Skólablaðið - 01.04.1911, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.04.1911, Blaðsíða 9
JíKÓLABLAÐlÐ 73 bók Cleasby’s, en er mér er bent á það, sé eg að hití er rétt. 2. Orðið fyldur, sem eg rita svo í kveri rnínu, mun eiga að rita fUdur, því að það er samstofna orðinu feldur (t. d. loðfeldur), sem er skylt orðinu filla (fell). 3. Sögnin úreltast, sem eg tek upp og nefni á 60. bls. er afbökun af sögninni úreláast, en er þó orðin alltíð í tali. Það mun vera rétt að halda upphaflegu myndinni, þareð hún er líka mikið notuð enn. 4. Sögnin skylmast getur verið dregfn af skolmur, sem mun vera samstofna skolm. 5. Fleirtölumyndin ýtar getur verið dregin af ýtir. Það er ekki ósennilegt. Hinar aðtinslurnar eru allar rangar eða mjög vafasamar. Vil eg benda á hið helsta. Það gat ritdómandinn séð, að eg vissi, að flt. af brún (á auga) var brýnn (ekki brýn, eins og hann segir, því að það er þolfall.), en flt. brýr er orðin svo algeng, að eigi varð fram hjá henni gengið; enda er hún tekin upp í orða- bækur áður. Flt. brún<r er nú og til, en var alls eigi til í fornöld fremur en brýr. Hún er engu réttmætari, enda er hún minna notuð en flt. b<ýr. Það er hártogun að segja, að eg segi að sögnin heyja þýði að byrja. Eg segi að hún muni vera samstofna sögn- inni hefja (þát. hóf), sem þýðir að byrja (líka að lyfta), Hversvegna á fremur að rita ýlfra (af úlfur) en t. d. rauðbryskingur (af brúskur), sem ritdómandinn ritar svo sjálfur í þessum ritdómi? Hann ætti að rita rauðbrýskingur, ef hann vildi vera sjálfum sér samkvæmur. Þegar í fornöld er ýmist ritað ríta eða rita (þát, reit) Og ntaða, ritaðe. Þetta er enn á reiki, og er sögnin beygð ým- 'st rita reit eða rita ritaði. Ríta sést nú aldrei eða heyrist. Líkt er að segja um óreglulegu rr.yndina mazt (fyrir metist). Myndin er nú talsvert notuð og vel rithæf. Nú segir enginn maður heyrinkunnur, heldur heyrutnkunn- ur Báðar myndirnar eru notaðar í fornu máli. Heyrir er nafnorð og þýðir: heyrandi (— sá sem heyrir eða hlýðir á);

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.