Alþýðublaðið - 19.01.1965, Blaðsíða 13
Er nokkur hræddur...
Framhald af 7. síðu.
ist skilningur leikstjóra og Helgu
Valtýsdóttur á hlutverki Mörtu,
stöðu hennar í leiknum, varla
fullnægjandi. Yfirdrottnun
Mörtu, blóðsugueðli hennar, er
engan veginn nógu skilmerki-
lega lýst í upphafi; þar koma
rétt venjuleg, hversdagsleg hjón
til móts við okkur; og þar með
raskast upphafs-afstaða þeirra
innbyrðis og rökvísin í byggingu
leiksins. Fyrir vikið varð allur
fyrsti þáttur of dauflegur, sam-
hengislaus; sýningin komst varla
á skrið fyrr en skriðið hefur til
skarar með hjónunum í lok þátt-
arins. Eftir það auðnaðist henni
að visu sannfærandi tónn, jöfn
reisn til loka; og lokaatriði sýn-
ingarinnar gerðu þau Róbert og
Helga ákaflega fallega, með öllu
sannfærandi. En bersýnilega er
það ofsinn, ástríðan í fari Mörtu,
sem bezt er að skapi Helgu Val-
týsdóttur, og svo uppgjöfin sem
er hin hlið ástríðunnar; hún
skilaði miklu miður sjálfbirg-
ingshætti Mörtu, illvilja henn-
ar, óbilgjörnu háði og fyrirlitn-
ingu á karlmönnunum umhverf-
is hana, öllu lífi sínu. En Marta
Albees er gerð af öllum þessum
þáttum i senn.
Róbert Arnfinnsson vann
miklu afdráttarlausari sigur í
sínu hlutverki: Georg hans galt
að vísu leikstjórnarinnar i fyrsta
þætti; en hann var þar fyrir al-
veg réttsköpuð persóna, undir-
okaður menntamaður í frama-
þjóðfélagi, hugvera móti kyn-
verunni Mörtu. Þau eru livort
annars andstæða, óðskiljan-
leg og ósættanleg í senn
og bæði jafnsek ,um örlög
sín; þessum dulkynjaða skilningi
tókst þeim Róbert og Helgu þrátt
fyrir allt að miðla þegar á leið
leikinn. Það var ekki sízt að
þakka næmum skilningi Róberts
Arnfinnssonar á öllum tilbrigð-
um Georgs, vanmætti hans, ólik-
. ipdalátum, raunverulegum styrk
þegar á reynir.
Gísli Alfreðsson og Anna Her-
skind voru ungu hjónin í leikn-
um, Mick og Honey, í senn á-
horfendur og þátttakendrrr í við-
ureign þeirra Mörtu og Georgs
og með nokkrum hætti spegil-
mynd þeirra. Afstaða þeirra
tveggja innbyrðis og út á við,
til hinna eldri, markar enn eitt
spennusvið leiksins, tepurstúlk-
an gegn hinni lífsþyrstu, full-
. þroska konu, sagnfræðingur
gegn líffræðing, innisetumaður
gegn íþróttamanni, og tókst
furðuvel að gefa það til kynna í
sýningunni. Anna Herskind
þreytti hér frumraun sína sem
gaf hin beztu fyrirheit um leik-
konuna; Honey hennar var tví-
mælalaust réttmótuð persóna, ó-
þvinguð og mjög hæfilega bros-
leg. Gísli Alfreðsson átti af-
bragðsgóð atriði móti Róbert í
öðrum þætti; en auðnaðist þó
varla nógu heilleg, útfærð lýs-
ing hins upprennilega vísinda-
og íþróttagarps; persónumótun
hans brast eitthvert innra sam-
hengi sem torvelt er að skil-
greina. Þorgrímtir Einarsson
gerði snyrtileg leiktjöld um sýn-
inguna sem í heild sinni er ein-
hver liin markverðasta sem
Þjóðleikhúsið hefur flutt okkur
lengi; hefur Edward Albee nú
reynzt báðum leikhúsunum
happagestur mesti í vetur.
★ ATHUGASEMD UM
ÞÝÐINGAR.
Jónas Kristjánsson þýðir Hver
er hræddur við Virginíu Woolf
og leysir það vandaverk af hendi
svo undrum sætir. Málfar leiks-
ins er í senn ótrúlega grófgert,
berort, og ferskleg, hnitmiðuð
og hnyttin sviðsræða sem hvergi
má bregðast eigi leikurinn að
komast til skila. Jónasi hefur
auðnazt að skapa leiknum sam-
fellt lifandi málfar á íslenzku,
mjög hæfilega klúryrt, — þó
vitaskuld sé ógerningur að skila
á íslenzku allri grófgerð hans
í hálfyrðum^ myndmáli og orða
leikjum á frummálinu. Gerist nú
Jónas einhver snjallasti þýðandi
okkar fyrir sviðið; og er vonandi
að leikhúsin eigi enn eftir að
njóta margra góðra verka hans.
En að lokum er vert að spyrja
hvaða stefnu leikhúsin liafi í
Frh. af 6. síðu.
úm ástandið 1980 eru skelfi-
legir.
Hér fara á eftir tölur um fólks-
fjölda í ýmsum lieimshlutum og
löndum eins og manntalsskrif-
stofan í Washington áætlar þær
fyrir árin 1964 og 1980 (í millj-
ónum);
1964 1980
Norður Ameríka 211 267
M,- og S.-Ameríka 236 374
Afríka 303 449
Asía 1 843 2 404
Evrópa 443 479
Sovétríkin 220 278
Ástralía og Kyrra-
hafseyjar 18 23
Ailur heimurinn 3 283 4 274
Tölumar skelfa vissulega, og
nú er eftir að vita hve fúsir menn
eru til að taka ábendingum.
FiLTBBS
MAOC IN U.8 A.
LI6G6TTÍ MY6R6 TOBACCO CO.
meðferð erlendra nafna á sýn-
ingum sinum. Það er hvimleitt að
heyra orðskrípi eins og Dsjordsj
og Honní -)eða Onní) notuð á
sviðinu með jafnvönduðum texta
og þessari þýðingu Jónasar
Kristjánssonar. Georg er hins
vegar gott og gilt nafn á ís-
lenzku; gælunafnið Honey má
auðveldlega þýða. Er ekki sjálf-
sögð sú stefna að færa nöfn til
íslenzks framburðar, sé það á
annað borð unnt. Og það er hægt
í þessum leik.
— Þessi umsögn varð í fyrsta
lagi óhóflega síðbúin. Nú er hún
að auk orðin óhóflega löng. Mál
er að linni. — Ó.J.
safnið og sé það mál lagalega
mun ljósara. Það er ríkiseign,
sem ríkið ræður yfir.
Hin ágæta bók Poul Möller
endar á þessum orðum:
Ekki er hægt að setja rökin
með eða móti afhendingu hand-
ritanna á vogarskálar. Einn
leggur áherzlu á það, sem ann-
ar telur engu skipta. Hver verð-
ur að mynda sér eigin skoðun
um málið.
Ole Malmquist.
„Lee“
Vinnuföt
Hin þekktu „Lee‘
vinnuföt eru komin
aftur í öllum stærðum.
Geysir hf.
, Fatabúðin.
BIFREIÐA
TRYGGING
SKIPAUIGfcRÐ RIKISINS
Herðubreið
fer austur um land til Kópaskers
23. þ.m.
Vörumóttaka þriðjudag og mið
vikudag til Djúpavogs, Breið-
dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóa-
fjarðar, Borgarfjarðar, Vopna-
fjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafn-
ar og Kópaskers.
Farseðlar seldir á þriðjudag.
Herjólfur
Og
fer til Vestmannaeyja
Hornafjarðar á miðvikudag.
Vörumóttaka til Hornafjarðar
í dag.
BIFREIÐAEIGENDUR:
Bjóöum yður dbyrgðar og kaskó-
tryggingu á bifreið yðar.
HEIMISTRYGGING HENTAR YÐUR
HRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf
LINDARGATA 9 SIMI 21260
SENDISVEINN
óskast. — Vinnutími fyrir hádegi,
Alþýðubiaðið Sími 14 900.
vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif-
enda í þessum hverfum:
Hverfisgötu
Laugaveg
efri og neðri.
Högunum
Laugarás
Lönguhlíð
Barónsstíg
Lindargata
Seltjarnamesi
Framnesveg
Skjólin
Rauðarárholti
Bergþórugötu
Afgreiósla Aiþýðublaösins
Sími 14 900.
NAUÐUNGARUPPBOÐ
Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs og fleiri verða
eftirtaldar bifreiðar seldar á nauðungaruppboði sem
fram fer við Bílaverkstæði Hafnarfjarðar miðvikudaginn
20. þ.m. kl. 2 sd„ G-891, G-1530, G-1643, G-1953, G-2030,
G-2772, R-10382.
Greiðsla við hamarshögg.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. janúar 1965 |,3