Alþýðublaðið - 26.02.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 26.02.1965, Blaðsíða 11
nýtt Agæt afrek í mörgum greinum kvöldið, undanrásir var ekki haegt SÍÐARA keppniskvöld Sund- móts KR og Ármanns var mun bet ur heppnað en það fyrra. Nú var uóg vatn I lauginni og árangur- inn mnn betri og jafnari. Eri aft- nr urðu sömu mistökin og fyrra Frá S kíðasambandinu Skíðaþing 1965 fer fram á Ak- ureyri föstudaginn langa 16. apr. Mál sem óskað er eftir að tekin verði fyrir á þinginu, skulu hafa borizt stjórn SKÍ að minnsta kosti mánuði áður en þing hefst. að hafa, þar sem starfsfólkið seldi aðgang að lauginni til kl. 7, eins og fyrra kvöldið. Þessi mistök voru afsökuð, en oss leyfist að spyrja, er þetta hægt — og hvað er að starfsfólkinu? Eitt íslandsmet sá dagsins ljós á miðvikudaginn, og enn var telpnasveit Ármanns að verki, nú i 4x50 m, bringusundi, synti á 2:46,2 mín. og bætti eigið met um 3,6 sek. í sveitinni voru Matt- hildur Guðmundsdóttir, Eygló Hauksdóttir, Hrafnhildur Kristj- ánsdóttir og Sigrún Einarsdótt- ir. 100 m. skriðsund sveina: Finnur Garðarsson ÍA 1,12.2. Jón Stef- ánsson HSK 1,13.8. Sig. Sig. KR 1,16.2. 50 m. flugsund: Hrafnhildur Guðmundsdóttir ÍR 33,9. Matth. Guðm. Á. 36,0. Eva Ferhm 36,0. Auður Guðjónsd. ÍBK 36,1. 100 m baksund: Davíð Valgarðs son, ÍBK 1,11.7. T. Johnson, 1.12,6 Trausti Júlíusson, Á. 1,13.5. Guðm. Guðnason, KR 1.14,2. 4x50 m. bringusund kvenna, Ár- mann 2.46,2. Met. HSK 2.53,5. — Sundfél. Hafnarfj. 3,00,9. 4x50 m. skriðsund karla. Árm. 1.52,0. KR A 2.00,5. Ármann (B) 2.03,1. Sænsku sundmennirnir, Thomas Johnson t. v. og Göran-Andersson, voru sigursælir á Sundipóti KR og Ármanns á þriðjud. og miðvikudagu Ágætt start FH s.l. starfsár: Axel Kristjánsson kjörinn formaður Liebrechts, Hollandi, setti heims xnet í 3000 m. skautahlaupi í gær, 4.26.8 mín. Gamla metið 4.27,3 átti Antson, Sovét. Á frjálsíþróttamóti í Austur- Berlín um fyrri helgi stökk Koep- pen, Au-Þýzkalandi, 2,11 í há- Stökki. Norðmaðurinn Weum sigr- aði í 55 m. grindahlaupi á 7,3 sek. DWS Amsterdam og Vasas, Bú- dapest gerðu jafntefli í fyrri leik sinum í Evrópubikarkeppninni 1- 1. Síðari leikurinn fer fram í Búdapest 10. marz. Á sunnudaginn kemur efnir Knattspyrnufélagið Þróttur til fræðslu og skemmtifundar fyrir knattspyrnumenn félagsins. Fund- urinn verður haldinn í Breiðfirð- ingabúð, uppi, og hefst kl. 2. Á fundinum verður sagt frá sum aráætlun félagsins, ýmsar upplýs- ingar urn utanferðir knattspyrnu- flokkanna verða veittar, og rætt um þjálfun hinna ýmsu flokka. Þá verður haldið stutt erindi um knattspyrnu almennt, þjálfun o.fl. og sýndar knattspyrnukvikmyndir. Er þess vænzt, að sem flestir félagsmenn noti þetta tækifæri og mæti á fundinum, og eru fé- lagarnir hvattir til þess að taka með sér gesti. Fundurinn er haldinn á vegum knattspyrnudeildar Þróttar, og verður eins og fyrr segir næstk. sunnudag, 28. febr. kL 2 í Breið- firðingabúð, uppi. Sænska sundfólkið var sigur- sælt síðara kvöldið, vann þrjár greinar af fimm, sem það keppti í. Sænsku karlmennirnir unnu 3 af 4, sem þeir tóku þátt í. — Skemmtilegust var keppnin í 100 m. bringusundi, en þar sigraði Thomas Johnson þá Hörð B. Finnsson, ÍR og Guðmund Gísla- son. Hörður hefur ekki keppt fyrr í vetur, enda ekki í æfingu, hann náði þó ágætum árangri, var annar, rétt á eftir Johnson, sem náði mjög góðum tíma, 1:13,5 mín. 100 m. flugsund var einnig ágætt, Claes Göran-Anderson sigr- aði á sínum bezta tíma og nýju Gautaborgarmeti, 1:02,8 mín. Dav- íð Valgarðsson, ÍBK jafnaði ís- landsmet 1:03,5 mín. Andersson sigraði í 200 m. skriðsundi eftir mjög skemmtilega keppni við Davíð Valgarðsson. Hrafnhildur hafði yfirburði í kvennagreinun- um, en Matthildur var önnur. Helztu úrslit: 100 m. flugsund: Anderson á 1.02.8. Davíð Valgarðsson 1.03,5. Guðmundur Gíslason 1.05,9. Tr. Júlíusson Á. 1.10,9. 200 m. bringusund: Hrainhild- ur Guðmundsd., ÍR 3.03,5- Hatth, Guðm. Á. 3.08,5. Eygló Hauksd. Á. 3.12.3. Dómhildur Sigfúsdóttir Selfossi, 3,15.3. 50 m. skriðsund telpna: Ingunn Guðm. Self. 31,8. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Á. 32,4. Kristín Halldórsdóttir, Æ. 33,8. Sólveig Guðmundsdóttir HSK. 34,2. 100 m. bringusund. Thomas Johnson 1.13,5. Hörður B. Finns- son, ÍR 1.14,3. Guðmundur Gísla- son, ÍR, 1,15.3. Fylkir Ágústsson, Vestra 1.15,7. 200 m. skriðsund: Göran Ander- son 2.101, Davíð Valgarðsson ÍBK 2.10,5. Logi Jónsson, KR, 2.20,2. Ómar Kjartansson, SH 2.25,2. Sunnudaginn 31. janúar var aðalfundur FH haldinn í Góðtempl arahúsinu. Fundurinn var fjölsótt- ur og sýnir það hinn mikla áhuga sem nú ríkir innán félagsins. — Fundarstjóri var kjörinn Ragnar Magnússon. Fráfarandi formaður Valgarð Thoroddsen flutti skýrslu stjórnar og kom þar fram að starf deilda félagsins hefur verið með ágætum. Knattspyrnudeildin sá um æfingar í knattspyrnu hjá þeim yngri og má nefna sem dæmi að piltar yngri en 10 ára voru AXEL KRISTJÁNSSON, ‘ formaður FH. um 150 talsins. Félagið sendi lið til keppni í öllum fiokkum íslandsmótsins. Þegar hausta tók, hófust fim- leikaæfingar fyrir yngstu piltana í Kaþólska skólanum og eftir ára mót var tekið að iðka knattspyrnu úti og inni og áhugi mikill um að standa sig vel á sumri komanda. Stjórn knattspyrnudeildar FH skipa: Form. Árni Ágústsson, Ragnar Magnússon, Bergþór Jóns son, Ævar Harðarson og Ingvar Viktorsson. Handknattleiksdeildin sá um æfingar allra flokka í handknatt- leik og var áhugi mikill að vanda. Flokkar félagsins tóku þátt í ís- landsmótinu og gekk vel. Fyrsti : flokkur hlaut íslandsmeistaratitil innan húss. í íslandsmóti karla utanliúss sigraði FH. í 9. skiptið í röð, sem er einstætt afrek. Þá átti félagið 5 menn í liði íslands í Heimsmeistarakeppninni síð- ustu og 3 stúlkur á Norðurlanda- mótinu, og einnig 2 pilta í Ungl- ingalandsliðlnu. Handknattleiks- deildin gaf út smekklegt almanak og seldi í fjáröflunarskyni. Stjórn handknattleiksdeildar FH skipa: Form. Gísli H. Guðmundsson, Ragnar Jónsson, Geir Hallsteins- son, Indriði Jóhannsson og Árni Guðjónsson. Valgarð minntist á íþróttasvæði FH og skýrði reikninga þess og kom í ljós, að engin skuld hvílir nú á svæðinu og skuldlaus eig* nemur kr. 198.000,00. Að lokinni skýrslu formanns, flutti Finnbogi F. Arndal gjald- keri yfirlit um reikninga félags- ins og kom í ljós, að fjárhaguí félagsins er allsæmilegur eftlr at- vikum. Síðan var gengið til stjórnar- kjörs og hafði fráfarandi formaðiw orð fyrir uppstillingarnefnd «g kvað liann hafa komizt að sam- komulagi um eftirtalda menn, sertt kosnir yrðu til eins árs: Form.: Axel Kristjánssonj vara- form. Hallsteinn Hinriksson, ritart Valgeir Óli Gislason, gjaldkeri Finnbogi F. Arndal, meðstjórn- endur: Kristófer Magnússon, Áml Ágúst,sson og Gísli H. Guðlaugs- son. Voru allir þessir menn kjöm- ir einróma. í varastjórn voru kosnir: Birgir Björnsson, Bergþór Jónsson, Val- garð Thoroddsen. Endurskoðendur voru kosnir: Guðmundur Árnason og Guðmundur Þorláksson, og til vara: Ólafur Kristjánsson. Þá hafði komið fram tillaga um að kjósa fræðslu- og skemmti- nefnd og voru eftirtalin kosin t hana: Form. Ragnar Magnússon, Valgeir Ó. Gíslason, Guðlaug Pálsdóttir, Ævar Harðarson og Erna Friðfinnsdóttir. í fundarlok þakkaði Hallsteinn Hinriksson fráfarandi formannl Framhald fi síðu 10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. febrúar 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.