Skólablaðið - 01.12.1914, Qupperneq 5

Skólablaðið - 01.12.1914, Qupperneq 5
SKOLABLAÐIÐ 181 hver vísindi. En þetta heiur ferið öðruvísi. Flestir sem taka gagnfræðapróf, halda áfram í lærdómsdeildinni. þar þarf að setja stifliina. Inn í lærdómsdeild ætti aldrei að taka fleiri en 20—25 á ári, og engum bekk í þeirri deild skyldi nokkurntíma tvískifta; en nú er þeim öllum tvískift, og eru nemendur frá 14 og upp í 23 í hverri deild af sex, eða að meðaltali 33—34 í hverjum bekk. Eftir hverju á að fara þegar úr mörgum umsækendum er að velja til upptöku í lærdómsdeildina? þær reglur mun stjórn skólans og kennararnir best geta sett, og þær reglur þarf að setja. því að auk þess sem það er þjóðfélaginu óholt að skapaðir séu hópar af embættismannaefnum sem aldrei komast í embætti, þá verða að vera einhver takmörk fyrir því, hvað lærdómsdeildin má kosta. Hvað kostar hún nú fram yfir það sem þarf til að fullnægja þörfinni? Fullnaðarpróf barna. Oft hafa „Skólablaðinu“ borist fyrirspurnir út af fulln- aðarprófunum, því að einatt verður ágreiningur út af þeim milli kennara og prófdómara, eða prófdómara og aðstand- enda barnanna. í seinasta tölublaði skrifar einn prófdómar- inn um þetta mál. Barnaprófin eru vitanlega fyrirskipuð til þess að reyna að fá tryggingu fyrir því, að börnin læri það sem heimtað er. Annað ráð hefur ekki þótt vænlegra. En viðsjálsgripir eru þau, þessi próf, fyrir margra hluta sakir. Og vel þarf að fara með þau, ef trygging á að vera góð í þeim, og rang- læti þó aldrei beitt. það er vandi fyrir prófdómarann að rata meðalhófið; vera nægilega kröfuharður, og þó ekki um of. Vitnisburðirnir eru þó mesti ásteytingarsteinninn. Próf- dómararnir eru margir og misjafnir mælikvarðar þeirra. Um það bera prófskýrslurnar greinilega vott. Sumstaðar eru en- kunnirnar svo háar, að ekki nær nokkurri átt, og því ekk-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.