Skólablaðið - 01.03.1915, Side 16

Skólablaðið - 01.03.1915, Side 16
48 SKÓLABLAÐIÐ aö vera öðruyísi samið. Þaö hefði þurft, meðal annars, skýr- ingu um það, mjög víða, í hvaða merkingu orðin standa, hvort um eintölu er að ræða eða fleirtölu, o. s. frv. Án slíkra skýringa er barnið jafnnær, þó að það flet.ti orðinu upp og sjái í orðasafninu hvernig það er stafað þar. Barnið er í efa um, hvernig það á að skrifa nafnorðið elska (hvort heldur með e eða i). Það flettir upp í orðasafninu og finnur þar bæði il.sk.aog e l ska, og bæði orðin nafnorð. Það er því alveg jafnnær. Það er í efa utn, hvernig rita skuli sögnina benda; flettir upp og finnur benda og binda (s.). Á þvi græðir það ekkert. Það veit ekki, hvernig rita skal fleir- töluorðið b ö s 1; flettir upp og finnur bæði b ö s 1 og b u s 1, — og er jafnfrótt eítiri sem'áður, af þ.ví að orðasafnið gefur enga aðra skýringu en þá, að bæði orðin séu nafnorð. Slik dæmí mætti lengi háldá áfram að telja upp. Kverið úir og grúir af þeim. Þetta verður að télja aðal gallann á orðasafninu. Hinu var við að búast að í það slæddust orð, sem mörgum þætti óþarfi að nefná af þvi áð ekki verði á vilst, og aftur að í það vantaði orð, sem öðrum virtist ástæða til að nefna. Um slíkt má lengi deila. Nýtt barnaskólahús á Álftanesi. Álftnesingar hafa bygt sér nýtt og myndarlegt steinsteypu- hús á B j a r n a s t p ð u m, sem er skólajörð, gefin á sinni tíð af K r i-s’t.j á.n i Mathiesen á Hliði. Húsið var vígt og tek- ið til afnota eftir áramótin í vetur. Tvær eru kenslustpfurnar, og önnur ætluð til unglingakenslu. Þetta hafa Álftnesingar ver- ið að hafast að í vetur: reisa sér skólahús sem kostar yfir io þús. krónur, á sama tíma sem sumir vel stæðir hreppar í ágæt- is landbúnaðarhéruðum eru að klípa nokkrar vikur af kenslu- tímanum til að spara 30—40 kr. vegna striðsins og dýrtið- arinnar, Styrktarsjóður handa barnakennurum. Stjórn sjóðSins véitti að þessu sinni þremur kennurum styrk, 400, 300 og 100 krónur. Fleiri höfðu ekki sótt um styrk. Útgefandi: Jón Þórarinsson. — Prentsmiðjan Rún.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.