Skólablaðið - 15.11.1908, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.11.1908, Blaðsíða 1
Skólablaðið. Annar áreaneur ö^^ö 21. blað. Kcmur út tvisvar i mánuði. Kosiar 2 kr. á ári. Sleykjavik IS. nóv. Auglýsingaverð: I kr. þwnl. Afgr. Reykjavík. 1908. Unglingaskólarnir. Sú skoðun hefir komið fram aftur og aftur frá einstökum mönnum, og einnig á alþingi, að barnaskólamentunin væri haldlaus og ónýt. Menn hafa sínu máli til stuðnings verið að bera saman ment- un barna, — eða kunnáttu í ýmsum fræðigreinum, — frá sveitahein.ilum og svo þekkingu barnaskólabarna á líkum aldri, og þóst geta sannað með þeim samanburði, að heimilismentun barna al- ment taki skólamentuninni fram; barna- skóla eigi því ekki að vera að hugsa um, heldur heimilismentun, endurbætta. En þetta er vafalaust rangt. Fyrst og fremst mun oftast svo vera, að þegar einhver vill geta sýnt þessa »útkomu», þá tekur hann til saman- burðar börn frá góðum heimilum og barnaskólabörn eins og þau gerast, en í því er engin sanngirni. Allir vita, að betur notast að kenslu eins eða tveggja barna heldur en 20 til 30 barna í hóp, þó að tveir jafngóðir kennarar eigi í hlut. Pó að mögulegt sje að tína til einstök dæmi, sem sýnast sanna það, að skóla- börn sjeu ver að sjer en heimamentuð börn, þá sanna þau dæmi engan veginn það, að heimilismentun yfir höfuð taki skólamentuninni fram, — þar sem hvort- tveggja er í góðu lagi. En svo ber þess vel að gæta, að þó að þetta yrði sannað með rökum, þá er óhugsanlegt að leggja niður barnaskóla- kenslu og taka upp heirrilisfræðslu í hennar stað, og það þegar af þeirri; á- stæðu að það yrði óbærilegur kostnaður. Heimilismentunin getur aldrei staðið skóla- mentun á sporði, nema á heimilunum sjeu álíka góðir kenslukraftar eins og í skólunum. En óhugsanlegt er að svo verði alment. — Barnaskólahald gæti því þrátt fyrir það verið nauðsynlegt — neyðarúrræði. Þeir, sem hafa haft svo litla trú á barnaskólunum, hafa þó ekki haft ótrú, eða óbeit á öllu skólahaldi fyrir ung- linga; hafa þvert á móti sumir verið hrifnir af unglingaskólahugmynd- inni. Hvað er unglingaskóli? Hvað er kent í unglingaskólunum? Alt hið sama og lengi hefir verið kent í hverjum barnaskóla landsins, ef til vill að viðbættri Dönsku, eða Ensku, sem þó er og kent í mörgum barna- skólum og jafnvel af farkennurum. Það, að námsgreinarnar eru allar hin- ar sömu og í barnaskólunum, þýðir auð- vitað ekki það, að nemendur unglinga- skólanna geti ekki öðlast víðtækari og fyllri mentun en alment gerist í barna- skólum. Pé -^ð ekki væri á annað litið en aldur nemandanna, þá er hann einn út af fyrir sig nógur til að gera mis- mun. En hitt er víst, að flestir ung- lingaskólarnir, sem starfað hafa hingað til, hafa í raun og veru verið barna- skólar, þó að nemendur þeirra hafi verið fermdir. Þeir hafa ekki getað ann- að að kenna neitt verulega umfram það, sem heimtað er nú með lögum að hver barnaskóli landsins kenni. Og hversvegna hefir uppskeran þá ekki orðið önnur en þessi? Auðvitað af því, að undirbúningur jarðvegarins var eins og hann var. Lestur og skrift hefir ekki verið kent nema í einum þeirra unglingaskóla, sem reknir hafa verið síðastliðið ár. en einhvernveginn grunar mig, að sumir nemendur hinna unglinaskólanna sem ekki hafa fengið tilsögn í þessum barna- skólanámsgreinum, hefðu haft eins gott af henni eins og t. d. af Dönsku-nám- inu. En hvað um það. Unglingaskólarnir hafa sjálfsagt unnið gagn, enda þó að mikið af þeirra vinnu hafi orðið að vera barnaskólavinna, enda þó að þeir hafi ekki fullnægt »unglinga«-skólahugmynd- inni. Pað var fyrirsjáanlegt, þegar stofnað var til unglingaskólanna, að þeir mundu eiga örðugt uppdráttar af því að undir- stöðuna vantaði. Mest efni áttu auðvit- að kaupstaðirnir í unglingaskóla; þar höfðu meira og minna góðir barnaskól- ar starfað, sumir um langan aldur. Þar var þörfin á þeim líka farin að sýna sig. »Framhaldsbekkunnn« í Reykjavík kom fyrst. Tvö ár hefir unglingaskóiinn á ísafirði staðið, og síðastliðinn vetur var unglingaskóli á Seyðisfirði. Pessi fram- haldskensla unglinga í kaupstöðunum fellur varla um koll aftur. Meira tví- sýni er á framtíð sumra unglingaskól- anna til sveita. En það mun þó hafa vakað fyrir flutn- ingsmönnum uppástungu um fjártillag úr landssjóði, til unglingaskóla að þeir ættu að standa upp til sveita, einkum til þess ætlaðir að gera unglingum þar kost á að fá nokkra almenna mentun heima í hjeraði í stað þess að sækja hana til kaupstaðaskólanna. Sjö vóru þeir uuglingaskólarnir síðast liðinn vetur: 4 í sveit, en 3 í kaupstað, eða verslunarstað. Peirra er elstur Hey- dalsárskólinn í Strandasýslu, sem getið er fyrir skemstu í »Skbl«; Ljósavatns- skólinn hefir staðið 5 ár; Unglinga- skólinn á Núpi í Dýrafirði, unglinga- skólinn á Húsavík og á Isafirði og Orund í Eyjafirði 2 ár, og Seyisfjarð- arskólinn eitt ár. Allir hafa skólar þessir verið styrktir nokkuð af land- sjóðsfje. Enn um söngkenslu, Oóð og þörf er hugvekjan, sem stóð í Skólablaðinu síðasta (20. tölubl.) um söngkenslu í skólum. Qóð er hún fyrir þá sök, að greinarhöf. segir það eitt um sönginn, sem satt er og rjett og óþörf má hún ekki heita, ef á það er litið, að þeir eru ekki nema 9 kennararnir* á öllu laudinu, sem bera við að kenna söng. Ekki eru þeir nú margir, sem leggja hönd á þann plóg, — það væri synd að segja. En þeim fjölgar. — Við hverju er líka að búast! Pað hefir ekki þótt mikils við þurfa hingað til, til að kenna börnum sæmilega. Og hver var svo sem að fást um það, þö að þeim væri ekki kendur söngur. Alt gat nú blessast fyrir það. Pað er skiljanlegt, þó að þeir menn hugsi svo, sem aldrei hafa fengið neina nasasjón af söng. Hitt er kynlegra, að mönnum, sem hafa lært (!) hann árum saman og taldir eru með mentuðum mönnum, skuli þykja það óhæfa, er heimtað er af börnum, að þau kunni nokkur einföld lög við alkunn ættjarðar- kvæði. Eitthvað er bogið við það. Já, þvílík líka ótaæfa! Margt hefðu Norð- menn sjálfsagt getað kent börnum sínum þarfara, að þessara manna dómi, en að syngja: »Ja vi elsker dette Landet«. Og margt hefðu Finnar getað gert þarfara og betra til viðhalds þjóðerni sínu, held- ur en að syngja svo, sem þeir hafa *) Farkennarar. Ritstj.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.