Skólablaðið - 01.07.1912, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.07.1912, Blaðsíða 6
SKOLABLAÐIÐ 1°2 þeim fjölgar, sem skilja það, að hún gjörir meira en að gefa börnunum hreyfingu, sem sveitabörn hafa annars ærið nóg af; að hún veitir nokkuð sem sveitabörn þarfnast og hafa gott af. Kennaraspjall.- Eftir Héðinn. II. Kensla- og skólasaga.— Mjög þarft verk ynnum vér kennararnir, ef vér tækjum oss nú til og söfnuðum drögum til kenslu- og skólasögu hver í sínu fræðslu eða skólahéraðr. — Það er um talsvert efni að ræða, því að all-langt er síðan að umgangskensla hófst í mörgum sýslum landsinns. — Það er mein að því, hve lílið hefir verið skrifað um skóla- sögu íslands í heild sinni. Það er helst lítið annað en það, sem Jón forseti Sigurðsson skrifaði í Ný Félagsrit (hvaða árg] man eg ei). — Þetta er því sárara, sem það hefir verið þjóðar- metnaður vor Islendinga, að telja oss »söguþjóð«. Engin þjóð á norðurlöndum mun nú hins vegar eiga jafnlítið rannsakaða f kóla — og kenslusögu, —eins og »söguþjóðin« sjálf! - »Því er úr doðadúr, drengir mál að hrífa sál«. Hér er verkefni fyrir kennarana, — sjálfkjörið mál til að vera áhuga- mál þeirra. — Að vísu má búast við því, að víða muni ganga tregt að afla upplýsinga um kenslusöguna fyrir 1880, eða svo er það hér, en þó er helst að reyna það nú — eða aldrei.— — Þessi fróðlegu og gagnlegu drög ætti svo að birta í »skóiablaðinu«. — — — — Annars ritaði jeg þessi fáu orð að miklu leyti í þeim til- gangi, að fi ritstj. Skbl. til að taka til máls um þetta atriði í blaði sínu. Myndi hann nú ekki vilja senda kennurum í öllum fræðslu og skólahéruðun Iandsins kveðju Quðs og sína, og biðja þá um drög í þessa átt? Það þyrfti helst að senda þeim fyrirspurnir um þau atriði, sem rnesi skifta máli, svo að trygging sé fyrir því, að eigi

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.