Skólablaðið - 01.08.1919, Síða 4
SKÓLABLAÐIÐ
xi6
læs, og auk þess ver talandi. Góð lestrarkensla er eina
hjálpin gegn illu málfæri og úrkynjun tungunnar. Og
þegar fjöldi heimila hregst í þessum efnum, hvað er þá
til ráða? Margt hefir rcynt verið þeim til hjálpar, og
verður flest að káki einu, nema helst fastir skólar. Og'
víst er það, og það er mjög mikilsvert, að barnaskóla
má stórbæta á skömmum tíma; það er að minsta kosti
vinnandi vegur. En að bæta heimilin yfirleitt að nokkru
ráði er öldungis ókleift, nema á löngum tima; það tek-
ur margar kynslóðir. Og góðir skólar eru einn mikils-
verðasti þátturinn til slikra menningarbóta, og bama-
skólarnir ekki hvað sist.
Almennir barnaskólar mega enn heita í bernsku, og
þeir gjalda þess eins að mörgu leyti enn í dag, að þeir
eru of mjög sniðnir cftir eldri skólunum, sem ætlaðir
voru fulltíða mönnum. Menn hafa yfirleitt gert sjer mjög
rangar hugmyndir um skilningsþroska barna og lítt val-
ið þeim námsefni eftir því, hvað best væri við þeirra
hæfi. Á síðustu áratugum hefir orðið stórkostleg breyt-
ing á þessu víða um heirn, þótt rannsóknum manna og
þekkingu á þessum efnum miði auðvitað stórum hrað-
ar en framkvæmdunum á að endurbæta skólana. jia r er
þungur róðurinn víða, svo að margur kennarinn er neydd-
ur til að breyta í mörgu móti betri vitund við starf sitt.
J>essu veldur ekki síst fjárþröng skólanna og kotungs-
háttur í öllu, vegna skilningsleysis manna á nauðsyn
þeirra. Sparsemi er að verðleikum lofuð, en stundum
er það og kölluð sparsemi eða hagsýni, sem í rauninni
er glæpsamlegt athæfi; sannast það of mjög á mörg-
um skólum, eins og fleiri slíkum stofnunum, sem horfa
til almenningsheilla, ef vel er, en tjóns og vandræða í
mörgum efnum, ef óviturlega cr með farið.
En aðfinslunum um barnaskólana er engu síður stefnt
að „góðu“ skólunum, „fyrirmyndar“-skólunum, eða að