Sovétvinurinn - 01.07.1934, Síða 5

Sovétvinurinn - 01.07.1934, Síða 5
[Sovet vi ii u ri ii n ] frían miðdegisverð og ýms önnur hlunnindi. Hrein- læti og öryggisráðstafanir eru stórkostlegar. T. d. sást livergi hefilspónn í nokkurri verksmiðju, þótt unnið væri af fullum krafti. Hver einasti spórin og hvert einasta sagkorn sogaðist eftir leiðslum í stór- an geymi. Þaðan er það tekið og unninn úr því pappír eða því hrennt, sem ekki er notað. Slökkvi- tæki og vatnsleiðslur eru um alla verksmiðjuna, svo að ef kviknar í, er hægt á einu augnabliki, á hvaða stað sem er, að slökkva eldinn. Á heimleiðinni frá þessum verksmiðjum luku allir iðnaðarmennirnir frá þessum 4 löndum upp einum munni um það, að |)eir hefðu livergi í heim- inum (þó höfðu sumir þeirra víða farið og skoðað húsgagnaverksmiðjur) séð annað eins, önnur eins |>ægindi og öryggisráðstafanir við húsgagnaiðnað eins og þarna. Eg sagði fátt, þegar ég var spurður að því, hvernig mér þætti þetta til samanburðar við iðnað heima á Islandi. Ég renndi aðeins huganum heim, þar sem stéttarbræður nrinir þræla í óvist- legum kjallaraholum með úreltum og gamaldags verkfærum og vélum, keppa hver við annan um að fá eitthvað að gera, nota jafnvel í þjónustu sína svik og lygar hver um annan, en hafa þó varla of- an í sig að éta. Þetta er hin frjálsa samkeppni á íslandi til samanburðar við samvinnu og sameign rússneska verkalýðsins. Finnst ykkur þá, lesendur góðir, nokkur furða, þótt ég væri fáorður um sam- anburðinn, eftir að liafa séð það, sem ég hefi skýrt lítilsháttar frá hér að framan. Öi*yggi verkalýðsins. Eftip Siguri> Tomasson. Ymsir þeir, er varla treystast til að rengja frá- sagnir þeirra, sem kynnzt hafa kjörum verkafólks í Ráðstjórnarríkjunum, halda að ánægja og hrifn- ing hinnar vinnandi stéttar þar með kjör sín og framtíðarhorfur eigi rót sína að rekja til endur- minninganna um kúgun þá og réttleysi er hún áð- ur var beitt af keisaravaldi og kirkju. — Kunnugt er t. d., að sumir forráðamenn alþýðunnar hér hafa haldið því fram, að kjör verkamanna í Sovét-Rúss- landi þyldu ekki samanburð við kjör stéttarbræðra þeirra á Norðurlöndum. — Nú verður því varla neitað, að eldra fólkið rúss- neska liljóti að sjá nútíðina í bjartara Ijósi vegna hins dökka baksviðs yfirunninnar kúgunar. Hins- vegar býst ég við, að samanborið við þrældóm og kúgun verkalýðs í öðrum auðvaldslöndum bæði þá og jafnvel nú víða um heim, þá hali munurinn ekki verið ýkja nrikill. Yafasamt að sjómenn t. d. hafi verið meira útpískaðir þar en á íslenzkum togurum áður en vökulögin gengu í gildi. Eða að rússneskir bændur hafi yfirleitt búið við verra húsnæðien sumir íslenzkir stéttarhræður þeirra. Víða getur maður séð verksmiðjur frá hinum gamla tíma. Við skoðuðum t. d. kexverksmiðju 1 Leningrad. Hún var byggð og starfrækt fyrir byltinguna. Okk- ur var sagt, að verksmiðja þessi mundi síðar verða rilin niður, vegna þess að hún fullnægði ekki þeim bollustu-kröfum, sem gerðar væru til slíkra bygginga og breytingar i rétt Itorf kostuðu meira en nýtt hús. Þó tók þessi verksmiðja um allan aðbúnað vegna heilsu starfsfólksins langt fram því, sem hér gerist, jafnvel í konunglegum brauðgerðarverksmiðjum. En þó verksmiðjubyggingu þessari hefði ekki verið breytt, hafði þó orðið þar mikil breyting í öðrum efnum. Or sumum deildum verksmiðjunnar barst til okkar ómur af söng hundraða starfsstúlkna. Látum svo vera, að þær hafi verið látnar syngja vegna komu sendinefndarinnar, en gamla konan, sem tók okkur þar tali og skýrði okkur frá sinni æfi þarna í verksmiðjunni bæði fyrr og nú, gerði okkur það skiljanlegt, að ungu stúlkurnar höfðu litla ástæðu til að vera hnuggnar. »Eg hefi unnið hér«, sagði gamla konan, »fjökla ára. Áður, meðan kapítalist- arnir ráku verksmiðjuna, fékk ég aðeins kaup til Chochoff, einn afkastamesti verkamaðurinn við kolanánnirnar í Donhass. Meðallaun hans eru 400 ríihlur á niánuði. 5

x

Sovétvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.