Sovétvinurinn - 01.07.1934, Síða 16

Sovétvinurinn - 01.07.1934, Síða 16
ISovétvinurinn] ]\ýtt! Bezta ráðið til að geyma góð- ar ræður og senda þær út um land er að tala þær inn á SILFURPL0TU. Spyrjist fyrir í Hlj óð r itunar stöð Hljódfærahússins Bankastræti 7. Rvík. Ný sendinefnd í haust. Sovétvinafélaginu gefst enn kostur á að senda 5 manna nefnd í haust til Sovétríkjanna. Að þessu sinni verða fyrst og fremst bœndur og sjómenn fyrir valinu. Nefndin leggur af stað héðan um miðjan október, en öllum undirbúningi, vali mannanna og fjársöfnun verður að vera lokið fyrir 1. október. Sovétvinir um allt land eru áminntir um, að líta ekki á það, þó að langur tími sé til stefnu, heldur hefja þegar í stað að einhverju leyti undirbúning fararinnar: skýra tilgang hennar og nauðsyn fyrir kunningjum sínum, vekja áhuga fyrir henni, finna heppilega menn í sendinefndina o. s. frv. Um miðj- an ágúst sendir Sovétvinafélagið út söfnunarlista, eins og að undanförnu, og treystir það öllum með- limum sínum og öðrum, er áhuga hafa fyrir þessu máli, að bregðast við skjótt og vel og safna í tæka tíð nægilegu fé, svo að nefndin geti koinizt full- skipuð. Verndið Sovétríkin! Stríðið gegn Sovétríkjunum er nú undirhúið af meira kappi en nokkru sinni áður. Það er þegar myndað bandalag hins alþjóðlega fjármálaauðvalds til árásar á Sovét-Rússland. Forustuna í því banda- lagi hafa Japan og Hitler-Þýzkaland, en England styður þau. Japan gerir nú hverja tilraunina af ann- ari til þess að æsa Sovétríkin til ófriðar, með viku- legum árásum á austurlandamærum þeirra. En Rúss- ar láta ekki egnast, heldur fletta jafnharðan ofan af fyrirætlunum Japana. Fasistastjórn Þýzkalands leitar opinberra samninga við önnur ríki um hern- að á hendur Ráðstjórnarríkjunum. Pólland, Tsche choslovakia og fleiri lönd eru dregin inn í þetta hernaðarbrugg. Jafnframt þessu skerpast einnig mót- setningar auðvaldsríkjanna innbyrðis, svo að stjórnir sumra þeirra, t. d. Frakklands og Bandaríkjanna, telja sér vænna, minsta kosti á yfirborðinu, að halda frið við Sovétríkin í bráð. En öll vígbúast auðvalds- ríkin af ofurkappi. Sovétríkin ein halda uppi bar- áittu fyrir friði. Það er þeim að þakka, ásamt bylt- ingarsinnuðum verkalýð heimsins, að heimsstyrjöld hefir ekki löngu brotizt út. Styrjöldin, sem verið er að brugga, er árásarstyrjöld auðvaldsins á verka- lýð heimsins. Henni er beint gegn Sovétríkjunum, af því að verkalýður heimsins á þar höfuðvígi sitt. Það vígi þarf að vinnast, ef takast á enn um skeið að haida niðri frelsisbaráttu verkalýðsins. Sovétríkin og verkalýður heimsins eru samherjar. Sovét-Rúss- land, ásamt Sovét-Kína, er eina handaríki verka- lýðsins í stéttabaráttu hans. Verkalýðnum er frið- urinn fyrir öllu, því að hann blæðir sárast í styrj- öldum auðvaldsins. Sovétríkin eru fyrsta verklýðs- ríkið og jafnframt fyrsta friðarríkið. »Kapítalisminn er stríð, sósíalisminn er friður«. Verndun Sovét- ríkjanna, ásamt baráttunni gegn auðvaldinu, er eina tryggingin fyrir friði. Verkalýður allra landa, allar starfandi stéttir, allir friðarvinir, verða að mynda traustan varnargarð um Sovétríkin. Lækkun húsaleigu í Sovétríkjunum. I Sovétríkjunum greiða menn húsaleigu lilutfalls- lega af launum sínum, 3 8%. Maður með 100 rúblna Jaun á mánuði borgaði aðeins 3 rúblur fyrir íhúð. En 15. júní 1 sumar voru gefin út lög um 10—80% lækkun húsaleigu fyrir þá, sem ekki hafa yfir 145 rúblur í kaup mánaðarlega. Mikið úrval al* ■ ágætuni löitipum ii v ii pplckii). ■ Skoðið og kaupið með- an nógu er úr að velja. RAFTÆKJAVERZLUN EIRÍKS HJARTARSONAR LAUGAVEG 20 B. SÍMI 4690. 16

x

Sovétvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.