Alþýðublaðið - 17.03.1965, Síða 7

Alþýðublaðið - 17.03.1965, Síða 7
Gunnar Eyjólfsson ogr Guðbjörgr Þorbjarnardóttir. HEIMSÓKN ÚR EYJIIM Loikfélag Vestmannaeyja: FÓRNARLAMBIÐ Gamanleikur í þremur þátt- um eftir Yrjö Soini Leikstjóri: Höskuldur Skag- fjörð Þýðing: Júlíus J. Daníelsson LEIKFÉLAG Vestmannaeyja kom i heimsókn til Reykjavíkur um helgina og hafði tvær sýn- ingar á gamanleik sínum, Fórn- arlambinu, í Tjarnarbæ. Vest- mannaeyingar í höfuðstaðnum virtust kunna vel að meta heim- sóknina; var leikhúsið þéttsetið og' leiknum virktavel tekið þeg- ar ég sá sýninguna ú sunnudags- kvöld. Fórnarlambið er hlátursleikur af ofboð einfaldri gerð, ævin- týrið góða um alþýðustúlkuna sem fær forstjóra eftir hæfilega skoplega vafninga og misskiin- ing. Efniviðurinn er sem sagt ekki mikill fyrir sér og fyndnin í leiknum víða heldur þunn og fáfengileg; en þar fyrir er eng- in ástæða til að vanmeta verk- efni sem þetta. Hér eru tiltölu- lega fastmótaður, einfaldar mann lýsingar sem ekki reyna óþarf- lega á sköpunargáfu leikend- anna en veita þeim ýmis' tæki- færi að leika sér í lilutvcrkun- um, atburðarás með ærslum og fjöri og ýmsum smellnum uppá- tækjum. Líklega hæfa slík og þvílík verkefni áhugamannafé- lögum allvel í bland við 'alvar- legri og kröfuharðari viðfangs- efni; ósvikinn hlátur er alla daga þakkarverður. Og Vest- mannaeyingum tókst dável upp í Fórnarlambinu undir leið- sögn Höskuldar Skagfjörðs; — leikur þeirra var fjörlegur og furðu samfelldur og skoptilefn- um leiksins oft haldið vel til haga. Leikendur eru sjö talsins: Árni Johnsen, Einar Þorsteins- áon, Ásta Steingrímsdóttir, Edda Aðalsteinsdóttir, Sigurgeir Sigurjónsson, Unnur Guðjóns- dóttir. Gunnar Sigurmundsson. Leikgáfum þeirra er vonlega nokkuð misskipt, en allir aðilar lögðu sig bersýnilega fram við sýninguna. Mesta athygli vöktu Sigurgeir Sigurjónsson, sem gerði sér góðan mat úr aðal- skopfígúru leiksins, og þau Unn ur og Gunnar; öll eru þau ber- sýnilega hæfileikafólk. Það kann að þykja að bera 1 bakkafullan læk að fjölga leik- sýningum í Reykjavík með við- vaningaheimsóknum sem þessari — þó að gestirnir séu náttúr- lega velkomnir til frænda sinna og vina hér. En sýning þeirra í Tjarnarbæ var einnig áminn- ing um kjör leikfélaganna út um land sem oft vinna mikið og gott starf við furðu óhægar ^aðstæður og erfiðan hag. List- rænar kröfur verða varla gerð- ar til leiksýninga sem þessar- ar. þær eru varia nema dægra- stytting þátttakendum sínum sem Framhaid á 10. síðu. Róbert Arnfinnsson ogr Anna Guúmundsdóttir. OFULLNÆGJA -Þjóðleikhúsið: SANNLEIKUR í GIFSI Sjónleikur í þremur þáttum eftir Agnar Þórðarson Leikstjóri: Gísli Alfreðsson Leikmynd: Lárus Ingólfsson HIÐ NÝJA leikrit Agnars Þórðarsonar sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á laugardagskvöld olli vonbrigðum. Og vonbrigðin urðu enn lilfinnanlegri en ella fyrir það að Agnar liefur verið talinn álitlegasti leikritahöfundur okk- ar; hefði verið fagnaðarefni að sjá í nýju verki hans verúleg ‘framfaraspor frá Gauksklukk- unni sem leikhúsið sýndi fyrir sjö árum síðan. Því var nú ekki að heilsa þessu sinni: það er ill- eða ógerlegt að gera sér nokkra viðhlítandi gre'in fyrir því hvert Agnar Þórðarson telji sig vera að fara í þessum nýja leik. — Þjóðleikhúsið virðist líka hafa tekið þessu vanmáttuga verk- efni liangandi hendi og gerði ó- fullnuðum efnivið leiksins mjög svo ófullnægjandi skil. Og er vandséð að höfundi eða leikhús- inu sjálfu sé nokkur minnsti fengur að þessari sýningu — svo ekki sé nú minnzt á leikliús- gesti. ★ EFNI. Yrkisefni Agnars Þórðarsonar eru jafnan 'af svipuðum toga, bæði í skáldsögum hans og sjón- leikjum og hvort heldur er í gamni eða alvöru. Reykvískir smáborgarar eru hans fólk; leik- rit hans eru, þegar bezt lætur, hnyttilegur spéspegill samtíðar lífs. En gamanmál og góðlátleg ádeila virðast ekki fullnægja skáldskaparþörf Agnars; verk hans leitast víða við að lýsa lífsvauda sem stendur miklu dýpra. Söguhetjur hans er gjarn- an í uppreisn gegn sjálfum sér, umhverfi sínu og samtíð, hvort sem leiðarljós þeirra er „listin” eins og Stefáni í Gauksklukk- unni, eða „heiöarleikinn” eins og Finnboga i Sannleik í gifsi. En þeir eru fyrirfram dæmdir til ósigurs; þeir eru fangaðir í neti síns eigin lífs og lifshátta; að leikslokum eru þeir jafnan seldir undir enn fullkomnari á- þján en fyrr. Agnar Þórðarson leitast við að afhjúpa og skil- grelna þetta ófullnjegða líf, lífs- blekkingu og lífsvanda „litla mannsins” í prettvísu og svik- nVr ulu samfélagi; það virðist mér kvikan í öllum helztu verkum hans. ★ UPPLAUSN. En í Sannleik í gifsi er þéss- um efnivið eklji skipað í neitt sannlegt samhengi: öllu heldur vottar verkið uppgjöf höfundar fyrir viðfangsefni sínu.. Það er eins og yrkisefni hans sé að leysast upp í höndunum á hon- um. — „Uppreisn” Finnboga (Gunnar Eyjólfsson) gegn fjárglæframanninum Þorkeli, húsbónda sínum (sem sjálfur kemur aldrei fram í leiknum (er þannig ákaflega marklítil: hún er staðhæfð í leiknum en fær þar enga mannlega staðfestu í orðum eða gerðum. Og hún er afhjúpuð jafnharðan sem full- komin markleysa: þeir eru reyndar báðir, Þorkell og Finn- bogi, péð í tafli Arngríms lög- fræðings (Valur Gíslason) sem lieldur öllum þráðum leiksins í heri'di sér. Staða Arngríms sjálfs er hins vegar alveg óskilgreind og þar með vald hans yfir leik- fólkinu; höfundur kann ekki annað ráð en láta Arngrím og agent lians, Binna, í tvigang romsa upp skýrt og skilmerki- lega klækjum sínum til að fanga Finnboga; með öðru móti fær hann ekki skýrt tilgang þeirra í leiknum. En með þessu móti kemur tómrúm fyrir mynd Arn- gríms sem að réttu lagi ætti að skipa öðrum þáttum leiksins í sitt rétta samhengi; í stað rök- legrar samfélagslýsingar kemur dulkynjaður reyfari, heldur en ekki vanmáttugur. Alveg sam-' bærilegrar upplausnar og í heildargerð leiksins gætir í gerð hverrar einstakrar persónu hans. Þannig eru bæði Doktor- inn (Ævar Kvaran) og Vigfús (Róbert Arnfinnsson) sniðnir eftir kunnuglegum manngerðum að hætti grínleikja; en hvorugri mannlýsingunni auðnast líf utan og ofan við samhengisleysi léiks- ins; efnivið þeirra eru engin fullrtægjandi skil gerð frekar én öðru, Það er eitt mesta von- brigðaefnið við Sarinleik í gifsi hversu orðræða leiksins er hvers dagsleg og óhnyttin, hversu þar brestur sérkennandi sýn og lýs- ingu fólksins í leiknum. ★ BLETTIR. Sannleikur í gifsi er frumraun Gísla Alfreðssonar sem leik-* * stjóra hjá Þjóðleikhúsinu; og hefur liann varla verið öfunds- verður af sínu hlutskipti. Leik- stjórnin virtist líka- óinnblásin og sízt til þess fallin að bæta úr missmíði leiksins; það er áreið- anlega hæpinn skilningur að leika hann sem raunsæisleik, ein- hvers konar samfellu alvarlegrar gamansemi og gamansamrar al- vöru með raunhæfri viðmiðun, eins og þarna virtist tilætlunin. Hitt kann svo að vera álitamál hvort raunverulegur fótur sé í textanum fyrir túlkun sem Framhald á 10. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. mar.i 1965 'J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.