Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 6
182 SKÓLÁBL.AÐIÐ ert mark á takandi. Dæmi þess, að 17 börn taka próf; af þeim 6 fullnaðarpióf og fá öll 8 í aðaleinkunn; en áf hinum fjögur 8, en fimm 7 í aðaleinkunn. Vitnisburðina því oft sár- lítið að marka, og allra síst til samanburðar á þekkingu barna í ýmsum sveitum, af því að mælikvarðinn er svo misjafn. Nú mæla prófreglur svo fyrir, að barn, sem fær 4 í aðal- einkunn, hafi staðist próf. En þá er vitanlega gert ráð fyrir því, að barnið hafi numið allar námsgreinir, sem prófað er í, og geti því ekki komið fyrir, að það fái 0 eða jafnvel 1 í nokkurri grein. Leiði prófið það í ljós, að eitthvert barn kunni ekkert i einhverri þeirri námsgrein, sem skylt er að læra og prófa í, þá er sjálfsagt rétt að líta svo á, að það hafi ekki staðist próf, enda þó að það hafi 4 í aðaleinkunn. Próf- reglurnar gera ekki ráð fyrir O-frammistöðu; komi hún fyrir, er barnið fallið. Rétt hefði, ef til vill, verið, að taka upp í prófreglurnar ákvæði um það, að ekkert barn stæðist fullnaðarpróf, nema það hefði 4 í aðaleinkunn, og ekki lægra en t. d. 2 eða 3 i neinni grein. það hefði að líkindum gefið nokkra tryggingu fyrir því að engin einstök námsgrein yrði gersamlega van- rækt. En með reglum fyrir vitnisburðagjöfum er ómögulegt að búa svo um hnútana, að prófdómarinn geti ekki gert hé- góma úr öllu prófinu, ef hann vill. Tryggingin verður alt af í prófdómaranum og áSiti hans. — Engar reglur verða gefn- ar fyrir vitnisburðargjöfinni, svo að hún í allra prófdómara höndum gefi tryggingu fyrir því, að rétt sé dæmt um kunn áttu og þroska barnanna. það er sjaldan, að 14 vetra börnum sé neitað um fulln- aðarpróf; en kemur þó fyrir. Hitt er fremur að óttast, að börn séu látin sleppa með fullnaðarpróf, og skorti þó mjög þekkingu til að standast það að réttu lagi, bæði yfirleitt og í einstökum greinum. Er því miklu meiri ástæða til að hvetja prófdómara til að vera nægilega kröfuharðir, heldur en til hins, að vara þá við því. þar sem „prófdómari" (í seinasta Sklbl.) kvartar yfir því, að barn geti náð fullnaðarprófi án þess að kunna neítt í reikn- ingi, t d. að taka, þá má víst álíta, að það sé oftast á valdi

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.