Skólablaðið - 15.08.1909, Qupperneq 3

Skólablaðið - 15.08.1909, Qupperneq 3
hefur í skauti sínu. Sýna þeim blóm- in sem spretta á túnunum og í kring um bæina og litskrúðið sem skreytir hagana og fjallahlíðarnar, og benda þeim á lækina, lindirnar, árnar og vötnin. Og er enginn tími ársins eins vel til þess fallinn sem vorið að vekja ást barnanna á náttúrufegurðinni. Jafnhliða því sem mæðurnar reyna að hafa áhrif á fegurðartilfinningu barnanna þurfa þær að innræta þeim sannleiksást og góðmensku við afla: bæði menn og skepnur. Koma inn hjá þeim meðvitund um það hvað það sje fagurt og leiði gott af sjer að segja æfinlega satt frá öllu og sýna öllum viðkvæmni. Pegar börnin komast á þau ár að þau eru farin að leika sjer, þá sjáum við, ef við veitum því eftirtekt, að það koma fram mjög mismunandi til- finningar hjá þeim. Hjá suinum koma fram drottnunargirni og ágirnd og fleiri ókostir. En þá þurfa mæðurn- ar að áminna þau og benda þeim á hvað það er, sem þau verða að var- ast í framkomu sinni. Því ef börnin fá að koma fram í leikum eftir eigin geðþótta og hafa það um hönd sem ljótt er. þá mun það loða við þau, og koma fram hjá þeim þegar þau eru orðin fullorðin. Aftur sjer maður oft góðar tilfinningar, samhug og dreng- lyndi koma fram í leikum þeirra. Og eiga þá mæðurnar að styrkja þau í þeirri framkomu, og haga leikum þeirra þannig að þau geti sem oftast sýnt hvað í þeim byr. Enda segja marg- ir merkir uppeldisfræðingar að fátt sje jafn hentugt sem leikir barnanna til þess að hafa áhrif á þau, bæði til að innræta þeim það sem gott er, og að bæla niður það sem Ijótt er í fram- komu þeirra. Jafnframt því að leikir barnanna geta verið þýðingarmikið hjálparmeðal til þess að ala þau upp og beina vilja þeirra og skynjun í rjetta átt, er gott fyrir mæðurnar að hafa sögur til þess að hafa áhrif á börnin. Undir eins og börnin fara að fá vit, þykir þeim mjög gaman að heyra sögur og biðja sífelt mæður sfnar að segja sjer sög- ur. Og þá er það að mæðurnar éiga að grípa tækifærið og segja þeim þann- ig lagaðar sögur sem hafa góð áhrif á börnin, bæði á fegurðartilfinningu og siðferði þeirra ogeinnigviljastefuu og dómgreind. Þeim stundum sem varið er til þess, þeim er vel varið. Og þær munu seint gleymast bæði mæðrunum og börnunum. Endahafa margir fullorðnir menn sagt að þeir hefðu aldrei lifað ánægjulegri stundir en þær, þegar þeir hlýddu á sögur hjá mæðrum sínum. Svo mjúk áhrif og ógleymanieg geta smásögur haft á sálarlíf barnanna. Menn segja líklega sem svo aðþað sjeu fleiri en mæðurnar sem hafa áhrif á börnin, og er það rjett. Bæði feður þeirra og heimilisfólk hefir áhrif á framkomu barnanna. En samt eru iþau áhrif ekki eins sterk og þau sem SKÓLABLAÐIÐ mæðurnar geta haft á þau. Enda er það líka skylda þeirra að sporna við öllu því á heimilinu sem getur haft vond áhrif á börn eða unglinga. En það er því miður of oft að sú skyldu rækni sem sumar mæður sýna í þá átt, ber lítinn árangur af því að hver höndin er upp á móti annari, og heimilisfólkið og aðrir rífa niður, það sem mæðurnar byggja upp. Það játa allir að til þess að heim- ilislífið geti orðið ánægjulegt, þá þarf að vera friður og samvinna milli allra á heimilinu, því annars vilja verkin fara í óreglu og verða ófullkomin og illa af hendi leyst. Petta á ekki síst heima um uppeldisstarf heimilanna. Pví til þess að það geti farið vel verða allir að vera samstarfa í því að láta það fara vel. Einkanlega er það þó áríðandi að hjón sjeu sammála og vinni saman í því að ala upp börn sín. Þau verða að tala sig saman um þær aðferðar sem þau álíta bestar til þess að alla börnin vel upp, og einnig að ráðgastum hvaða framkomu þau verða að hafa við hvert barn út af fyrir sig, því þau verða að haga uppeldisfræðslunni eftir lundarfari og einstaklingseðli barnsins. En því er ver og miður að sam vinna hjónanna hvað snertir uppeldi barnanna fer oft miður úr hendi en ætti að vera. Því það kemur oft fyrir að annað fóreldri leyfir börnunum að gjöra eitthvað, sem hitt hefir strang- lega bannað þeim. Og þá er ekki von á góðu. Börnin vita ekki hverju á að hlýða og ekki hvað rjett er, og þá tapa þau auga á hinu rjetta, og jafnframt hverfur virðingin sem þau eiga að hafa fyrir boði og banni for- eldra sinna. Jafn hættulegt er það, þegar feður eða mæður, banna börnum sfnum aðra stundina og refsa þeim fyrir ef þau óhlíðnast því, en leyfa þeim hina stundina að gjöra það án þess að átelja þau fyrir það. Þannig löguð framkoma skemmir börnin stórkost- lega. f*au vita ekki hvað þau eiga að gjöra. Vita ekki hvað er rjett eða rangt, og tapa svo þar af leiðandi meðvit- undinni og virðingu fyrir áminning- um foreldra sinna. Og er þá uppeld- ið komið út á þær villigötur, sem erfitt verður að beygja af aftur, og koma því í rjett horf. Það er gott að eiga góðan föður, en samt er betra að eiga góða móður. Enda er það oftast svo að börnum þykir vænna um mæður sínar en feð- ur. Er það ekki nema von, því eins og heimilislífinu hefir verið háttað hjá okkur, þá hafa mæðurnar átt miklu meira yfir þeim að segja en feðurnir. Og hafa því haft miklu meiri áhrif á þau en þeir. Pau áhrif sem góðmóð- ir hefir á börn sín eru óútreiknanleg. Fyrstu frækornin sem sáð er í hjarta barnsins koma frá móðurhjartanu og þau eiga að þroskast ogglæðastund- I ir verndarvæng móðurinnar. 67 ‘ , Barnssálinni hefir oft verið líkt við óskrifaðan pappír hvítan og hreinan. En það er hlutverk þeirra fullorðnu að gefa þeim fyrstu forskriftina í lífs- bók þeirra, þá forskrift sem börnin eiga að haga sjer eftir, þá fyrirmynd sem þau eiga að hafa fyrir augum á æskuárum, já, jafnvel álla æfina út. Og þá skilja það allir hvaðr það er nauðsynlegt að það sje vel gjört sem þar er sett. Ög það er vanalega hlut- verk mæðranna að gefa börnunum fyrirmyndina. Það eru þær sem inn- ræta börnunum fyrstu lífsreglurnar, og það eru þær sem þau taka sjer oftast til fyrirmyndar. Hugsið ykkur því þá miklu ábyrgð, sem hvílir á herðum mæðranna gagn- vart börnunum. Það eru þær sem hafa í höndum sjer lykilinn að framtíð- ar velferð þeirra, og hafa mest áhrif á það hvort þau verða að nýtum mönnum í þjóðfjelaginu, hvort þau verða — sjálfum sjer og öðrum að því gagni sem þau geta orðið. En því er ver að íorskriftin sem börnin fá, er ofí óvönduð. Fyrir- myndin sem þau liafa fyrir augunum er ekki góð til þass að vekja hinar góðu tilfinningarhjá þeim. Allir muna hvað eitt skáldið okkar segirumBók- ina sína. »Eg fjekk þig svo ungur á fjarlægri strönd og fyr en eg kunni að lifa; og á þjer var hvervetna annara hönd því óvitar kunna’ ekki að skrifa. En oft hef eg hugsað um ógæfu þína og alia sem skrifuðu í bókina mína«. Já það er grátlegt að hugsa til þess, hvað margar mæður gefa börnunum sínum vond eftirdæmi, og ala þau upp í agaleysi og hirðuleysi. Og verða þannig oft og tíðum orsök í því að þau verða að óláns mönnum alla sína æfi. Að vísu munu þær gjöra það í hugsunarleysi, því öllum mæðrum mun þó liggja á hjarta vel- ferð barna sinna. En þekkingarleysi þeirra, og vont uppeldi hefir blindað augu þeirra, svo þær sjá ekki hvað er hættulegt fyrir hið andlega uppeldi barnanna. En það er þetta hugsunarleysi sem þarf að ávíta þær fyrir og vekja eftir- tekt þeirra á því hvað ábyrgðin er mikil sem hvílir á þeim, og að þær veröi að athuga framkomu sína bæði til orða og verka, og hvað það er sem þær verða að varast að gjöra þegar börn þeirra eiga hlut að máli. Pað er enginn efi á því að lang þýðingamesta verkið sem stúlkurnar leysa af hendi er uppeldi barnanna. Og sjá því allir hvað það er afar áríðandi að leysa það verk vel af hendi, því undir því er komin heill og hamingja þjóðfjelagsins. Það er því sannarlega nauðsynlegt að veita stúlkum sjermentun í uppeldisfræði. Og það er hlutverk húsmæðraskólans að veita þeim þá mentun, því hún er lang þýðingarmest allra sannrar þekk- ingar. F*ví þótt það sje gott fyrir

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.