Skólablaðið - 01.08.1919, Qupperneq 8
120
SKÓLABLAÐIÐ
ur, nema hann fái a'ð lifa fjelagslífi. Maður lærir ekki að synda
á þurru landi.
Einu sinni var skóli bygður þannig, aö kennaranum var
ætlaöur staöur í miöju herberginu, og voru skilrúm á milli
barnanna, svo há, aö þau gátu ekkert samneyti haft. Tak-
mark skólans með þessu fyrirkomulagi var auðsjáanlega það,
að girða fyrir allan fjelagsskap meðal nemendanna.
Þó að þessu líkt fyrirkomulag eigi sjer ekki stað nú á dög-
um, þá er það altítt, að börn eru í skóla árum saman án þess
að vita hvað gerist í næstu kenslustofum.
Þó tíðkast nú sá siður víða í nýrri skólum, að hafa sam-
komusal í byggingunni, þar sem börnin úr öllum skólan-
um koma saman tvisvar i viku. Hafa þau þá búið sig undir
að lesa þar upp, halda ræður, syngja, leika litla sjónleiki o. s.
frv. Eru þessir áheyrendasalir einnig notaðir fyrir foreldra-
fundi, myndasýningar og allskonar samkomur; verður skól-
inn svo að miðstöð menningar og fjelagsskapar.
Það tíðkast og, að börnin búi sig undir að fara inn í aðra
bekki, til jsess að skemta og fræða; einnig bjóða þau hin-
um börnunum inn til sín, til þess að sjá þar leiknar sögur.
sem j>au hafa sjálf fært í leikbúning.
f kenslustundunum er lögð áhersla á sjálfstæða framkomu
í samvinnu og fjelagsskap. Börnin kappræða áhugamál sín.
Þeim er kent að finna að á vingjarnlegan hátt og ]>o!a að-
finslur; verður Jjað Jiví auðveldara, sem takmarkið er aug-
ljósara og sameiginlegra öllum hópnum.
Ekki er numið staðar við það, að koma á góðri samvinnu
og fjelagsskap innan skólaveggjanna. Skólinn er sameinaður
lífinu. Áhugamál eru flutt úr heimahúsunum og fjelagslífinu
inn í skólann, og úr skólanum út í lífið. Skólaástandið cr gert
j>annig, að börnin fá að taka þátt í viðlíka störíum og tlðkast
í umhverfinu; opnast þeim svo dyr inn á öll svið fjelags-
lífsins og þroskast skilningur þeirra á öllum þeim störfr.m,
sem Jíar eru framin, en jafnframt fá þau meiri áhuga á ]>eim.