Skólablaðið - 15.03.1909, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 15.03.1909, Blaðsíða 2
26 SKOLABLAÖIÐ ///. Eýtirlit með heimafrœðslu: 1, Laun eftirlitskennarans í 26 vikur......kr. 156,00 2, Meðgjöf með kennaran- um í 26 vikur, °i05 pr. dag.......- H8,30 3, Kensluáhöld .... - 5,00 Árskostnaður úr hreppsjóði — 278.30 Pó að ekki sje áskilið. að eftirlits- kennari eigi að hafa kensluáhöld, er hjer gert ráð fyrir 5 kr. kostnaði á ári til áhalda; hjá því verður ekki komist að hafa dálítið af áhöldum. Frá þessum árskostnaði hreppsjóð- anna verður nú að draga landsjóðs- tillagið til kenslunnar, sem ekki er gott að vita hvað mikið verður; en mætti gera ráð fyrir að það yrði til heimavistarskólans 300 kr., til farskól- ans 200 kr. og til eftirliís með héima- fræðslu 100 kr., þá yrðu ársgjöld hreppsjóðanna þannig: 1. til heimavistarsk.. . kr. 600,00 2. - farskólans .... - 400,00 3. — eftirl. með heima- fræðslu.....- 178,30 Heimangönguskólum, eins og þeir eru reknir í kauptúnum og sjóþorp- um samkvæmt fræðslulögunum, er hjer slept, með því að engin ráða- gerð mun vera íim það að stöðva rekstur þeirra, enda mundu gjaldend- ur kauptúnanna og sjóþorpanna ekki taka þeirri ráðsmensku með þökkum. Pó að kostnaðaráætlun þessi sje ónákvæm, og ekki beinlínis til að byggja á, þá gefur hún nokkra bend- ingu um hvað fræðslulögin heimta. Pað sem er áreíðanlegt og ábyggi- legt er þetta: farskóla má halda samkvæmt lögunum fyrir c. 600 krónur á ári, eða að frádregnum landsjóðsstyrk, fyrir c. 400 kr., og eftirlitskennara má halda fynr c. 300 kr. á ári, eða að frádregn- um landsjóðsstyrknum fyrír c. 200 kr. á ári, eða jafnvel minna. Er þá í raun og veru ástæða til að fresta framkvæmd laganna sakir kostnaðarins ? Hvert fræðsluhjerað, eða hreppur verður að sníða sjer stakk eftir vexti. Par sem eínin eru ekki til þess að velja dýrari leiðina, þar kjósa menn auðvitað hina ódýrari fyrst í stað að minsta kosti, og reyna fyrir sjer, hvort takmarkinu verður ekki náð þann veg. Fæstum hreppum mun, sem betur fer, reynast ofvaxið að halda eftirlits- kennara, eða jafnvel farskóla sem kostnaðarminstan. En þó að einn, eða örfáir hreppar á landinu væru í raun og veru ófærir um að bera þessar byrðar, — er þá samt sem áður rjett að gera þá kostnaðargrýlu úr fræðslulögunum fyrir alt land, að mönnum fallist hugur og að jafn- vel þeir leggi árar í bát, sem um mörg undanfarin ár hafa kostað öðru eins, eða meiru til barnafræðslu sinn- ar, en lögin bjóða? Heyrst hefir, að því muni verða hreyft á yfirstandandi þingi, að fresta framkvæmd á fræðsiulögunum nú þegar, — og þá aðallega fyrir þá sök, að þau leggi gjaldendum óbæri- legar byrðar á herðar. Má vel vera að sumstaðar mælist vel fyrir þeirri umhyggju fyrir »velferð þjóðarinnar«, en hitt er eins víst, að mikill hiuti þeirra manna, sem meta mentun barna sinna svo mikils að þeir vilji yfirleitt leggja nokkuð á sig fyrir hana, munu ekki verða þakklátir fyrir þá ráðstöfun. Pví síður munu niðjar vorir blessa þá menn, sem að þarf- lausu kefja niður vaknandi áhuga nú- lifandi kynslóðar á mentamálinu. Hvaðan kæmi og þessu þingi um- boð til að gera nú þegar ónýtar gjörðir síðasta þings í þessu máli? »Þjóðin« hefir ekki gefið umboð til þess. Ein eða tvær vanhugsaðar blaðagreinir eru þó vonandi ekki nóg ástæða til þess að alþing þjóti upp til handa og fóta til að umturna eða eyðileggja ársgamla löggjöf um eitt allra merkasta mál þjóðarinnar, og það áður en nokkuð verulegt er til- reynt um það, hvernig löggjöfin muni gefast í framkvæmd! Lögin sjálf gefa leyfi til frests á öllum framkvæmdum til 1910, eða 1911. En samt sem áður hafa um 20 hreppar þegar samið og fengið staðtesta fræðslusamþykt fyrir sig, og flestir þeirra hafa þegar í vetur hag- að kenslu samkvæmt hinum nýju fræðslulögum. Nokkur ný skólahjer- uð eru stofnuð, og reglugjörðir stað- festar fyrir skóla í þeim. Víða ann- arstaðar eru fræðslunefndír kosnar og eru einmitt í vetur að semja fræðslu samþyktir sínar; þær eru að því á sömu augnablikunum og einstakir þingmenn eru að bollaleggja það, að eyðileggja framkvæmd fræðslulaganna! Væri það ekki rjett, að alþing í vetur Ijeti óhreyft við þessum lögum og lofaði þjóðinni að hugsa sig um þann tíma, sem fræðslulögin sjálf gefa henni til umhugsunar, til 1911? Komi það þá í Ijós, að lögin sjeu óframkvæmanleg — sem meðal ann- ars fæst bending um af því, hve margir hreppar þá hafa ráðstafað barnafræðslu hjá sjer samkvæmt lög- unum — þá virðist nægur tíminn til að taka ákvörðun um frestun þeirra. Áhrif farkenslunnar og skólakensl- unnar á hcimilisfræðsluna. Árið 1897 sendi hið íslenska kennara- fjelag prestum, próföstum, kennurum og öðrum mönnum ýmsum nokkrar spurn- ingar viðvíkjandi lýðfræðslunui í þvítrausti að svörin gætu orðið til stuðnings við undirbiíning þess máls undir væntanlega löggjöf um lýðfræðslu landsins. Frá eitthvað kringum hundrað manns komu meira og miiuia rækileg svör, og frá sumum þeirra allítarleg umsögn um öll aðalatriði málsins Spurningarnar voru 12, og ein þeirrar var þessi: Álitið þj'er, að umgangskensla og skólakensla dragi (yfir höfuð) úr heimilisfræðslu. eða eflí hana? Það er nú nógu fróðlegl að sjá, hvernig athugalir og gagnkun íugir menn, svo sem prestarnir, svara þessari spurningu, til samanburðar við ýmsa dóma um það at- riði sem einatt er kastað fram í blaða- greinum, þar sem einn segir að farkcnsl- an styðji heiiniliskensluna, en annar að hún eyðileggi hana. Svörin hjá prestunum verða mjög svo sundurleit. Margir svara spurningunni að vísu ekki beinlínis. Sumir segjast ekki geta gefið beint svar. Farkennarinn kenni aðallega skrift og reikning, sem heimilin hafi alment ekki getað kent. Áhrif hans á lestrar- og kristindóms- kenslu heimilanna verði ekki sjeð, o. s. frv. En einir 35 svara spurningunni svo, að farkenslan efli heimakensluna, veki áhuga barnanna, glæði og áhuga for- eldranna. Alíka margir svara henni svo, að far- kenslan dragi úr heimilisfræðslnnni heim- ilin treysti of mjög upp á kennarann og leggi svo sjálf árar í bát. Margir sem svara svo, láta þess getið, að þetta sje að vísu óeðlilegt, og ætti ekki svo að vera; gera sjer og von um, að það breytist með tímanum á þann veg, að góð sam- vinna takist með kennurunum og heim- ilunum. Af hverju mundu nú stafa þessir mjög svo mismurandi dómar? Eflaust af því að prestarnir hafa kynst mjög svo mismunandi kennurum: Oóður farkennari gerir ekki einungis að auðga börnin að þekkingu, og vekja fróðleikslöngun hjá þeim, heldur vekur hann og áhuga foreldranna og bætir þann veg heimilisfræðsluna þar sem hann kennir bæði beint og óbeint. — Margra góðra grasa kennir annars í svörum presta til kennarafjelagsins. Margt af því, sem fyrir þeim vakir 1897, varð að lögun 1907, svo sem auknar kröfur þekkingar barna, sjermentaðir kennnarar, farkennari í hverri sveit þar sem föstnm skóla verður ekki við komið, hluttaka sveitanna í stjóm fræðslumálanna og, fjárreiðu til þeirra, almenn opinber próf o. s. frv. Pað má óhætt telja þessar spurningar kennarafjelagsins og svör áhugasamra presta upp á þær, einn þáttinn í undirbúningi hinna nýju fræðslulaga, og hann ekkert óverulegan. Þeir lögðu þar margir góð- an skerf prestarnir; sumir af miklum skilningi á mentatnálinu. Aðrir góðir menn styggjast ekki af því, þó að einn sje nefndur til dæmis. Sjera Kjartan Helgason (þá prestur í Hvammi í Dölum) segir meðal annars: »Fræðsla æskulýðsins hefir á síðustu ár- um tekið talsverðum framföruni . . Umferðarkennarar hafa komið að góðu liði, einkum að því er snertir uppfræðslu

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.