Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 2
178 SKOLABLAÐIÐ skólar orðnir tveir; en lærdómsdeiidin stendur uppi með undirbúning undir ambættismannaskólana. Nú var ýmsu spáð um aðsókn að þessum Reykjavíkur- skólum o: deildum hins almenna mentaskóla, bæði um það hve mikil hún yrði, og eins um það hvaða fólk og hvaðan af landinu sækti Reykjavíkurskólana. Margir héldu að eftir nokkur ár yrði öll embættísmannastétt landsins Reykvíking- ar, og þótti ilt til að hugsa. Hin nýja reglugerð kveður svo á, að þeir sem teknir verði í lærdómsdeildina, séu ekki eldri en 18 ára — nema þá með sérstöku leyfi stjórnarráðsins. þetta óttuðust menn að leiða mundi til þess að fáir aðrir en Reykvíkingar sæktu lærdómsdeildina, og auðvitað yrðu í gagnfræðadeildinni nær því eingöngu Reykvíkingar, því að drengir á 12 —15 ára aldri kæmu varla til náms til Reykja- víkur. En hver raun hefur nú orðið á þessu ? Aldrei hefur hinn almenni mentaskóli verið eins fjöl- skipaður og á þessum vetri; eru nemendur nú um 150, í lærdómsdeildinni 100 og í gagnfræðadeild 50. Af nemend- um lærdómsdeildarinnar munu nálægt 45 vera Reykvikingar, en 55 annarstaðar af landinu. En í gagnfræðadeildinni eru einir 10 utanbæjarnemendur, og er það af ýmsum ástæðum mjög svo eðlilegt. Af öilum nemendum skólans eru þá c. 85 úr Reykjavík og 65 annarstaðar að. Reglugerðar ákvæðín um aldurstakmark ti! lærdómsdeild- ar virðast því ekki hafa orðið til þess að bægja utanbæjar- nemendum til neins baga frá lærdómsdeild mentaskólans, eins og þeim hefur verið beitt; og þaö er tæplega ástæða til að óttast að þau muni verða það eftirleiðis. í blaðinu „Skinfaxi“ hefur nýlega staðið grein, sem ræðir um þá óheppilegu ráðstöfun, að eldri mönnum en 18 ára verði hér eftir meinað að ganga í lærdómsdeildina, og virð- ist greinarhöfundurinn byggja ummæli sín á því að héreftir verði engin undantekning gerð frá því aldurstakmarki, sem reglugerð skólans hefur að geyma. Vér höfum átt kost á að kynna oss brél stjórnarráðsins til rektors mentaskólans, sem þessi ótti mun vera sprottinn af. Má af því sjá að stjórnarráðið vill fara sem varlegast í að heimila undanþágur

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.