Skólablaðið - 01.08.1919, Qupperneq 3
SKÓLABLAÐIÐ
115
sem auðvitað var, að illir skólar gefist illa. Á hvern skóla
verður og að lita með hliðsjón af því lifi og þvi ástandi, sem
hann er vaxinn í. Alt ástand umhverfisins kemur fram
í barnaskólanum, án þess að vera hans sök, og án þess
að nokkur von geti verið til að nokkur skóli megnaði
að sporna við því til hlítar. Börnin bera með sjer forina
af götum hæjarins í skólann, málið, orðbragðið, hugs-
unarháttinn, umtalsefnin. Sannast það og ekki síst á
þeim, sem skólana sækja, að án er ills gengi nema heim-
an hafi. Og því er það, að þar sem barnaskóli gengur
hrapallega, og sje hann ekki því ver úr garði ger, þar
þarf árciðanlega ekki að gera ráð fyrir mikilli heimilis-
menningu eða merkilegri fræðslu á heimilum yfirleitt.
Skólarnir eru mjög misgóðir, en vist mundi undantekn-
ingarlaust taka vcrra við, ekki einasta um fræðsluna
sjálfa, hcldur og um allan aga og uppcldi barna, cf skól-
anna misti við; þar sem hvorugt gctur orðið öðru að
verulegu liði, skólinn og heimilið, þar er heldur ekki
við góðu að búast af heimilinu einu. Sá kosturinn væri
þvi næsta hæpinn, að leggja árar í bát um skólahaldið,
jafnvel þótt misjafnt gangi. Sumir tala að vísu um það,
að geyma börnin óskemd til • unglingsáranna og kenna
þeim þá. En hætt er nú við, að sú geymsla á sálargáf-
unum gæfist misjafnlega, ekki síst í slíku menningar-
leysi, að sæmilegur barnaskóli mætti ekki blessast. pað
er vísasti vegurinn til að gera börn að bjálfum, sem
aldrei geta neitt lært, ef námsgáfur þeirra cru vanrækt-
ar i æsku, þegar næmið er mest, eða ef þau fá alt of
litla andlega áreynslu. pað er hægt að skemma þau mcð
því, að ætla þeim of lítið, engu siður en með hinu, að of-
bjóða þeim. Og svo er það, t. d. um lesturinn, ekki óveru-
lcgra nám, að hann verður að læra í bcrnsku. Sá mað-
ur, sem ekki lærir vel að lesa á barnsaldri, verður aldrei