Skólablaðið - 01.04.1911, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.04.1911, Blaðsíða 14
SKOLABLAÐIÐ 78 Nýjar bækur. ' Sögukver handa börnum ásamt nokkrum ættjarðarljóðum og kvœðum. Höf..- Bogi Th. Melsted. Kaupmh. 1911. Pá er kver þetta loks komið út, og mun margur kenn- ari fagni því, að fá eitthvað »í höndurnar« til þess að kenna nokkuð um merkustu menn vora, er lifað hafa á síðustu öldum. Pað barst oss, er blaðið var nær því full sett, og skal enginn dómur lagður hér á það, hvernig höfundurinn hefur leyst það vandaverk af hendi, að semja frásagnir um 20 merkismenn þjóðarinnar á 100 bls. svo að börn fái nokkurn skilning af þó að auðvitað megi gera ráð fyrir hjálp kennara. Pessir eru mennirnir sem kverið getur: Quðhrandur Þorláksson, Hólabiskup, Arngrímur jónsson, hinn lærði, tfall- grímur Pe'tursson, Árni Magnússon, Ski'di landfógeti Magnús- son, Jón Eiríksson, Eggert Olafsson,, Bjarni Pálsson, Björn Halldórsson, Magnús Stephensen, Bjarni Thorarensen, Baldvin Einarsson, Rasrnus Krístján Rask, Sveinbjörn Egitsson, Fjölnis- menn, Jón Sigurðsson, Jón Hjaltalín, Níels R. Einseu og Thora Melsted, fóstra höfundarins, og sú er veitti kvennaskóla Reykjavíkar forstöðu frá því hann var stofnaður og til 1906, eða í 32 ár. Myndir eru í kverinu af flestum þeim mönnum, sem sagt er frá, og er mjög niikil búningsbót að þeim. Skýrsla um bændaskólann á Hvanneyri 1909 1910. í eldri deild vóru 11 nemendtir, í yngri 14. Mjög ber skýrsla þessi með sér, að skólinn hafi tekið stákkaskiftum síðan Halldór Vilhjálmsson tók við honum. Áhaldasöfnin aukist og bókasafnið að niiklum mun. En það sem mest munar um, eru hin bættu húsakynni, þar sem skólinn hefur nú eignast nýtt, stórt og vandað skólahús. Það er ekki fuilgert, þegar skýrslan kemur út.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.