Skólablaðið - 15.01.1907, Síða 3
SKÓLABLAÐIÐ
3
tækra heimili geta því verið »fín«,og
auðugra manna heimili í mesta máta
óyndisleg.
Þið hafið kanske aldrei hugsað um
það, að óregla og óþrifnaður kostar
peninga. Prifnaður og, reglusemi er
því peningavirði. . . . Eg segi ykkur
satt, að það er ekki lítils virði fyrir
fátækt fólk, að ekkert skemrnist af
óreglu, og að ekkert ætt eða óætt
eyðileggist af óþriínaði. . . .
En það, sem er allra mest virði í
þessu lífi, er góð heilsa. Margir menn
hafa orðið heilsulausir, eða bakað öðr-
um vanheilsu með óþrifnaði. Óþrifn-
aður og óregla veldur þannig eigna-
tjóni og sjúkdómum. En þrifnaður
og reglusemi skapar yndi og unun
jafnvel í bláfátækt.« . . .
Leiðbeining
um
byggingu barnaskólahúsa
Og
nokkrar hreinlœtisreglur
til athugunar í barnaskólum.
Þessi litli pjesi er gefinn út í sumarað
tilhlutun stjórnarráðsins. Á 7. bls. er tafla
yfir mál á skólaborðum og bekkjum. í
'henni hafa orðið nokkrar misprentanir,
sem menn eru beðnir að leiðrétta .sam-
kvæmt eftirfarandi töflu.
Annars viljum vér vekja athygli á þess-
um pjesa; skólanefndir og aðrir, sem sjá
um byggingu á barnaskólahúsum, ættu
að kynna sér hann vandlega.
Mál á þrem stærðum skólaborða.
Borðnúmer 1. 2. 3.
Hæð barnsins, þl. 42-46 50-55 60-66
Hæð frambrúnar
borðsins . . . a-b 49 63 79
Hæð afturbrúnar c-d 54 68 84
Hæð bekkjarins e-b 30 38 47
Mismunur á hæð
borðs og bekkjar a-e 19 25 32
Breidd á bekknum e-f 23 28 35
Breiddáborðplötu a-c 40 40 45
Hæð bókahyllu . . g-d 38 48 59
Breidd á bókahyllu h-g 20 24 24
Hæð frá bekknum
upp á efri brún
bakslár .... f-i 21 26 32
Halli bakslár aftur ij 3 3 4
Breidd á fótskör 30 30 30
Lengd áborði og
bekk 110 120 120
Öll málin (nema hæð barnsins) eru
centimetrar.
(g—wz'----
Milli hafs og hlíða.
Dáin er nýlega dóttir Jóns skólastjóra
Þórarinssonar í Flensborg, Sigríður að
nafni, barn á 3. ári.
Barnaskólahús tvíiyft haf’a Vopn-
firðingar bygt sjer í sumar, og var það
vígt 1. desember. Alt að 20 börnum
eiga að fá þar heimavist. Kostnaður-
inn við bygging þess var áætlaður um
10,000 kr., en heyrst hefir, að talsvert
muni hann hafa farið fram yfir þá upp-
hæð, enda er húsið stórt og vel vandað,
með góðum kjallara, kennara íbúð o. fl.
Fáskrúðsfirðingfar hafa einnig
reist barnaskólahús á Búðum. Er það tví-
lyft og vel vandað, 11x8 álnir að stjerð
og bygt með samskotum innanhrepps.
«Jvg) ■
Skólablaðið
er nauðsynlegt og ómisssandi á hverju
heimili landsins.
Kennarar þurfa þess. í því eigaþeir að
ræða saman, kynnast stjettarbræðrum
sínum og systrum, frjetta af kenslu-
starfi og kenslu-málum um land alt,
bera fram fyrirspurnir sínar og safna
þeim kenslumála-fróðleik, er blað-
ið mun láta í tje. — Það á að vera
þeim ómissandi málgagn og fjelags-
tenging, í því eiga þeir að auglýsa,
er þeir sækja um kenslustörf o. s. frv.
Það mun verða leit á þeim kennara,
er ekki þykist þurfa þess með,
Prestar þurfa þess, því þeir eru sjálf-
kjörnir eftirlitsmenn kenslumálanna,
skólanefndarmenn víðast hvar, menn,
sem stöðu sinnar vegna eiga að vera
hvatamenn í öllu, sem að kenslumál-
um* lýtur.
Skólanefndir í héild sinni þurfa nauð-
synlega á »Skólablaðimu að halda.
Þar eiga þær að afla sjer þess fróð-
leiks, sem hverri skólanefnd er nauð-
synlegur, auglýsa eftir kennurum, til-
boðum í skólahúsabyggingar o.s. frv.
Til »Skólablaðsins« eiga þær að
leita með allar fyrirspurnir sínar kenslu-
málum viðvíkjandi, og mun þeim
verða svarað eftir bestu föngum.
Bændur og búalið og allir, sem
hafa áhuga á mentun og velferð barna
sinna, þurfa nauðsynlega á »Skóla-
blaðinu« að halda; því hvergi ann-
arsstaðar fá þeir eins gott tækifæri
til að kynnast kenslumálum vorum
og öllu því, er lítur að góðri upp-
fræðslu og nauðsynlegu samstarfi
kennara og foreldra, sem eraðalskil-
yrði þess að vel fari.
Skólablaðið er gefið út með styrk úr
kennarasjóði, en útgefendur eru kennarar
Flensborgarskólans.
Kaupið þvl Skólablaðið!
Það kostar 2 krónur á ári.
»Skólablaðið« sendum vjer öllum
þeim, er vjer álítum sjálfkjörna forvígis-
menn kenslumálanna, og eru það kennar-
ar og prestar. — Þar sem vér vitum
eigi deili á kennurunum, sendum vér
presti flein eintök og biðjum hann góð-
fúslega senda þau kennurum sóknar sinn-
ar. Væntum vjer, að móttakendur starfi
kappsamlega að útbreiðslu blaðsins og
komi þvf inn á hvert það heimili, er á-
huga hefir á kenslumálum, og vart mun
nú nokkur sú sveit á Islandi, að eigi sje
þar einn bóndi eða fieiri, sem farinn er
að hugsa um mál þetta. I slíkra manna
hendur óskum vér, að »SkólabIaðið«
komist.
Er það von vor og vissa, að því verði
víða vel tekið, og verði það hvervetna
kærkominn gestur.
2 ókaútgefendur,
sendið »Skólablaðinu* bækur yðar.
Það mun geta um þær og mæla með
öllu því, sem gott er og gagnlegt, jafnt
kenslubókum sem öðrum.
Augltjsið einnig bækur yðar í •>Skóla-
blaðinu«. Það er sent að minsta kosti
til tveggja eða þriggja manna í hverri
sveit á Islandi, og engir standa betur
að vígi tit að vekja eftirtekt á íslensk-
um bókmentum og auka þekking manna
á þeim en góðir og ötulir kennarar.
Ein-nig ættu allir þeir, er kenslubæk-
ur og kensluáhöld selja, að auglýsa í
> Skólablaðinu-.
Xennara r,
sendið »Skólablaðinu« stuttar og gagnorð-
ar fréttir — t. d. á brjefsspjaldi — af
starfi yðar og starfssviði, skólafyrirkomu-
lagi þar, líklegum breytingum, framkvæmd-
um o. s. frv.; einnig um áhuga manna,
álit og tillögur í kenslumálum, Mun það
verða bæði til skemtunar og fróðleiks og
stuðla mikið að því, að þjer kennarar
kynnist hver öðrum og einnig kenslustarf-
inu víðsvegar um land. Verðið þjer því
að rita nöfn yðar og starfssveit fullum
stöfuin undir fréttapistla þá, er þér sendið.
Alt sem í blaðið á að fara — einnig
auglýsingar — sendist til ritstjóra þess,
og býr hann í
Þingholtsstrœti 23 Reykjavik.
Fjelagsskapur þessi er ungur enn
hjer á landi, en sjest þó þegar nú, að
hann á hjer fagra framtíðarbraut fyrir
höndum. Hann er stofnaður eftir
norsku sniði, og eru það sams konar
fjelög þar, sem svo rækilega hafa
starfað að þjóðarvakning Norðmanna
á síðasta mannsaldri.
Hraust og þjóðrækin mentaþjóð er
takmark fjelagsskapar þessa, og felst
það greinlega í lagaatriði því, er lýsir
tilgangi fjelaganna: