Alþýðublaðið - 19.01.1965, Side 15
ÁSVALLAGÖTU 69. j
SÍMI 2 15 15 og 2 15 16. (
»
KVÖLDSÍMI 3 36 87.
Munið, að eigendaskipti eru ofí
Það var barið að dyrum hjá
henni. Ráðskonan kom askvað-
andi inn með te á bakka og dag-
blað samanbrotið undir hendinni.
— Nú eru þær allar sofnaðar,
sagði hún.
— Og það ættir þú líka að
vera.
— Ég var rétt að ganga frá því
síðasta.
Hún leit framan í Ruth full eft
irvæntingar — og henni létti stór
um. Hún spurði einskis, en hún
vissi að forstöðukonan mundi
ekki vera svona á svipinn, ef dr.
Cort hefði fært henni slæmar
fréttir.
— Ég fæ mér alltaf tesopa,
þegar ég er búin að öllu, eins og
þú vcizt. Og þegar allt gengur
á tréfótum, þá er ekkert í he'im-
inum betra en einmitt te.
— Það er hverju orði sann-
ara.
Ruth hallaði sér aftur á bak í
stólnum. Loksins nú gafst henni
tækifæri til að hvíla sín lúnu
bein eftir þennan langa og erfiða
daga.
— Seztu þá, og við skulúm
báðar fá okkur tesopa.
Um leið og ráðskonan settist,
tók hún dagblaðið undan hand-
leggnum og ætlaði að rétta Ruth
það. En Ruth bandaði frá sér með
hendinni og sagði:
— Nei. Hvað svo sem það er,
þá er mér ómögulegt að lesa það
í kvöíd.
— Eins og þú vilt.
SÆNGUR
REST-BEZT-koddar
Endurnýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheld ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængur ■—
og kodda af ýmsum
stærðum.
DÚN- OG
FIÐUKHREINSUN
Vatnsstig 3. Simi 18740.
Hún hellti í bollana döpur í
bragði. En hún gat ekki þagað:
— Það er ekki um það að
ræða. sem er í blaðinu, heldur
það sem vantar í það.
— Ég skil ekki.
— Ég fann þetta blað í her-
bergi Nonu, — var.dlega brotið
saman eins og það er nú. Og
eittbvað hefur verið klippt út úr
því með skærum. Mér datt í hug,
að ef við gætum komizt að raun
um, hvað það er, sem hún hefur
klippt út, þá kæmumst við ef til
vill á sporið og gætum vitað hvar
hún er nú niðurkomin.
Ruth setti tebollann á und-
irskálina. Hún tók dagblaðið og
fletti því rösklega, en hún gat
ekki séð neitt sem benti til þess
um hvað úrklippan hefði fjallað.
Hún sat hugsi um stund.
— Farðu niður í almennings-
herbergið og gættu að því hvort
það er ekki annað eintak af
þessu blaði í blaðagrindinni. Þá
getum við borið það eintak sam
an við þetta.-
— Ég skal gera það.
Ruth fannst hún vera heila ei-
lífð í burtu. Og þegar hún loks-
ins kom aftur, var hún tómhent.
— þetta er eintakið, sem á
að vera í almenningsherginu,
sagði 'nún. — Og það brýtur í
bága við reglurnar að taka blöð
in þar. 1
En auðvitað hafði Nona ekki
skeytt því, þótt hún bryti svo
lítilyæga reglu.
— Hvar í ósköpunum getum
við fengið annað eintak af þessu
blaði á þessum tíma dags, sagði
Ruth áhyggjufull., — VEð- getu,m
ekki tekið blaðíð jir læknaher-
bérgínu. Það lrfýtUr víkt i bága
við reglúrnar líka. ' i
— Látt.U' mig sjá, um þétla,
sagði ráðskonaii óg - spratt aftur
A fætur.
- Ég r 1.. að JW! að fá, það
hjá næturverðinum, Ég veit til
þess að hann drepur. tímann á
nóttunni með því að ráða kross-
gátuna í því. Það er eintak Freds,
viðgerðarmannsins á ég við, og
hann lætur það alltaf inn til
hans, áður en hann fer. Og stund
um verður næturvörðurinn óður
af bræði, þegar Fred er sjálfur
búinn að ráða krossgátuna. Og
hann ræður hana með bleki, svo
að ekki er hægt að stroka það
út. Ég hef oft heyrt þá hnakkríf
ast um þetta.
Hún hraðaði sér af stað glöð
í bragði yfir því að hafa fundið
ráð, sem ef til vill gat komið að
gagni, og glatt forstöðukonuna
með því. Hún skeytti því engu,
þátt hún væri dauðþreytt og senn
komið miðnætti.
Ruth fékk sér aftur í bollann.
Hún starði á gatið í blaðinu, þar
sem klippt hafði verið úr því.
Hvar sem strokufangarnir voru
nú niðurkomnir — því að hún
var sannfærð um að þeir væru
saman — og hvað svo sem þeir
hefðu fyrir stafni á þessari
stundu, þá voru þeir að minnsta
kosti á lífi. Og hún þakkaði guði
fyrir, að enn þá hefði ekkert það
gerzt, sem gerði það að verkum
að hún þyrfti að þjást af sam-
vizkubiti vegna örlaga þeirra.
Hún tók að ganga um gólf og
beið full eftirvæntingar eftir
því, að ráðskonan kæmi aftur.
Trúlofunarhringar
Fljót afgreiðsla
Sendum gcgn póstkröfu
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastrætf 12. 1
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Seljum dún- og fiðurheld ver.
NÝJA FEDURHREINSUNIN
Hverfisgötu 57A. Sími 16738.
möguleg hjá okkur.
ÍBÚÐIR TIL SÖLU:
2 herbergja íbúðir á jarðhæð í nýju húsi við Rauðagerði. —
Seljast fokheldar eða tilbúnar updir tréverk.
2 herbergja ný íbúð á jarðhæð við Skipholt. Hentug fyrir ein-
stakling. Hitaveita.
2 herbergja kjallaraíbúð við Karfavog. Allt sér. Tveggja íbúða
hús. Vönduð íbúð.
2 lierbergja fokheld íbúð með öllu sér á Seltjarnarnesi. Væg
útborgun.
2 herbergja íbúðir á hitaveitusvæðinu í Vesturbænum. Seljast
tilbún? T.idir tréverk og málningu. Glæsilegur staður.
Einstakiingsíbúð ný og fullgerð á bezta stað í Vesturbænum
(leikarahverfið). íbúðin er laus til afnota strax.
2 herbergja ný og vönduð kjallaraíbúð í glæsilegu húsi í Vest-
urbænum. Harðviðarinnréttingar, hitaveita.
4 herbergja vönduð íbúð í Hátúní 8. Harðviðarinnréttingar,
teppi út í horn, tvöfalt gler, sér hitaveita og lyfta. Ete vand-
aðasta íbúðin á markaðnum í dag.
4 herbergja íbúð í Bogahlíð, í nýlegu húsi. Góður staður.
5—6 herbergja óvenju vönduð íbúð i Álfheimum. Hentug fyrir
stóra fjölskyldu. Vandaðar þvottavélar í sameign, sér herbergi
í kjallara Einkaleikvöllur fyrir börn á lóðinni.
TIL SÖLU í SMÍÐUM:
5—6 herbergja íbúðir í Háaleitishverfi. Seljast tilbúnar undir
tréverk og málningu, til afhendingar eftir stuttan tíma (jan.—
febr.). Sér hitaveita. Góð teikning.
Lúxushæð í tvíbýlishúsi í Vesturborginni. Selst tilbúin undir
tréverk og málningu, til afhendingar eftir stuttan tíma. Allt
sér, inngangur, hitaveita, þvottahús. Tveggja íbúða hús. Til
mála kemur að selja íbúðina fullgerða. (íbúðin er 5—ð her-
bergi, 150 fermetrar).
Einbýlishús í nýja Lágfellshverfinu er til sölu, tilbúið undir tré-
verk og málningu. Húsið er tilbúið að utan og með verk-
smiðjugleri, allt á einni hæð, 6 herbergi, eldhús, bað og
þvottahús. Fagurt útsýni. Fullgerður bílskúr fylgir. Tii mála
koma skipti á 4 herbergja íbúð í bænum.
Getum útvegað fullgerðar íbúðir í Háaleitishverfi fyrlr vorið.
4—6 herbergi og eldhús.
Næg bílastæði. — Bílaþjónusta við kaupendur.
Rent anlé^car
sími i ® « 33
ufOIIBl M
t