Skólablaðið - 01.08.1919, Qupperneq 11

Skólablaðið - 01.08.1919, Qupperneq 11
SKÓLABLAÐIÐ 123 Alþýðufræðsla um uppeldismál. A aðalfundi Hins íslenska kennarafjelags 1917 var samþykt áskorun til Alþingis, um að veita fje til alþýðufyrirlestra um upp- «ldismál, í líkingu við alþýðufræðslu stúdentafjelaganna. J7ing- ið tók þessu vel og veitti þegar 500 krónur á ári í þessu skyni, með því skilorði þó, að % fyrirlestranna væru haldnir í sveit, og að ekki yrði greiddur ferðakostnaður af fje þessu. Stjórn kennarafjelagsins á að annast framkvæmdir málsins. Fyrir svona lítið fje er auðvitað ekki hægt að fá menn til að fara fyrirlestraferðir, og er heldur ekki til margskiftanna, ef sæmilega skyldi borga. En fjelagsstjórnin gerði í fyrra ráðstaf- anir um fyrirlestra allvíða um land, en sumstaðar varð ekki úr framkvæmdum, ýmsra orsaka vegna. J?ó er þess ekki getið að fyrirlestur fjelli niður fyrir það, að ekki væri sótt. pessir menn hafa haldið fyrirlestra árið 1918, samkvæmt skýrslu kennarafjelagsins: Magriús Helgason, skólastjóri (um barnakenslu og samvinnu heimila og skóla) í Hrepphólum og að Húsatóftum, fyrir miklu fjölmenni á báðum stöðum. (Fyrri fyrirlesturinn var sjerprentað- ur og sendur öllum skóla- og fræðslunefndum; síðari fyrirlest- urinn birtist í Skólablaðinu í vetur leið). Helgi Hjörvar kennari (um nauðsyn andlegrar menningar og kjör kennara og menningarfrömuða) á íþróttamóti á Hvítár- bökkum, að Kolbeinsstaðakirkju í Hnappadalssýslu og í Stykkis- hólmi, sömuleiðis fyrir miklu fjölmenni. Asmundur prestur Guðmundsscn (um barnssálina og þroska hennar) að Helgafelli og í Stykkishólmi, fyrir hátt á 2. hundr- aði áheyrenda. Snorri Sigfússon, kennari á Flateyri, (um sálarþroska barna, heimili cg skóla) að Holtskirkju í Onundarfirði. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir (um kensluaðferðir dr. Maria Montessori) á Grund í Eyjafirði, að Reistará í Arnarnesshreppi

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.