Skólablaðið - 19.02.1909, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 19.02.1909, Blaðsíða 6
18 börnum daglega, finna fljótt muninn á hópnum yfirleitt, ef um nokkurn mun er að ræða, þótt hans gæti lítið hjá hverjum einstakling. Og því var ein- mitt svo háttað hjer. Hópurinn allur yfirleitt hafði gott af fundunum. Hann vaknaði dálítið og margir foreldrar með honum. Petta var árangurinn og vjerteljum hann góðan. Pökk sje því öllum þeim, körlum og konum, sem hafa sótt fundina og gert sjer far um að skilja tilgang þeirra rjett. Vjer búumst við að geta haldið skemtilegri fundi næsta vetur og vonum líka að þeirverðifjölmenn- ari, því fjöldi þeirra, sem ekki sóttu þá í þetta sinn, eru einmitt vinir skól- ans, og virða mikils alla viðleitni, er stefnir að því að hann nái tilgangi sínum sem best. Þess var getið í Skólablaðinu í fyrra (30. apr.), að skólabörn í Vestmanna- eyjum hefðu »stigið fram á leiksviðið* og að þeim hefði áskotnast nokkurt fje til þess að koma upp handa sjer bókasafni fyrir. það gleður oss að geta sagt frá því, að nú eiga þau fast að 100 bindi af góðum bókum, og því með, að þau hafa ekki látið bæk- urnar sínar mygla á hillunum í vetur af brúkunarleysi. Bókaverðir eru þrír úr hóp barn- anna sjálfra, þeir halda bók yfir útlán og endurskilun bókanna, sem fer fram tvisvar í viku hverri. Þeim ferst það mjög vel úr hendi og reglulega. Petta litla bókasafn hlytur að verða skólanum mjög mikill styrkur á ýms- an hátt er fram í sækir, og er þegar orðinn. St. Sigurösson. (§1 <© Til athugunar. Fuglaverndunarfjelagið »Svalan« í Danmörku, hefir nýlega sent barna- skólakennurum þar i landi skjal nokk- urt, með þeim tilmælum,að þeirfestu það upp, á þeim stað í skólanum, sem öll börnin gætu sjeð það daglega. A íslensku hljóðar skjal þetta hjer um bil á þessa leið: Verið góð við dýrin. 1. Munið eftir því, að vjer þurfum að vera góðir til þess, að geta orð- ið hamingjusamir. 2. Vjer getum sagt til þegar eittnvað amar að oss, en dýrin ekki. Leit- ist, sökum þess, við að vernda hin mállausu dýr. 3. Neyttu krafta þinna og yíirburða á rjettan hátt og gættu þess, að vera rjettlátur. Góður og sam- viskusamur maður telur það sóma sinn og geymir á þann hátt hjarta sitt. 4. Rændu ekki eggjum fuglanna og skjóttu ekki unga þeirra. Taktu eftir iðni þeirra, umhyggju og starf- | SKÓLABLAÐIÐ semi. Sjá, hve foreldraástin er sterk hjá þeim eldri, og hve hlýðn- ir hinir ungu eru. 5. Gef fuglunum fæðu þegar snjórinn þekur jörðina á vetrardegi, svo þeir geta ekki sjálfir aflað hennar. 6. Eigir þú að gæta dýra, þá mundu eftir því, að gefa þeim fæðu sína á rjettum tíma. 7. Gættu þess ennfremur að halda húsum þeirra hreinum, og hleypa þeim út á rjettum tíma. 8. Ef þú notar Ijós í húsum dýranna, þá farðu varlega með það, annars getur það viljað til, að þú kveikir í húsinu og dýrin deyi kvalafullum dauða. 9. Tak tillit til hinna auðvirðilegustu dýra. Ef snígill liggur á götu þinni, þá stíg ekki ofan á hann, heldur gakk til hliðar. Ef þú sjer dýr í nauðum statt, þá hjálpa því, ef þú getur. 10. Fylgir þú þessum reglum, gjörir þú gott verk og velþóknun guðs mun hvíla yfir þjer. Að þóknast guði og gjöra hans vilja gefur oss ánægju og góða samvisku. Af hinum mörgu og erfiðu verk- um kennarans, er það eitt, að glæða rjettlætistilfinningu og kærleika í brjóst- um nemenda sinna. Og ekki aðeins rjettlætistilfinningu og kærleika, sem nær til mannanna, heldur jafnframt til dýranna. Á voru kæra kalda landi, eiga þau, frekar en víða annarsstaðar, við marga erfiðleika að stríða. því fremur er þcss þörf, að vjer þekkjum og viðurkennum skyldur vorar gagn- vart þeim, og kostum kapps um, að láta þeim líða svo vel, sem oss er auðið. Hingað til höfum vjer ekki alment, uppfylt sanngjarnar kröt'ur í því efni. Og alt það, sém miður fer, verðum vjer að laga. Vil eg svo óska að allir þeir, sem unglingafræðslu hafa á hendi vildu gæta þess, að sá fyrst og fremst fræi hins viötœka kœr- leika í barnshjartað. Nái það rótfestu, mun það síðar bera marga góða og fagra ávexti. Askov 9. jan. 1909. Jóh. Porsteir.sson. f Jónas Olafsson. Þeir eru ekki margir, barnakennar- arnir til sveita hjer á landi, sem stöðv- ast hafa um lengri tíma við barna- kenslu, og fer það að líkindum. At- vinnan hefir ekki verið svo glæsileg. Jónas Olafsson, bóndiáMýrum í Miðfirði er einn af þeim þrautseigu. 1882 byrjaði hann, og hefir á hverju ári kent börnum síðan; hann hefir þá aldarfjórðunginn rúman að baki sjer við barnafræðslustörf. Æfisagan með líkum dráttum og margra annara einstæðinga og um- komulausra í æsku hjer á landi að undanförnu: löngun til náms og menningar, en engin tæki til að full- nægja henni á þeim árum, sem best eru til þess kjörin. Lærir tilsagnar- laust að skrifa, éignast reikningsbók og landafræði um fermingu, en sótt- ist lítt námið til tvítugsaldurs. En »var þá svo heppinn, að heimiliskennari var tekinn þar sem hann átti heima;. lærði hjá honum í 3 mánuði. Síðan einn vetrartíma hjá presti til að læra íslensku og — Dönsku.« Pá er tal- in öll skólafræðslan. En nú hefir hann sjálfur verið kenn- ari rúman aldarfjórðung, og svalað mentunarþorsta fjölda barna; hefir eignast talsvert af kensluáhöldum, haldið stöðugt áfram að menta sig sjálfur, og er vel látinn kennari. Læt- ur lítið yfir sjer. Er ókvæntur og barnlaus. Jónasar var í æsku freistað til ferðar vestur um haf, en bann stóðst þá freistingu; kaus heldur að vinna heima. — Hefir eignast jörðina Mýrar og búið þar búi sínu síðast liðin 7 ár, en kent þó stöðugt á vetrum;, lengst af lítið í aðra hönd fyrir það starf annað en meðvitundin um að hafa unnið þarft verk. En jörð sína hefir hann bætt, og það fær hann væntanlega vel borgað. $iálf$í«ði$metnaður og ábríf danskrar tunðu heitir þörf og tímabær hugvekja í »ísafold« (23. jan.) sem rjett er að vekja athygli þeirra manna á, er hlut eiga að máli. Bað er notkun dariskra kenslu bóka við hinn almenna mentaskóla sem höf. einkum gerir að umtalsefni, og lögeggjan að taka upp islenskar í staðinn, og í annan stað vítir hann þann ósið að tala að óþörfu Dönsku við þá útlendinga, sem hjer eru bú- settir. Norðurlandaþjóðirnar eru auðugar að góðum kenslubókum, sem velja má úr, og vérð á þeim lágt sakir þess, hve mikið selst af þeim annar- staðar. Hjer er vandinn meiri að afla sjer góðra kenslubóka. Freistingin því talsverð að nota hinar útlendu. En, góð áminning er í grein þessari gef- in kennurum hins alm. mentaskóla, að semja bækur, hver í sínni náms- grein, og reyna að koma þeim út.. Hepnaðist samning bókanna vel, væri tilvinnandi að borga þær hærra verði en hinarútlendu. Jafnvel með landsjóðs- styrk til útgáfu þeirra yrði verðmun- ur þó nokkur að líkindum. Hver af kennurum skólans vill verða fyrstur til að semja kenslubók í sinni námsgrein? Dönskuhjalið við útlendinga kemur víst ekki beinlínis af þjóðræknisskorti, nje »undirlægjuástríðu«, heldur af hlægilegum andhælishætti.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.