Skólablaðið - 01.08.1919, Síða 6
ii8
SKÓLABLAÐIÐ
uriim hefir gleymt, hafi orðið honum að engu. Eins og
manni væri það t. d. einskisvert, að liafa lesið Landnámu
með góðri hjálp og sæmilegum skilningi, þótt hann kynni
hana ekki þaðan i frá.
Hlútverk barnaskólanna er auðvitað það, að sjá börn-
um fyrir þeirri kunnáttu, sem hverjum manni má teljast
ómissandi þegar á barnsaldri, svo sem er lestur, skrift
og almennustu atriði reiknings. En æðimikið af námi
barna má engu síður vera bundið við líðandi stund, þess
efnis að glæða athygli þeirra og skilning og' auðga hug-
myndalíf þeirra og fegra, eftir því sem auðið verður.
Börnin geta átt meira erindi i skólann en það eitt, að
sækja þangað nokkra mola af borðum þekkingarinnar;
skólinn á að vera, og getur verið, menningarstofnun, sem
hafi í sem flestum efnum bætandi áhrif á þá, sem hann
sækja, andlega og líkamlega, og sje hann það ekki, cða van-
ræki það hlutverk sitt, mishepnast honum líka að fræða.
pað er t. d. engu síður skólans verk að innræta barni al-
mennustu mannasiði, kenna því að snýta sjer, ef þörf
er á, — og það er næsta víða. Og góður barnaskóli bætir
alt umhverfið. T. d. hefir lækniseftirlit í skólum víða
hvar gerbreytt umhirðu á börnum, og þannig hefir skóla-
gangan á ýmsan hátt vakið margt heimilið og marga
foreldrana til meiri umhugsunar og metnaðar um þrifn-
að barna sinna og sóma.
Endurbætur í skólaskipun stefna nú ekki livað síst að
því, að auka verklcgt nám, eða sjá fyrir likamlegum
þrifnaði barnanna eigi siður en bókfræðslunni. Má þar
til nefna fimleika og böð og hreinlæti, íþróttakenslu,
húsverkakenslu fyrir stúlkur og margvíslega handavinnu-
kenslu. Og hversu ómetanlegur menningarauki má ekki
að slíku verða, þar sem sæmilega er á haldið?
(Frh.)