Skólablaðið - 01.08.1919, Qupperneq 7
SKÓLAULAÐIÐ
119
Uppeldi.
Eftir Steingrím Arason.
III. Iðnlistir.*
Þitt er mentað afl og önd, eigirðu fram að bjóða:
hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða.
Stephan G. Stephansson.
Til þess eiga skólar að vera, að kenna barninu listina að
lifa. Til þess aS ná þessum tilgangi, verður aö gefa því frelsi
til af lifa æskulífi sínu. Það þarf að gefa þvi þannig lagað um
liverfi, að þaS læri að nota huga og hönd i samvinnu við aðra
og að góðu takmarki.
Það er að sönnu mikilsvert, að kunna mikið og vita mikið,
en aðalatriðið er þó, að læra að nota þekkinguna, og þó er enn
meira vert, að fá þá afstöðu gagnvart meðbræðrunum, þjóðfje-
laginu, að hún knýi manninn til þess að nota þekkingu sína og
mátt því til gagns.
Verkleg notkun þekkingarinnar og sömuleiðis afstaöan við
fjelagslífið hefir verið vanrækt i skólunum og aðaláhersla lögð
á það að vita, stundum meira að segja á það að hafa eftir
orð án hugsunar.
Það er tiltölulega stutt síðan sú alda reis, að gera skólann
að þjóðfjelagsstofnun, þar sem þær venjur eru festar — með-
an tími er til — sem gera komandi kynslóö betri og hæfari
en þá, sem riú byggir landið.
Maðurinn getur ekki lært að verða þjóðhæfur, fjelagsnýt
* Með orðinu iðnlistir er hjer átt við listir þær, sem aðallega miða
að efnislegum notum, svo sem smí'ðar, saumaskapur, teiknun, leirbrensla
o. s. frv. Hliðskipaðar við þær eru fagrar listir, þær, er einkum stefna
r.ð því, að hrífa og glæða fegurðartilfinninguna, svo sem málaralist,
höggmvndalist, ljóðlist, tónlist o. fl. Hjer verður að sönnu engin greini-
leg takmarkalína dregin, því að iðnlistir geta verið fagrar og fagrar
listir nothæfar.