Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 2
130 SKOL.ABLAÐIÐ vísindi og listir haft íll eða góð áhrif á siðferði þjóðarinnar?« Þegar R. sá þessa spurningu fanst honum sem sér væri opin- beraður heill heimur hugsjóna og kenninga, og þetta tók hann sl kum heljartökum að hann gat í fyrstu ekkiannaðen — grátið! En svo fór hann að skrifa, — svara spnrningunni. — Skorin- ort skýrði hann frá skuggahliðum þjóðfélagsins og sýndi ótvírætt fram á, að hin svo kölluðu vísindi hefðu aðeins málað þær dekkri. Menn hefðu verið heilbrigðari og hamingjusamari á meðan þeir voru náttúru-börn, þessvegna væri réttast að nálgast þá lifnaðarháttu aftur. — Rousseau fekk verðlaunin. Skömmu síðar var sett upp önnur spurning til úrlausnar. »Hver er orsök stéttamismunarins?« R. svarar aftur: — Eignar- rétturinn er rót alls ílls. Sá sem fyrstur girti af jarðarskika sem sína eign, hann var þjófur! Sá hefði verið velgjörari mann- kynsins, sem rifið hefði girðinguna niður og sagt við meðbræður sína: Hlustið ekki á ræningjann! Ávextina eiga allir, en jörðina enginn. — Rousseau vann líka þessi verðlaun. Aðalverk Rousseau's eru annars: »Heloise hin nýja«: (La nouvelle Heloise), »Þjóðfélagssamningurinn« (Contrat social) og »EmiIe«. í hinni fyrstnefndu bók lýsir hann ást milli manns og konu og siðferðissterku heimilislífi. Það var kjaftshögg á ótrygðina og lauslætið. — í hinni næstu lýsir hann fyrirmyndar þjóðfélags- skipun grundvallaðri á frelsi, jafnrétti og bróðurhug. Bók þessi ýtti mjög undir stjórr.arbyltinguna miklu og varð þeim að fyrir- mynd, sem rétta vildu hið ranga og reisa hið fallna í hinu franska þjóðfélagi. — Hin síðastnefnda er aðaluppeldisrit Rousseau’s. í henni lýsir hann siðferðisþroska barna og lífi þeirra, sem nokk- urskonar einstæðri heild. Alt uppeldi verður þess vegna að miða að því, að hjálpa börnunum til að lifa sítiu lífi og þroskast á sinn hátt. Bók þessi kom hart niður á bókstafa- og barsmíðis- skólum Jesúítanna. Bókin var brend, og Rousseau varð að flýja land! Samtíðin var Rousseau ekki ávalt efíiriát. Nokkra sök átti hann á því sjálfur. Líf hans var ekki jafn göfug fyrirmynd og kenningar hans. »Þau ráfuðu« svo oft »í öfuga átt um æfi hans, kenning og verkin«, eins og skáldið segir um prestinn. En

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.