Sovétvinurinn - 01.07.1934, Qupperneq 3

Sovétvinurinn - 01.07.1934, Qupperneq 3
[Sovét vi nurin n] Sovétríkin 11 ára. Eftir H. Berger. 6. júlí 1923 tók Aðalframkvæmdanefnd Sovétríkj- anna ákvörðunina um hið nýja stjórnarfyrirkomu- lag, SanrJtand liinna sósíalistisku sovétlýðvelda. Ein- göngu formsatriði? Svo kynni þetta að koma mörg- um manninum ntan Sovétríkjanna l'yrir sjónir, því að fjölmargir eru þeir, sem enn í dag tala aðeins um »Rússland« — einnig í hópi sovétvina. Og var þó sovétstjórnskipulagið verulegur áJangi í hinni þjóðernislegu frelsispólitík, sem hafin var með rúss- nesku byltingunni undir forustu Lenins. 1 augum liinna fjölmörgu þjóðerna rússneska keisaradæmisins var orðið »rússneskur« einmitt tákn kúgunarinnar. Rússneska yfirdrottnunarstefn- an leitaðist við að bæla niður með valdi sérmenn- ingu hinna ýmsu þjóðerna. Hún bannaði notkun margra þjóðtungna, svo sem eistnesku, lettnesku, lítáisku og hvítrússnesku og kyrkti með því þróun þeirra og stöðvaði. Ukranir, þessi fyrirmannlega, gamla menningarþjóð, voru 1 fyrirlitningarskyni nefndir Litlu-Rússar, og rússneska keisararíkið við- urkenndi tungu þeirra ekki. Og í Asíu varð Rúss- inn aldrei annað en embættismaðurinn, illræmdur okrarinn, sem einnig þar varð undirorpinn hinu alinenna liatri. Eitt hinna fyrstu verkefna Októberbyltingarinnar var að veita hinum kúguðu þjóðernum frelsi. Nán- asti samverkamaður Lenins, Josef Dscluigascliwili (Stalin), sem var frá Georgíu og sjálfur hafði orðið fyrir barðinu á kúgunarpólitík rússnesku keisara- stjórnarinnar, varð fulltrúi þjóðernismálanna. Á því þróunarskeiði, þegar fasistar allra landa magna þjóða- eg kynþáttalratrið rneir en dæmi eru til áður, er það afar nauðsynlegt, að koma auga á bið ljyltingarlega mikilvægi sovétskipulagsins. Kyn- flokkafræðingar fasista sjá aðeins þá eina leið út úr hinni vonlausu kreppu, sem þjáir nú lönd þeirra, að leggja undir sig ný lönd og undiroka »lágstæð- ari« þjóðir. Gyðingaofsóknirnar í Þýzkalandi Hitlers eru aðeins hóflát byrjun þess, sem fasisminn ætlar sér með stefnuskrá sinni »blóð og land« í land- vinningaherferðum sínum. Sovétstjórnarskipulagið leggur til grundvallar jafn- rétti allra þjóðerna, sem innan Sambandsins eru. J'að veitir þeim þann sjálfsákvörðunarrétt, sem þjóðir allra annara lantla liafa svívirðilega verið sviknar um. Það eflir hina viðskiptalegu og menn- ingarlegu þróun landa, sem áður voru vanrækt, og þurrkar út hugtök eins og »framfaraþjóð« og »kyrr- stöðuþjóð«. Sovétríkin eru fyrsta raunverulega alþjóðlega ríkið í veröldinni. A sovétráðstefnunum og á fundum Aðalframkvæmdanefndarinnar talar hver sitt móð- urmál. Hvort sem menn eru Rússar, Armeningar, Ukranir, Jakutar eða Gyðingar, geta þeir notað móðurmál sitt fyrir dómstólunum, í opinberu lífi og I) löðunum. Með framkvæmd þjóðernislegs jafn- réttis eru allar þjóðernisstefnur kveðnar niður í eitt skipti fyrir öll. I sovétskipulaginu getur hvorki þjóðernisofstæki né kynflokkahatur. Sovétstjórnarskipulagið er einnig að því leyti al- þjóðlegt, að ákvæði þess eru ekki einskorðuð við þær þjóðir einar, sem þegar eru í Sambandinu: Hver sú þjóð, sem framkvæmt hefir verklýðsbylt- inguna í sínu landi, getur um leið orðið meðlimur í Sambandinu með fullum réttindum, ef sérstjórn- arfyrirkomulag hennar er í samræmi við sérstjórn- arfyrirkomulag annara meðlima Sambandsins. Nú á tímum, þegar síðustu ríkin, sem enn halda uppi þingbundnu lýðræði, takmarka réttindi þjóðþing- anna með þvingunarráðstöfunum eða þvingunar- samþykki þeirra, eru Sovétríkin eina raunverulega lýðræðisríkið, þar sem byggt er á samstarfi alls al- mennings um stjórnina og unnið að því með fullri vitund, að fullkomna form og aðferðir þessa sam- starfs. Það eru ekki embættismenn, málflutningsmenn og menn af aðalsættum, sem stjórna Sovétríkjunum, heldur verkamenn og bændur, við hlið hinna gömlu, skóluðu byltingarmanna, sem sótt liöfðu reynslu sína í áratuga leynilegt starf á tímum keisaraveld- isins og gátu sigrað einmitt af því, að þeir voru ávallt í nánu sambandi við alþýðuna. Bóndasonur einn úr héraðinu Twer, sem vann 20 ár sem málm- iðnaðarmaður, Kaiinin, er forseti þessa lýðveldis. M. I. Kalinin veitir viðtai í MocJiowaja, einni af aðalgötunum í Moskva. Viðtalsstofa lians er á gólf- hæð gamals veitingahúss, sem nú er íbúðarhús fyrir samstarfsmenn sovétstjórnarinnar. Kalinin veitir þar viðtal daglega, ásamt hinum öðrum forsetum sovét- ríkjanna og samstarfsmönnum þeirra; verkamenn og bændur úr öllum hlutum landsins koma þangað að sækja hann heim og skýra honum frá óskum sínum. Er hann einasti þjóðhöfðingi veraldarinnar, sem liægt er að ná tali af viðhafnarlaust, án þess að tilkynna komu sína áður. Kalinin er bændun- um »starosta« — þorpsöldungurinn. Petrowski er lorseti Ukraníu; áður var hann málmiðnaðarmaður í Jekaterinoslaw, borginni, sem 3

x

Sovétvinurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.