Skólablaðið - 01.08.1919, Qupperneq 14
I2Ó
SKÓLABLAÐIÐ
Skólar.
(Úr skólaskýrslum 1918—19 flest).
Eiðaskólinn. GuSgeir Jóhannsson, kennari í Vík, er ráðinn
aSstoSarkennari að EiSum, settur fyrst um sinn, og er sú ráð-
stöfun í samræmi viS það ákvæði í launafrumvarpi stjórnar-
innar, að enginn geti fengið veitingu fyrir kennaraembætti við
æðri skólana, nema hann hafi fyrst verið settur til að gegna
því, í eitt ár að minsta kosti.
Þessir sóttu um stöðuna aðrir: Arnór Sigurjónsson, Guð-
mundur Ólafsson frá Sörlastöðum, Magnús Björnsson f. rit-
stjóri, Ólafur Kjartansson úr Vík, Sigurður kennari á Hóluns
Sigurðsson og Þórir Guðmundsson frá Gufudal.
Guðgeir er bóndason úr Grafningi, en fóstursonur Þorláks
alþingismanns í Fífuhvammi og þeirra hjóna, tók kennara-
próf 1912 en dvaldi við nám í Englandi og ferðaðist um Sviss
og Þýskaland sumarið 1913. Hann hefir staðið fyrir hjeraðs
skóla Vestur-Skaftfellinga í Vík og Þykkvabæ, og hvarvetna
getið sjer hinn besta orðstír.
Endurreisn Eiðaskólans er fyrsta rækilega sporið á sjálf-
sagðri framtíðarbraut: að reisa. hjeraðaskóla, þjóðleg höfuð-
ból, sem ungmennum sveitanna þyki meiri fremd að sækja til
en í sjóþorpin. Það er því mikils um vert, að þessum skóla
farnist vel. Og það er fylsta ástæða til að gera sjer bestu vonir
um skólann í höndum þeirra manna, sem hann er nú falinn,
Mentaskólinn. í honum voru í vetur leið 144 nemendur, er
flestir voru, en rúmir 20 heltust úr lestinni frá hausti til vors.
Nemendur voru álika nrargir i gagnfræðadeild og lærdóms-
deild, en i bekkjum flestir í n og 4., og var þeim báðum skift
í tvent. Gagnfræðaprófi luku 20 skólanemendur og n utan
skóla, en stúdentsprófi 29, 17 skólanemendur og 12 utan skóla,
og höfðu allir verið í lærdómsdeildinni áður, en 8 af þeinr lokiö
5. og 6. bekkjar nárni á einum vetri. Elsti stúdentinn var 27