Skólablaðið - 01.04.1911, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1911, Blaðsíða 5
—^ SKÓLABLAÐIÐ jHT- Nu er því svo varið víða í sveitum að stórbagi er að því að ekkert samkomuhús er til — það stendur beinlínis öllu félags- lífi fyrir þrifuni. Það sem sveitirnar eiga að gera, er að byggja á hentugum stað í sveitinni hús tii kenslunnar nægilega stórt til að rúma 12—15 börn, með sérstöku herbergi fyrir kennara og eina þjón- ustustúlku. Mætíi sennilega fá það bygt á einhverjum þeim stað, þar sem heimihð gæti fyrst uin sinn hgt til að nokkru leyti svefnhús fyrir fleira eða færra af nemendunum svo ekki þyrfti að byggja alt í einu. Og væri þetta hús bygt úr steinsteypu, gætu sveitarbúar komið því upp án þess að finna nokkurn hlut til útgjalda við það — þyrfti ekki að borga út fyrir annað en aðkeypt efni. Ungmenna- ’félögin hafa sýnt þetta. Þau hafa bygt hús til samkomu með því að hver og einn hefur lagt til ofurlítið frá sér fyrir efni og svo hafa féiagarnir unuið að því hver og einn án endurgjalds og þannig hafa húsin komist upp hjá þeim »fátæku og smáu« •án tilsiyrks frá þeim sem meira megna Þessi Iiús væru svo tilvalin samkomuhús fyrir sveitirnar og þó þau fæn ekki með því beinan arð - peninga inn á hvert einasta heimili. — Þá gæti margskonar félagsskapur vaxið upp af samkomunum og fundurn, sem í þeim yrðu haldnir—en sem •annars yrðu aldrei haldnir fyrir húsleysi Svo hugsa eg mér að hver sá er börn léti í farskólann legði á borð með þeim, yrði svo haft félags mötuneyti. Hvernig yrði þá með mjólkiua? Þyrfti þá ekki að kaupa hana? Ja nei nei! Því mætti koma fyrir á marga vegu. Best litist mér á það að sveitin ætti 2 kýr sem væru hafðar þarna á Vetrum, gætu svo bændur tlutt fóður handa þeim þar að sumr- inu eða keypt það þar nálægt ef þeir vildu það heldur. Hygg eg að komast nrætti að góðum kjöruin á hirðingu á þeim. Kýrnar mætti svo leigja út á sumrin. Hygg eg að með því móti gæti uáðst upp vextir af verði kúnna og nokkuð uppí af- borgun, Beini kostnaðuiinn við þetta fyrirkomulag yrði árlega: Kauþ kennarans og kaup matseljunnar svo og kol og olía. — Og liygg eg að engu sveitarfélagi yrði það ofvaxið með þeim styrk sem fæst til kenslunnar úr landsjóði. Fæðið tel eg ekki

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.