Skólablaðið - 01.08.1919, Side 10

Skólablaðið - 01.08.1919, Side 10
122 SKÓLABLAÐIÐ að vekja snemma athygli á verSmun eftir hlutfalli hans vi5 verðiS, en ekki eingöngu eftir upphæöinni; t. d. ef hlutur, sem vanalega er seldur á 5 aura, fæst fyrir 4 aura, a5 hugsa ekki sem svo, að hjer sje eins eyris munur, sejn öllum megi standa á sama urn, heldur, aö hjer sje að ræöa um 20% verð • mun. Samband iönlista viö landafræSi er auSsætt. Þar ætti a'ð byrja á því, sem börnin þekkja og nátengt er lífi þeirra, t. d klæðnaði. Börnin smiða vefstóla og vefa, og sauma sjer föt, prjóna o. fl. Þau uppgötva sjálf úr hverju fötin þeirra eru, ull, líni, baðmull, silki, o. s. frv., mismun á vetrar- og sumar- fötum. Þeim eru sýndar myndir af Eskimóum í skinnfötum, Afríku-negrum í fötum unnum úr viöi, o. s. frv. Út frá þessu fá þau þekkingu á ástandi manna í ýmsum löndum í sambandi við loftslag og önnur náttúruskilyrði. Á sama hátt má taka fyrir híbýli manna. Börnin fá aö starfa að hverju sem þau vilja í iðnlistastofunni. Mörg þeirra byggja sjer hús, stúlkurnar oft eldhús, og drengirnir hesthús og vagna- skýli. Stundum slá þau sjer saman og byggja stórhýsi, sem þau komast inn í sjálf, mála þau og vanda að öllum frágangi. Út frá þessu læra þau svo um híbýli annara þjóöa. Þá má taka fæðu- tegundir á sama hátt, jörð loft, vatn, o. s. frv. NáiS samband er milli iðnlistar og lestrar. Börnin lesa sögu og draga mynd- ir af hvaða atriði i henni sem þau vilja. Þau læra kvæði og sögur um ýnuan iðnaS ; vekur þaS virSingu þeirra og ást á störfunum. Ef til vill eru iSnlistir ekki tengdari neinni námsgrein en eSlisfræSi, þar sem börnin búa sjer til ýms smááhöld til til- í'auna. Dæmi eru til þess, aS drengir í Bandaríkjunum bú;i sjer til þráSlaus skeytasambönd. I einum skóla þar sá jeg marga mótorbáta, sem drengir í efsta bekknum höfSu búiS til. Var stór sundpollur inni í skólabyggingunni; höfSu þeir þar kappsiglingar og reyndu flýti bátanna. (Meira).

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.