Skólablaðið - 01.08.1919, Page 9
SKÓLABLAÐIÐ
X2I
Þau læra aö viröa öll þjóönýt störf og fá samúö meö öllum
stjettum og öllum starfsmönnum þjóðfjelagsins. Þau líta ekki
öfundaraugum á auömanninn, heldur virða þau hann fyrir að
hafa hrundið franx stórvirkjum. Þau fyrirlíta ekki verkamann-
inn, þótt hann sje óhreinn og illa til fara, því að nú skilja þau,
að hann tilheyrir sama fjelaginu og þau, og er að vinna því
gagn.
Alt virðist benda á það, aö í framtíðinni verði iðnlistir
megin-námsefnið í barnaskólunum. Er börnunum með því
opnað hlið inn að virkileika mannlífsins. Leik er smámsaman
snúið upp í starf, án þess að barnið viti af því sjálft. Verö-
ur þetta til þess að halda uppi áhuga barnsins og þaulsæknt
eftir nýjum fróðleik og vaxandi leikni. Ætti þetta að geta
komið i veg fyrir þá grát'egu staðreynd, að nemandi, sem
kemur í skólann brtnnandi af áhuga og tilhlökkun, verði
hundleiður á náminu eftir lítinn tíma, og verði þeirri stund
fegnastur, þegar hann má henda frá sjer námsbókunum, til
þess að oþna þær aldreí framar.
Þaö er mikill misskilningur, að æt!a að iðnlistir sjeu að
eins líkamleg æfing. Ef til vill cr ekkert námsefni hæfara til
að vekia sjálfstæða hugsun. En það mun besti mælikvarðinn
á alla kenslu, hve mikið er sjeð fyrir hugsun af nemandans
hálfu.
Iðn'istir eru nátengdar öllum öörum námsgreinum. Reikn-
ingsnám t. d. er ekki að eins að veita leikni i að fara með
tölur, heldur lifandi reynsluþekking á stærð, þunga og rúm-
taki hluta, og jafnframt verömæti þeirra. Ætti þvi reiknings-
námið að vera samfara mælingu og vigt. Hagfræði ætti einnig
að kenna. Sumstaðar er það siður, að börnin fari í skemtiferð,.
og er það einkurn til þess að afla þeim þekkingarundirstöðu í
'andafræði. Leggja þau þá fram aura til þess að kaupa fyrir
nesti. Er fyrst samræða um hvað kaupa skuli, síðan fara þau
sjálf í búð og kaupa til ferðarinnar. Eru slíkar kaupstaðar-
ferðir lifandi kensla í reikningi og hagfræði. Er vel þess vert