Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.12.1914, Blaðsíða 10
186 sko'la blaðið Bókin er prýdd mörgum myndum til skýringar gróður- setningu, áhöldum o. fl. Hún kostar .u. 2.50. Skólasetningarræða 1. október 1914 Kœru börn! þá eruð þið nú komin saman í þessu húsi, aem á að vera ykkar annað heimili í vetur. Eg veit þið hugsið ekki með eins mikilli gleði til skól- ans af því þið þekkið mig ekki, en eigið góðum kennara á bak að sjá. Eg bið ykkur að geyma minningu hans í þakk- látum barna hjörtunum ykkur, en verið viss um að eg vil gera fyrir ykkur alt sem kraftar mínir leyfa; en á móti heimta eg hlýðni ykkar og barnslegt traust. þegar talað er um skóla, þá er það í flestra tilfinningu stofnanir, sem kenna einhvern fróðleik, kennararnir láta hann í té og nemendurnír veita honum viðtöku. þetta á nú einn- ig fram að fara hér, og eg vona börnin mín að hvert ykkar geri nú sKyldu sína og noti tímann í vetur til að læra sem mest. En meira þarf að gera. „Maðurinn iifir ekki á brauði einu saman“, sagði meistarinn mikli. Og maðurinn lifir heldur ekki á fróðleik einum saman, þó hann sé mikils virði það er eins og skáldið segir: „Að veraldarspekin sem veit ekki hvar er viskunnar upphaf er blaktandi skar“. Já, skólinn á að fræða, en hann á líka að gera nemend- ur sína að betri mönnum; og þegar um börn er að ræða þá á hann að takast í hendur við heimilin til að ala upp hinar óþroskuðu sálir barnanna. Og þá vil eg heilsa þeim foreldrum sem hér eru stödd og hafa fylgt börnunum sínum hingað, með því trausti til þeirra að þau undirbúi börnin sín undir skólagönguna. „því hvað má höndin ein og ein, allir leggi saman“. þið heyrðuð börnin mín að áður var sungið: „Ef sáð-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.