Skólablaðið - 01.08.1919, Side 15

Skólablaðið - 01.08.1919, Side 15
SKÓLABLAÐIÐ 127 ára, flestir um tvítugt, en tveir ekki fullra 17 ára. í stúdenta- hópnum var engin kona í þetta sinn. — 25 luku inntökuprófi í 1. bekk í skólalok. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Þar voru 93 nemendur síö- astliSinn vetur, og- luku gagnfræðaprófi 22, auk 2 utan skóla, en 14 inntökuprófi í skólalok. KostnaSur í heimavistum varS 2,87 kr. á mann á dag, (en eldsneytiskostnaður var þvi nær enginn, kolin gefin af einum manni). Um sókn aö skólanum segir skóiameistari í skýrslu sinni: „ÞaS er eins og unglingunum og aöstandendum þeirra miklist engir erfiSleikar, þegar um skólasókn er aö ræöa. Ætti þessi mentunarþrá æskulýösins aS vera þingi og stjórn nægileg hvöt til þess aS leggja alt kapp á aS gera skólana svo úr garði, aS þar væri eitthvaS verulegt aS græSa til þjóöþrifa.‘‘ Flensborgarskólinn. Nemendur voru 54, en einir 6 luku l^urt- fararprófi. Skólinn misti tvo kennara í vetur var, annan, Lárus Bjarnason, aS Akureyrarskólanum, en hinn, sjera Janus Jóns- son, vegna veikinda. En guSfræðideild Háskólans hljóp drengi- lega undir bagga og sendi skólanum þá Ingimar Jónsson, stud. theol., og Freysteinn Gunnarsson, guSfræSikandídat, og þóttu báSir eiga gott erindi aS skólanum. BáSir hafa þeir og lokiS kennaraprófi viS kennaraskólann. Kvennaskólinn. Þar voru yfir 90 námsmeyjar, þa-' af 24 í hússtjórnardeildinni. 48 voru nýjar, en mörgum varS aS synj.v aSgöngu. 15 tóku burtfararpróf. Leikfimi, söng og hjúkrunar- kenslu hefir orSiS aS fella niSur 2 síSustu ár, en 1. bekk í 3 ár, „þar eS hagur skólans var svo þröngur". Blönduósskólinn. ÞaS kom til orSa í vetur, aS breyta hon- um í almennann alþýSuskóla, en hitt varS þó aS ráSi, aS halda honum áfram í sama sniSi, og hefir veriS auglýst eftir tveimur kenslukonum aS skólanum. Eins og gerist um slíkar auglýs- ingar eru kjörin ekki freistandi, en kröfurnar þó allharSar. Út af þessu flytur kvennablaSiS „19. júni“ þarflega hugvekju, ber saman auglýsingarnar um kjör kenslukvenna og síldar-

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.