reyndar ekki að gefa þeim ksffið svona fyrir það sem liðið var, heldur var skorin upp herör, um leið og sötrað var úr boll- unum og öllum boðið að vinna eftir mætti að því, að moka vinstri mönnum út úr bæiaiBtjórninni við kosDingarnar í vetur. Kosningasigurinn óvænti og kafflð var notað t!l þess að æsa fylgismennina gegn mótstöðu- mönnum sinum í bæjarstjórninni. Ekki er að furða þótt þeir telji sig fiiðaipostulana, en núi vinstri mönnum um nasir ófriðargirni og úlfúð! Hið íslenska træðafélag í Khötn. Þá er hið ísleDska fræðafélag var sett á stofn, ákváðu stofnendur þess að selja eigi bækur þess fyrir ákveðið árstillag, til þessaðkeppa eigi við Bókmentafólagið. í annan stað vill þó Fræðafélagið greiða fyrir því, að viðskiftamenn þess, einkum þeir sem árlega kaupa bækur þess, geti fengið þær fyrir lægra verð en bókhlöðuverð, sór« staklega er um stór rit er að ræða. Fyrir því heflr Fræðafólagið sett þriðjungi lægra verð fyrir áskrif* endur að allri Jarðabókinni, en bókhlöðuverðið er. Af sömu ástæðu seldi það og Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens fyrir nálega hálfvirði til 1. júlí 1915; notuðu sór það meðal annara ýmsir fróðleiksfúsir alþýðumenn og var það vel farið. Hins vegar þurfti Fræðafólagið eigi að selja Ferðabókina svona ódýrt, þvi að hún hefði selst hvort sem var, eins og nokkur reynd var fengin fyrir með fyrsta heftið, áður en það ákvæði var tekið að selja hana fyiir hálfvirði. En Fræðafélagið óskar eigi að eins að gefa þeim mönnum, sem kaupa flestar bækur þess, tækifæri á að fá þær fyrir mjög gott veið, heldur vill það og efia greiða bókasölu, og venja menn að því leyti sem það getur við greið við> skifti. Fyrir því selur það stæratu bækurnar ódýrt fyrst eftir að þ»r koma út. Að þessu verða við« skiftamenn Fræðafélagsins að gæta. Þá er bókhlöðuverðið eitt sinn #r gengið i gildi, má eigi vænta þess, að bækurnar fáist úr þvi með öðru veiði. Fræðafélagið mun ekki hafa þann sið að setja bækur niður, þá er þær eru orðnar nokkurra ára gamlar, eins og margir bókaaiar bókum Fræðafélagsins er í hlutfalli við prentunarkostnaðinn sett svo lágt, að félagið gæti alls ekki staðist, ef það hefði ekki 1000 kvóna styrk á ári til þess að bera hallann, og ef sumir félagsrnenn sýndu því eigi mikla óeigingirni, sérstaklega með því að vinna ókeypis fyrir það. Upplagið af flestum bókum Fræðafélagsins er fremur lítið; er það meðfram gert til þess að það þurfl aldrei að setja niður neina bók. Að eins af stafseiningar- orðabók Finns Jónssonar er prent* að stórt upplag, en hún er líka seld á hálfvirði; — hér er mjög dýrt að prenta otðabækur. Af Arsriti Frœöafélagsins, sem nú er að hlaupa af stokkunum; er og prentað heldur stórt upplag, en þó eigi stærra en svo, að allur kostnaðurinn við útgáfu þess fæst ekki, þótt það seljist alt fyrir 75 aura eintakið. Erlendis er það selt á 1,50, og ætti það að borga kostnaðinn allan, þyrfti að selja það svo, enda er það mjög lágt verð, að minsta kosti þriðjungi lægra en það ætti að vera eftir prentunarkostnaðinum nú á timum og eftir því sem bókavei ð er alment á Morðurlöndum. En Fræðafélagið gerir i þetta sinn tilraun til þess að koma á fróðlegu Ársriti handa öllum almenningi, er verði svo ódýrt sem framast, má verða, svo að sem flestir alþýðumenn geti eignast það. Það getur óreiðanlega haft töluverða þýðingu íyrir allan almenning og alþýðumentunina, ef landsmönnum tækist að eignast alþýðlegt ársrit, afaródýrt, með margbreyttu efni, fróðleik og nýj- ungum, er að gagni mættu verða. En þetta getúr því að eins tekist, ef margir kaupa Ársritið og styðja það á þann hátt. Fræðafélagið vonar að margir góðii menn vilji gera það víðsvegar um landið, og þar á meðal æskulýður iandsins. Kmhöfn, í septbr. 1916. Bogi Th. Melsted. íslandsvinafélag. Eins og mörgum mun vafalaust kunnugt af Reykjavíkurblöðunum hafa allmargir ísleniingar og Danir í Kaupmannahöfn stofnað félag er þeir nefna Dansk Islandsk Samfund (Danskt íslenskt félag). í stjórn fólagstne í Khöfn eiga sæti sem stendur: Aage Meyer Benedictsen rithöfundur, frú Astrid Stampe Feddersen, Finnur Jónsson prófessor, Arne Möller prestur, Alfred PoulseD lýðháskólastj., Jón Sveinbjörnsson kammerjunkei og Thor E. Tulinius stórkaupm. Einnig hafa margir Dauir og íslendlngar í Khöfn geflð félaginu meðmælisín. Meðalannara: Sigfús Blöndal bókavörður, Jacoh Appel lýðháskólastjóri, Arup prófessor, Klaus Berútseu, J. C. Ohristeneta, Dalerup prófessor, Gunnar Gunn- arsson skáld, Koch kafteinn, Jón Krabbe, Bogi Melsted, próf. Prytz, Jóh. Sigurjónsson skáld, Zahle forsætisráðherra, og margir fleiri. Jón Helgason prófessor í Reykja* vik er íormaður félagsins hér á landi, og hafa þegar gengið um 50 manns í félagið í Reykjavík; eru flestir þeirra meðai hinna áhrifa* meiri borgara þar. Undirritaður heflr lofað að vtita inntökubeiðnum í félagið móttöku, þar til öðru vísi verður ákveðiö, og myndi mér það gleðiefni, #f félagið ynni sér hór fylgi. Tilgangur félagsins er afmarkaður í neðanskráðum útdrætti úr lögum félagsins. Árstillagið er að eins 2 krónur. Virðingarfyllst O. Rasmusten iyfsaii. Tilgangur félagsins er að auka þekkingu á íslandi með dönsku þjóðinni, og þekking á Danmörku hjá íslendingum. Félagið æskir samvinnu við félög er vinna að líku marki á íslandi og Norður* löndum. Starfsemi sinni ætlar félagið að haga þannig: a) að útbreiða þekkingu um ls« iand í Danmörku og um Danmörku á íslandi. Sumpart gegn Um blöðin og sumpat t með uppfræðslu í skól- unum, með fræðandi amáritiingum, og með því að stofna til félags- feiða frá Danmörku til íslands og einnig, ef mögulegt er, frá laiandi til Danmerkur. Ennfremur að fá danska fyrirlesara tii þess að ferðast, tii íslands og íslenska fyrirlesara til Danmerkur. Einnig ber að vinna að þvi, að útbreiða þekkingu og kenslu á íslenskri tungu í Dan* mörku, b) að freista að kynna íslending' um búsettum í Danmörku betur danska háttu, einkum landbúnað þeirra, með því að útvega þeim dvalarstað úti á landinu um lengri eða skemmri tíma, og ef mögulegt væri að koma á fót námsskeiðum fyiir íslendinga á dönskum Jýðhá- akólum. Ennfremur að leiðbeina þeim íslendingum,sem viljamentast i Danmörku eða ætla að stofna fyrirtæki þar, og einnig að leiðbeina Dönum á íslandi. Kolakaup Akareyrar. Bœjari stjórnin þar hefir nýskeð keypt kolatarm fyrir bæinn, eitthvað rúmar 200 anoál. Eru kol þessi auglýst í blöðunum þar (íslend* ingi og Norðurlandi) nú tyrir skemstu og kosta 92 kr. smál. við skipshlið, eða 14 kr. 70 au. skippundið. Heimflutt til kaup- enda geta kolin, eftir reynslu hér, ekki kostað minna en 15 kr. 30 au. skpd. Kolakaup þessi þykja tll mikllla hagsmuna nyrðra. Líklega hefðu

x

Vestri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.