Alþýðublaðið - 17.03.1965, Síða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1965, Síða 2
Bttatjórar: Gylfl Gröndal (Sb.) og Benedlkt Gröndal. — Kltstjórnarfull- •nu : Elður GuSnason. — slmar: 14S0O-14903 — Augiyslngasiml: 149»6 Utgeíandi: Albysuflokkurinn AOsetur: AlþJ'Suhúsiö viS Hverfisgötu, Ileykjavík. — PrentsmlOja AlþyBu- Oiaasms. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintaklO. Frestun framkvæmda ÞEGAR fjárlög voru afgreidd! fyrir jöl, var ríkisstjórninni veitt heimild til að fresta opinber- um framkvæmdum á árinu, ef þurfa þætti. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að notfæra sér þessa fjárlagaheimild og fresta opinberum framkvæmd- um og framlögum til ýmissa aðila fyrir fjárhæð er nemur 120 milljónum króna. Það kemur ekki til af góðu, að nauðsyn ber nú til að beita þessu ákvæði. Ástæðan til þess er sú , að ný útgjöld hafa komið til sögunnar frá því fjárlög voru afgreidd og verður með einhverjum hætti að afla tekna til að standa straum. af þeim. Þessi nýju útgjöld eru tvenns konar: Annars vegar vegna 25 aura verðuppbótar, sem ákveðið var í byrjun janúar að greiða á hvert kíló af línu- og handfærafiski og framlag til framíeiðniaukn- ingar og endurbóta í frystiiðnaðinum. Munu út- gjöld af þessum sökum verða um 55 milljónir króna. Hins vegar er svo 6,6% launahækkun opinberra starfsmanna, sem nýlega var samið um. Kostnað- ur ríkissjóðs af völdum hennar er um 65 milljónir króna. Samtals hafa því skapazt þarna 120 milljón króna útgjöld, sem ekki voru fyrirsjáanleg við af- greiðslu fjárlaga í vetur. Það gefur auga leið, að með einum eða öðrum hætti verður að afla fjár til að greiða þessi út- gjöld. Ríkisstjórnin kaus ekki að fara þá leið að leggja á nýjan skatt í einni eða annarri mynd til að mæta þessum kostnaði, heldur hefur nú verið valin sú leiðin, sem tvímælalaust er léttbærust og ákjósanlegust eins og nú háttar. Það er ekki æski- legt að þurfa að fresta opiriberum framkvæmdum, því þar eru næg verkefni framundan, en hér var ekki önnur leið fær. SUMARflUKI Ti! þess að auðvelda íslendingum oð lengja hið stutta sumar meS dvbl í sólarlöndum bjóða Loftleiðir á tímabilinu 15. sept. til 31. okt. og 1. april til 31 maí eftirgroind gjöld: Gerið svo vel að bera þessar tölur soman við fJuggjöldin á öðrum órstímum, og þó verður augljóst hvQ ótrúleg kostakjör eru boðin á þessum tímabilum. Fargjöldin eru hóð þeim skilmólum, að kaupa verður farseðil bóðar leiðir, Ferð Yerður oð Ijúka innatl eins mónaðar fró brottfarardegi, og fcrgjöldin gilda aðeins fró Reykjavík og til baka. Við gjöidin baetist T/2% söluskattur. JM Vegna góðrar samvinnu við önnur flugfélög.geta Loftleiðir útvegað farseðia til allra flugstöðva. ^ Sækið sumaraukann með Loftleiðum. Htif ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM. t OFHflOIR rnmmmmmmrnmm m TTf 31 1“ frQ"l m 1" - p 1^0 J! k ULe Framsóknarmenn og kommúnistar hrópa nú : hástöfum um að fjárlög hafi verið ómerkt, og það sé brot á Jýðræðinu, að núverandi ríkisstjórn skuli voga sér að sitja áfram. Þessar hrinur tekur eng- ■inn alvariega. Af illri nauðsyn er nú brugðið á þetta ráð, þar sem það er eina færa leiðin í bili. Hvorki Framsóknarmenn né kommúnistar geta bent á raunhæf úrræði til að mæta þessari 120 milljón króna útgjaldaaukningu. Það vantar ekki að vísu að þeir telji sig hafa ráð, en reynsla er löngu fengin á það að ráð þeirra reynast ráðleysi, > þegar á hóiminn kemur, og mundi verðbólga magn- ast hér um allan helming, ef fjasi þeirra væri sinnt. ÁskriftarsBmi ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14900 ★ Laxveiðiokur á íslandi. „Við látum ekki féfletta okkur". ★ Erlendir menn hætta við að fara til íslands. ir Þeim þykir beinlínis skömm að því! •tmmmimimmimmuimmumimimm*.. mmmumuumuuiumummmmmmmmuummuuuuumuuiú KJARTAN SKRIFAR: „Alþýðu blaðiö ræddi í gær í frétt ástand ið í laxveiðimálum okkar Ísíend ing-a, og mun tilefnið vera það að ferðaskrifstofa hefur auglýst laxveiðiferffalag til írlands með ágætum kjörum að því er bezt verður séð. Það er ekki að ástæðu lausu að blaðiff hefur leitað sér frétta um þetta mál, því aff satt bezt að segja er það orðið hneyksl anlegt og hefur þegar vakið at- hygli víða um íönd, en eins og vit að „ er, hafa vel fjáðir erlendir menn leitað hingað í hópum und anfarin sumur til þess að stunda veiffar. ÉG ER NÝKOMJNN úr ferðalagi um meginlönd Evrópu. Vegna at- vinnu minnar hef ég eignast dá- góða kunningja meðal verzlunar- og viðskiptafrömuða og hafa ýms ir þeirra komið hingað undan far in allmörg sumur til þess að veiða lax. Meðal annars hitti ég tvo þes'-ara kunningja, og spurði þá hvort þeir ætluðu ekki.að koma í sumar. Báðir svöruðu því sama: ,,Við ætlum ekki til Islands í sum ar. Verðið er orðið svo brjálæðis legt að við viljum ekki taka þátt í þessu. Við getum vel borgað þetta, en við eru ekki vanir því 1 að láta féfletta okkur, höfum aldr ei látið neinum það eftir, vitandi vits, og við gerum það heldur ekki í þessu efrii. Við förum ekki til íslands." ÉG INNTI ÞÁ eftir því hvort þeir ætluðu ekki að fara neitt, og þeir svöruðu, að þeir hefðu ekki ráðið það við sig til fulls, en bættu við: „Við höfum augastað á ír- landi. Ætli að það endi ekki með því að við förum þangað. Hins vegar hefðum við lieldur viljað fara tii íslands af því. að litirnir eru þar svo bjartir og heiðríkjan I mikil, en við skömmust okkar fyp ir að fara þangað, því að allir vita þá að við förum til þess að láta féfletta okkur.“ ÞETTA SÖGÐU ÞESSIR fjáðu erlendu kunningjar mínir. Eins og kunnugt er, er ísland draumaland fyrir laxveiðimenn, en auk þesa hafa fjölmargir íslendingar haft yndi og ánægju af því að veiða í ám og vötnum, en brasknáttúra íslendinga á þessum verðbólguj tímum kemuj- fram í þessu eins og öðru. Alls konar braskarar bjóða í árnar og ýeiðivötnin í þeim eina tílgangi að geta féflett menn. Vit anlega taka bændurnir alltaf hæsta tilboði, og er ekki þá um a3 saka. Kveður svo rammt að þessil Framhald á síðu 10. 2 17. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.