Skólablaðið - 01.07.1912, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.07.1912, Blaðsíða 1
SKÓLABLAÐIÐ -------------SSSSg------------- SJÖTTI ÁRGANGUR 1912. | Reykjavík, 1. júli. | 7. tbl. Náttúrugripasöfn »Sýna ¦ - en ekki cingöngu að segja«. Þessi setning kveður við um allan skólaheiminn, sérstakl. þegar rætt er um náttúrufræðiskenslu, og allir hlutaðeigendur viður- kenna hana — í orði að minsta kosti. Ætla mætti því, að hún væri líka viðurkend í verki. Hræddur er eg þó um, að lítið hafi orðið úr því víða tiér á landi, að minsta kosti áður en fræðslu- lögin gengu í gildi. Með fræðslulögunum voru lögboðin kenslu- áhöld, og þar með var kennurunum gjört hægra fyrir að gjöra kensluna hlutkenda. Var það vel farið. En — betur má, ef duga skal. Jafnvel þó að góðar myndir notaðar af áhugsömum kenn- ara gjöri kensluna stórum lífmeirí, þá hljóta þó söfnin — nátt- úrugripasöfnin — að verða miklu gagnsmeiri. Um önnur söfn ræðir hér eigi. Þá er og þess að gæta, að svo raunalega fátt er til af alíslenskum náttúrufræðismyndum, og eins hins, að náttúrufræðiskennarann vantar svo afar margar myndirtil kennslu sinnar, þrát't fyrir það, þótt lögboð um myndir séu til. Á þá við svo búið að sitja? Eða eru nokkur ráð til, sem vænleg séu? Eg hefi velt þessu talsvert fyrir mér, og hef kotnist að þeirri niðurstöðu að koma megi upp ofurlitlum vísi að náttúrugripasafni við alla skóla landsins með tiltölulega hægu móti, svo fremi að hið opinbera og kennara stéttin leggist á eitt. Það ætti að vera báðum hlutaðeigendum kær samvinna, ' því að það er eitt víst, að safnanna er hin fylsta þörf. Við skulum fyrst athuga um plöntusöfnin. Fáir munu þeir vera ísl. barnaskólarn- r, sem eiga plöntusöfn, og er þó hægast að afla sér þeirra- Fp- held ntí helst. að það stafi afar mikið af framtakslevsi kennar-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.