Alþýðublaðið - 19.01.1965, Page 7
Róbert Arnfinnsson og Gísli Alfreðsson.
Er nokkur hræddur
við Edward Albee?
Þjóðleikhúsið:
Hver er hræddur við
Virginíu Woolf?
Sjónleikur í þremur þáttum
eftir Edward Albee.
Þýðandi: Jónas Kristjánsson.
Leikstj.: Baldvin Halldórsson.
Leiktjöld: Þorgrímur Einars-
son.
Þessi umsögn er óhóflega síð-
búin, hefði að réttu lagi átt að
birtast hér í blaðinu á laugar-
dag eða sunnudag. Sjálfsagt er
að biðjast velvirðingar á töfinni.
En henni á ég að þakka tækifær-
ið að kynna mér sumt sem aðr-
ir hafa skrifað um leikinn og
sýningu Þjóðleikhússins á
fimmtudagskvöld, prófa mína
skoðun við þeirra. áður en ég
gengi frá þessari grein. Sem al-
ténd er fróðlegt, hvort sem nokk-
ur nýr skilningur verksins skín
af þeim starfa.
★ DAUBADANS í AMERÍKU
Án Strindbergs enginn Albee!
Eins og fjölmörg önnur leik-
skáld af yngri kynslóðum hefur
Edward Albee numið í skóla
hins sænska jötuns; hann er
ættfaðir og uppliafsmaður þeirra
allra, absúrdista, drabsúrdista,
kvabbsúrdista og hvað þeir nú
heita ailir saman. Það er nat-
úralistinn Strindberg sem eink-
um er lærimeistari Albees til
þessa; auðséð er ættarmótið með
verkum hans og hinum natúral-
ísku verkum Strindbergs beggja
,yegna infernó-kreppunnar svo-
nefndu spnt markar þáttaskil í
verki hans; það má nefna bæði
Kröfuijaf.a og . Dauðadansinn til
samjafn,aðar yið Hver er hrædd-
ur við \[irginíu Woolf. Alb.ee
fjallar um ástarhatur, blóðsugu-
líf sem erir. kuúnugleg stef úr
báðum þessum verkum; Georg
og Marta í Verlíi hans lifa á og
af hvort öðru eins og Adolf og
Tekla í Kröfuhöfum, kapteiús-
hjónin í Dauðadansinum, órjúf-
anlega sameinuð í kvöl sinni. Og
niðurstöður þessara verka eru al-
veg sambærilegar: hlutlaus, um-
burðarlynd vorkunnsemi.
Vesalings fólkið, hvað það á
bágt: þetta er öll útkoman úr
hreinsunareídi leikjanna. Þetta
má nú ekki skilja svo, að Ed-
vvard Albee sé ekki nema spor-
göngumaður, eftirapari Strind-
bergs; þá væri hann ekki langr-
ar frásögu verður. En hann
megnar að hagnýta sér hug-
myndir og aðferðir Strindbergs
í sjálfstæðu verki, umsetja þær
í eigin veruleika; líking þeirra
kemur líklega ekki síður til af
innri skyldleika en beinum lær-
dómi. Sjálf lífsýn höfundanna
er undarlega áþekk, hvað sem
ber til, samtíðarmanns okkar í
Ameríku og Strindbergs í aldar-
lokin í Svíþjóð. Og hjá báðum
er konan, kvenhugmynd þeirra
í sjónarmiðju verkanna, þeir
eru báðir hugteknir, heillaðir og
skelfdir af kvenskilningi sín-
um. Hjá Albee er þetta sjálfráð,
framgjörn, lífsþyrst yfirstéttar-
kona, síngjörn kynferðisvera sem
hefur brotizt undan 'félagslegum
skyldum sínum án þess að upp-
skera nokkra lífsfyllingu í stað-
inn, drottnar yfir öllu lifi um-
hverfis sig. Þessi kvenlýsing er
náskyid Strindbergs. Og hún
kemur, til að mynda, við Sögu
úr dýragarði ekki síður en
Hver er hræddur við Yjrginíu
AVoolf; hún er einnig kunnugleg
úr fleiri verkura bandariskra nú-
-tímahöfunda.
: * HVER ER. ;i Á
: IIRfEDDUR VIÐ HVERN2
/. Einhyerrs.staðar sagt þeirri hu/J,
i Vi8 Virgjjpp Ipf^tófaun
réttri allegóría um bandarískt
þjóðskipulag og þjóðlífsháttu og
mætti þýða leikinn orð fyrir orð,
atriði fyrir atriði, persónu fyrir
persónu á þann veg. Aðrir mót-
mæla þessum skilningi, láta sér
nægja leikinn sem raunveruleika
á sviðinu án víðtækari merking-
ar og hafa vitaskuld mest til síns
móls. Sjálfsagt er það fásinna
að leikinn megi eða eigi að
leggja út sem einræða „skoðun“
um bandarískt þjóðskipulag. Þar
fyrir er ástæðulaust að gleyma
hinu að i skáldskap eigast jafn-
an mörg merkingarsvið við að
einhliða, einræð túlkun skáld-
skapar, á hvern veg sem er, verð-
ur jafnan röng. Hver natúralísk
„sneið úr veruleikanum" ætlar
sér jafnan víðtækari merkingu:
til dæmis að sýna okkur „lífið’’
eða ,,manninn“ eins og það raun
verulega sé við einhverjar til-
teknar kringumstæður. Og stund
um reynist furðu skammt milli
natúralisma og táknlíkingar;
dæmi Strindbergs er enn nær-
tækt. Þær fréttir þurfa ekki að
.koma óvörurn að ýmsum gagn-
rýnendum ofbjóði táknbákn Ál-
bees í nýjasta verki hans, Tiny
Alice, sem nýlega var frumsýnt
vestan hafs. En það sem úrslit-
um ræður um hvert skáldskapar-
verk er vitaskuld eigið líf þess
eins og það stendur á bókinni
eða sviðinu. Og það líf bregzt
ekki Hver er hræddur við Vir-
giníu Woolf, - hversu sem hinu
nýja verki Albees er svo farið.
Styrkur hans er í þessu vet'ki
ekki fólgin í frumlegri eða ný-
stárlegri lífssýn en yfirmáta leik
inni og kunnáttusamlegri með-
ferð og útsetningu hennar. Og
varla ástæða að sinni til að vera
jafnhræddur við hann og sjálfan
Strindberg. Eða þá Virgíníu
Woolf, hina miklu skáldkonu,
meistara hinna örfínu blæbrigða
málfarslistar og sálarlífs.
Aðferð Albees í Hver er hrædd
ur við Virginíu Woolf er á yfir-
borði einræktaður natúralismi,
allt að öfgum. Tími leiks og
sýnirigar falla öldungis saman,
atburðarásin öll með veruleika-
sniði í samhéngi leiksins. Og
samkvæmt þessari aðferð er leik-
urinn fremur húðfletting en af-
hjúpun eða könnun sálarlífs; þar
er brugðið upp nakinni, titrandi
sálarkviku án þess<gerð sé nein
fullnaðargrein fyrir ytri rökum
heniiar. Þannig gengur Albee
lengra í natúralisma en raunsæis
menn af skóla Ibsens eða Strind
berg í Kröfuhöfum; honum er
alls ekki í mun að lýsa fortíð
fólksins í leiknum og skýra stöðu
þess samkvæmt henni; honum
'nægir mynd þess á líðandi stund.
Þau Georg og Marta lifa í sam-
fellu ímyndunar og veru-
leika, sannleika og lygi; ekkert
sem þau segja eða gera er full-
tryggt; sjálf leika þau sér sí og
æ að þessari hugmynd. í nætur-
veizlu þeirra gerist ekkert
„nýtt"; þar er bara endurtekin
enn einu sinni ævarandi viður-
eign þeirra í tuttugu ára hjú-
skap. Stígandi leiksins er öll
komin undir lýsingu þessarar
•viðureignar, hversu hlutföll
hennar breytast hægt og hægt
unz jafnræði hjónanna er ljósí,
sameign þeirra á öllu lifi sínu.
Þessvegna verður engra spurn-
inga spurt um fortíð þeirra eða
framtíð; tími þeirra er ævarandi
nútíð; lýsing þeirra. natúralisml
á ystu nöf. Dauðadans þeirra er
sjálfur sín eigin skýring og nið-
urstaða.
+ SÁTT í ÓSÆTTI
Þessi skilningur leiksins virð-
ist einsær af lestri textans, sem
hugtekur • lesanda sinn með
óvenjulegum hætti. Þar. er hug-
blær leiksins staðfestur þegar á
fyrstu síðunum og síðan fylgt
fram af óbilandi rökvísi; þar
virðist fullnægjandi grein gerð
fyrir hverju orði, hverju vfð-
bragði persónanna, öllum ferli
þeirra til loka unz allt er sagt.
Slíkur texti kynni að virðast
sjálfleikinn, eða óleikandi; cn ný,
sjálfstæð túlkunartilraun hans;
varla líkleg til frama. Hefur
Baldvin Halldórssyni leikstjóra
verið míkill vandi á höndum;
að koma. leiknum heilum óbrengl
uðum á sviðið.
Ekki skal ég um segja hvort
þau Róbert Arnfinnsson og
-Helga Valtýsdóttir séu með öllw
réttsköpuð í þessi hlutverk,
hvort þau hæfi af sjálfum sér
öllum hlutföllum leiksins; þav
fyrir eru þau líklega rétt valin
til þessarar sýningar, bezt fallin
til hennar af leikurum Þjóðleik-
hússins. Og bæði gera þau hltlt-
verkum sínum minnisverð skil,
báru leikinn fram til sigurs á
frumsýningu. Engu að síður virt
Framhald á 13. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. janúar 1965 J