Skólablaðið - 01.08.1919, Síða 13
SKÓLABLAÐIÐ
að leita sér lækninga viö innvortis meinsemd, er hann haföi
gengiö meö lengi. Holskuröur var reyndur en dugöi því miður
ekki, og ljest Ketill á Landakotsspítala 6. maí 1918. 14. s. m.
var hann jarösettur i kirjugaröi Reykjavikur aö viöstöddu fjöl-
menni, og lagöur í sömu gröf, sem vinur hans, og fyrverandi
sveitungi, Tryggvi bóndi Guðmundsson, haföi veriö jaröaöur
í fáum dögum áöur. Vandamenn og vinir hafa reist beim þar
hautastein.
Ketill sál. haföi gert kenslu aö aöallífsstarfi sínu og hans
seinasta verk í banalegunni var aö arfleiöa barnaskóla Kirkju-
hvammshrepps aö mestum hluta eigna sinna.
Uröu þaö rjettar 4000 krónur, er komu i hlut skólans, og
má þaö teljast allveglegur stofn. Fræöslumálastjóra er falið
í arfleiösluskránni, aö gera skipulagsskrá fyrir sjóöinn, og
mun hún verða birt almenningi á sínum tíma.
Ketill sál. var kominn af hinni alkunnu ætt Hrólfs sterka
lögrjettumanns á Álfgeirsvöllum, sem margir munu kannast viö.
*
Þetta eru í sem fæsturn orðum helstu æfiatriði Ketils sáluga.
Hann var fyrir margra hluta sakir merkur maöur. Þaö er gott
að minnast hans á þeirri flysjungsöld og framhleypnis, sem
nú lifum vjer á. Stiltur, gætinn, þjettur á velli og þjettur
í lund, þrautgóöur og tryggur. Honum var kenslan og barna-
uppeldiö alvörumál, eins og alt, sem hann lagöi hönd á. Dán-
argjöf hans ber þess greinilegt vitni, aö hugur hans og hjarta
fylgdi skólastarfinu. í arfleiösluskránni segir svo, að sjóönum,
sem stofnaöur er með henni, skuli variö til bókakaupa handa
unglingum, sem lúka fullnaðarprófi viö barnaskóla þann, sem
hann haföi unniö við. Hann vildi halda áfram að gróöursetja
góöar hugsanir eftir sinn dag, og betra veganesti gat hann
ekki kosið unglingunum en góöar bækur. Hugsunin er fögur
og góö til eftirbreytni fyrir aðra.
G. + J-