Skólablaðið - 15.03.1909, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 15.03.1909, Blaðsíða 1
Skolablaðið. Þriðji argangur. 7. tbl. Kcmur út tvisvar í mánuði. Kosiar 2 kr. á úri. ${eykjavík 15. marte. Auglysingaverð: I kr. þuml. Afgr. Reykjavík. 1909. Kostnaðargrýlan. Eitt hið handhægasta ráð, og um leið hið áhrifamesta, til þess að tefja fyrir verklegum framkvæmdum er það að telja mönnum trú um, að það sem gera skal, kosti of mikið. Það auki svo mjög gjaldbyrðarnar, að ekki verði undir risið. Pað er eðlilegt að efnalitlir gjald- endur hlusti á slíkar ræður. En einmitt þessvegna eru þeir menn háskagripir í mannfjelaginu, sem veifa kostnaðinum óspart framan í gjaldendnr til að gera þá hrædda við framkvæmdir, sem þjóð- fjelaginu eru lífsnauðsynlegar, þó dýrar sjeu. Þeir, sem amast nú mest við fram- kvæmdum lýðfræðslulaganna, . halda kostnaðargrýlunni mjög á lofti. Þeir prjedika það óspart, að fræðslulögin nýju leggi svo þungar byrðar á gjaldendum þéssa lands, að þær verði óbærilegar. Það virðist því nauðsynlegt að leggja niður fyrir sjer, hver kostnaðurinn verður. Ekki svo að skilja að það hafi ekki verið gert áður. Það var gert þegar verið var að undirbúa fræðslulögin, og það hefir verið gert síðan. Og það mun reynast, að lög þessi eru sniðin svo eftir efna- hag þessarar þjóðar sem frekast var kostur, úr því að hugsað var til að nokkur rjettarbót ætti að verða í lög- gjöfinni. Það var og efalaust nauð- synlegt, því að hjer þurfti mjög á því að halda, að synda svo milli skers og báru, að gjaldendur tækju hinni nýju breytingu með velvilja. Þetta hefir nú tekist að því leyti, að margir hreppar á landinu hafa tekið þessum lögum mjög vel, og þykir góð rjettar- bot í þeim. f»að eru þeir hreppar, sem þegar voru byrjaðir að skipa fræðslumálum sínum í fast lag áður en lögin komu, og vantaði ekki nema hentug lagaákvæði til að styðja sig í viðleitninni. Þeir höfðu þegar lagt á sig nokkur gjöld til andlegs uppeldis börnum sínum, og það fult eins mikil og fræðslulögin gera ráð fyrir, sumir hverjir. Þeim bregður því ekkert við þessa löggjöf; hræðast minsta kosti ekki kostnaðargrýluna. En ýmisl.egt getur þeim þótt að lögunum alt um það. En við því mátti búast að þau yrðu ekki óaðfinnanleg svona í fyrstu gerð. Hvaða kostnað leggja þau þá á hvern hrepp þessi nýju lög? Hann fer auðvitað eftir því hver leiðin er farin. Heimavistarskóli fyrir öllbörnhrepps- ins á skólaaldri.um 6 mánuði ársins er dýrasta leiðin. Slíkur skóli vel úr garðigerður, er efalaust ofureflíflestum hreppsfjelögum landsinsaðsvo komnu. En hugsanlegur er heimavistarskóli með ódýrara fyrirkomulagi. Hreppur, sem hefði t. d. 60 börn á skólaaldri, gæti komist af með heimavistarskóla sem rúmaði aðeins 15 börn, eða */? allra barnanna. Stæði slíkur skóli í 8 mánuði, gætu 60 börn fengið kenslu í honum í 4 hópum, 15 börn í einu, og hvert barn fengið tveggja mánaða kenslu. Styrki landsjóður byggingu hússins verulega, þá verður rekstrar- kostnaður slíks heimavistarskóla mörg- um hreppum ekkert ofurefli. En þætti heimavistarskóli frágangs- sök fyrir kostnaðar sakir, þá er að hverfa frá þeirri hugmynd og halda farskóla, þar sem ekki er auðið að koma við heimangönguskóla sakir strjálbygðar; það mun víða til sveita verða úrræðið, sem gripið verður til. En farskólinn verður mjög mismunandi dýr eftir því, hve langan tíma hvert barn á aó njóta kenslu á ári hverju, og eftir því hve stór hreppurinn er. í sumum hreppurn mundi einn kennari ekki geta kent öllum börnum á skólaaldri, nema húsakynni væru svo hentng að hópa mætti börnin á 3-4 staði, og það með því að koma fleiri eða færri af þeim fyrir utan heimilis. En þó að staðhættir leyfðu það, að flest öll börn eins fræðslu- hjeraðs gætu hópast þannig saman, þá skortir víðast hvar húsnæði. Skóla- hús þarf því að reisa, eða kenslustofu, og dugar jafnvel ekki ein, heldur þarf að reisa tvær, eða jafnvel þrjár í sama hreppi. — Setjum svo, að reistar væru 3 kenslu- stofur í sama fræðsluhjeraði, þá væri þó vel hugsanlegt, að einn kennari kendi í þeim öllum, t. d. sína vikuna í hverri, og gangi milli þeirra ásunnu- dögum; væri þá hugsanlegt ,að öll börn i hreppnum. á skólaaldri fengju tveggja mánaða kenslu, eða meira, samtals á vetri. Venjulegur heimangönguskóli verð- ur óvíða reistur í sveit; strjálbýlið of mikið til þess ; það er þó mögulegt á einstöku stað; en þær sveitir standa þá eins að vígi og kauptúnin og sjávarþorpin, og er því ekki meiri vorkun en þeim. Fjórða aðferðin er að ráða kennara til eftirlits með heimilisfræðslunni; sú aðferðin er kostnaðarminst, að lík- indum. Kostnaðinn er erfitt að áætla svo að ékki geti skakkað nokkru, er til framkvæmdar kemur; en tilraun má gera. /. Heimavistarskóli handa 15 börnum: Hús (til kenslu og íbúðar fyrir 15 börn, ráðskonu og kennara) 4500 kr. Þar af styrkur úr landsjóði 1500 — 3000 kr. Árskostnaður 1. af húsinu (renta, afborgun etc.) gæti þá verið........300,00 2. Kennaralaun.....500,00 3. Kennsluáhöld.....10,00 4. Hitun o. fl......90,00 árskostnaður úr hreppssjóði Kr. 900,00 Hjer við bætist svo áriegur kostn- aður við heimavistir barnanna, sem jafnaðist niður á aðstandendur þeirra. Hann mundi varla verða minni en 50 aurar á dag fyrir hvert barn, eða 30 kr. um tveggja mánaða tíma (ráðs- konumata og kaup meðtalið). //. Farskóli. 2 kenslustofur handa 15 — 20 börnum hvor......3000,00 Styrkur úr landsjóði . . . 1000,00 2000,00 Ársk.: 1, af húsinu . . . 200,00 2, Kennaralaun, hús- næði etc. . . . 312,00 3, Kensluáhöld . . 10,00 4, Hitun og ræsting 78,00 Árskostnaður úrhreppssj. Kr.: 600,00 Hjer við bætist kostnaður á þá einstaka menn, sem ekki geta látið börn sín ganga til kenslustaðanna heiman og heim, fyrir vist þeirra á kenslustaðnum, eða í nágrenni við hann. Fyrir þau sveitabörn, sem koma þyrfti fyrir, lendir meðgjöfin auðvitað á hreppsjóði, og yrði það þá auð- vitað aukakostnaður fyrir hreppssjóð.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.