Skólablaðið - 19.02.1909, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 19.02.1909, Blaðsíða 7
/ Heyrt hef eg bankastjórann í fsl. banka ávarpa islenska banka-starfs- menn á góðri og gildri íslensku, en hann fjekk svai á — Dönsku! Hreinn óþarfi að vera að þessu Dönsku-babli til að geðjast þeim Dönum, sem hjer eiga heima. Þeim er eigi þægð í þvr Pvert á móti. Þeir vlija víst allir læra íslensku, og láta taia íslensku við sig. Það er svo stutt — fáir áratugir — síðan Rvík var eins mikið dönsk eins og íslensk, að það getur ekki talist ónáttúrlegt að eitthvað eymi eftir af Dönskunni í tali; en það þarf að hverfa! * ^ (§jr Kennarafjelag í Vestur-lsafjarðarsýslu. Fyrir nokkru hefir komið til mála að stofna kennarafjelag fyrir Vestur-ísafjarðar- sýslu. Nú 39. desember síðastl. hjeldu kenn- araó þar fund með sjer á þingeyri. Mættir voru 6 kennarar. Nokkrir fleiri eru starfandi kennarar í sýslunni, en sökum ýmsra annmarka gátu þeir ekki verið við staddir. Aðalverkefni fundarins var stofnun kennarafjelags fyrir v/estur-Isafjarð- arsýslu; voru þegar samin lög fyrir það, að mestu sniðin eftir lögum kennara- fjelags Gullbringu- og Kjósarsýslu. Tilgangur fjelagsins er, að efla sam- vinnu og samtök milli kennara sýslunnar til að bæta mentun alþýðunnar og hlynna að hagsmunum kennnaranna bæði andlega og líkamlega. Til framkvæmda á þeim tilgangi, að menta alþýðuna, eiga meðlimir þess svo oft sem þeir sjá sjer fært, að halda fyrir- lestra uni uppeldisfræðisleg efni, og leið- beina mönnum við fræðslu barna. Eink- anlega var byrjunarkensla heimilanna höfð þar fyrir augum. Fjelaginu var ljóst, hve mikilsvert það væri, að börnin fengju viðunandi undirbúningsmentun áður en hin lögskipaða fræðsla byrjaði, og hvað heimilsfræðslunni væri þar í mörgu ábóta- vant. Eftirlit með heimilisfræðslu ber fræðslu- nefndum að hafa á hendi, en engin sann- girni er, að ætlast til að þær einar bæti úr þeim skorti, sem er á fullnægjandi heimilisfræðslu. Par er þá einnig starf- svið kennaranna, og fjelagið vill því starfa að því, eftir megni, að leiðbeina við þá kenslu, eftir þvf sem ástæður leyfa, þótt hæpið sje að þeir geti haft eins víðtæk áhrif og æskilegt væri, sökum strjál- bygðar og kensluanna þeirra sjálfra. Aðalfund heldur fjelagið í jólaleyfinu ár hvert, en auk hans tvo aðra — haust og vor — við byrjun og lok hvers skólaárs. fnntöku í fjelaglð fær hver, karl eða kona, sem hefir eða hefir haft atvinnu við kenslu, hvorí heldur við fasta skóla eða SKOLABLAÐIÐ 19 í fræðslunjeraði. Fjelaginu stjórna þrír menn: formaður, ritari og fjehirðir. For- mannskosningu hlaut Björn Guðmundss. Starfa vill fjelagið eftir fyrirkomulagi því, er vakir fyrir umsjónarmanni fræðslu- málanna Jóni Þórarinssyni, að hið íslensk; kennarat'jelag — eða sambands- þing f þess stað, — verði miðstöð allra kennarafjelaga út um landið; en eigi sá það (fjelagið) sjer fært, að þessu sinni, að senda fulltrúa á ársþing hins íslenska kennarafjelag næsta vor. — — — — Þótt eigi sjeu mörg kennarafjelög rnynd- uð út um landið og samtök meða' kenn- ara því eigi öflug, enn sem komið er, þá er vonandi að þar er fræðslulögin nýju eru komin til framkvæmda muni þeir af kennurunnm, er eigi hafa hugsað um kennara fjelagsskap, vakna til um- hugsunar og sjá verðmæti slíkra fjelaga. Orðið gæti það einnig hagur fyrir þá, er kenslu stunda í fræðsluhjeraði og eigi hafafengin sjerstaka tilsögn í kenslustarfinu, að ganga í slík fjelög. Og þótt strjálbygðin sje vondur agnúi á samvinnu vor kénnara, þá ættu þó fjelögin að geta dafnað með einbeittri at- orku og fórnfúsum áhuga. Einn aðal- fundur ætti þó víðast hvar að geta orðið á vetri hverjum; ættu fjelögin að geta búið við það, ef hver meðlimur starfaði ótrauður að tilgangi þeirra þar fyrir utan. Ef eitthvert verk á að vera vel unnið, þurfa allir verkamennirnirnir, er að því starfa að vera samtaka, og því samhentari sem þeir eru, þess betur og fljótar vinst verkið. Og margt lærist þá, sem hverjum ein- stökum var dulið. Sannarlega ættu kennarafjelögin aó geta verið slíkt samheldnis- og framþróunarafl, til að þroska kennarana og starf þeirra. Víst eru til þeir erfiðleikar, er rísa sem ógnandi brotsjóar, sem alt vilja niður brjóta, en — þá er einnig gott að sjá að »lognborð skín á afgrunns öldum«. Verkið er mikið, sem vinna þarf, en vinna hið góða er best. Og engin ósk mun vera ríkari hjá stofnendum hins nýja fjelags en sú, að það mætti verða öflugur liður í þeirri keðju, sem vonandi tengir oss alla saman til að vinna að blessunar- ríkustu og mikilvægustu starfsemi þjóðar vorrar. Einn af stofnendum. fr- Um samvinnu Meðal kennara skrifar Porst. Friðriksson kennari á Eystri Sólheimum Skólablaðinu. Háttv. höf. afsakar, að greinin kemur hjer ekki öll. En þetta er meðal annars í henni: — — — Vjer kennarar tinnum, ef til vill, sárast til þess af öllum, hve það er afar slæmt að vera sundraðir, °g geta ekki tekið höndum saman, þegar mest á liggur. En þetta er kennarastjettinni sjálfri að kenna. Kennararnir hafa verið hálf sofandi; þeir þafa ekki haft dáð í sjer til að vinna saman; látið reka á reiðanum, en nú dugar ekki lengur að hver bauki í sínu horni — -- Starf- ið er svo áríðandi, að vjerverðum að hafa auga á hverjum fingri. Fræðslu- lögin nýju gera meiri kröfur til þekk- ingar barnanna, og þá auðvitað um leið meiri kröfu til kennaranna. En strangari kröfur til undirbúningsment- unar kennarastjettarinnar gefa henni líka rjett til hærri launa. Betri borgun gefur hvöt til að leggja nokkuð á sig óg leggja nokkuð í sölurnar af fje og tíma. — — — Efnalega sjálfstæður maður vinnur meira gagn en sá, sem er upp á aðra kominn. Starfsþolið og viljakrafturinn veiklast við efnalegt ósjálfstæði í hvaða mynd sem það er. — — Kennarar mega ekki eigi við bágari kost að búa en aðrir, sem verða að leysa áríðandi verk afhendi. Reir lifa ekki af loftinu fremur en aðrir. — — Störf kennaranna eru eins áríðandi og störf prestanna; eru að sömu leyti hin sömu; eru að öllu leyti eins vanda- söm. Enginn öfundar prestastjett- ina, eða sjer ofsjónum yfir launum þeirra. — — Þó gæti verið freisting til samanburðar. Prestarnir kosta nú meiru til undn- búningsins, en verk þeirra eru ekki vandasamari. Krafan um hærri laun handa kenn- urum leiðir til þess að heimta verð- ur meira af þeim. Peir þurfa að halda áfram að menta sig; þurfa að eignast bækur og lesa stöðugt. »Fram- haldsmentun handa kennurum« þurfa þeir að sækja, og neyta allra ráða til að menta sig sem best. Eitt ráðið til þess er fjelagsskapu r Iíkt og ritað hefir verið um í »Skóla- blaðinu«. Smá fjelög í sveitunum, með fulltrúa þingi einu sinni á ári munu gjöra mjög mikið gagn. Og svo ættu kennarar að heimsækja hver annan, þegar hægt er og leiða saman hesta sína um kensluaðferðir og alt sem þar að lýtur. Kennarafjelög þurfa að vera í hverri sýsiu, og halda fundi svo oft sem þau geta. Á sambandsþinginu, sem á að halda í Reykjavík einu sinni á ári, hittast kjörnir fulltrúar frá öllum smáfjelögunum. Par ræða þeir öll sín áhugamál, og kynnast reynslu og skoðunum hver annars. Petta hlýtur að leiða til góðs. Um þetta hefir verið rætt í »Skólabl.«, en góð vísa er ekki of oft kveðin. — — — P. F. Svar til G. J. 1. Kaupbætinn fáið þjer, þegar þjer sendið andvirði blaðsins og burðargjald fyrir kaupbætinn.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.