Alþýðublaðið - 17.03.1965, Side 10
Suöurlansbraut
Framhald úr opnn.
hjólríðandi fólki og þá ekki sízt
börnnm á leið úr og í skóla, í
sendiferðum o. fl. Hér er um að
ræða þann eina malbikaða vegar-
Jkafla sem er á löngu svæði. Hann
er freisting fyrir börn á reið-
hjólum til skemmtiaksturs. Hann
er líka freisting fyrir ökumenn
til kappaksturs á kraftmiklum
bifreiðum. Fyrir þessum freist-
ingum hafa ýmsir bæði ungir og
gamlir faliið. Síaukinn bifreiða-
ákstur og oft geipilegur hraði
á þessum vegarkafla eykur slysa
hættuna til stórra muna. Þó er
slysahættan allra mest í nátt-
myrkri skammdegisins á algjör-
lega óupplýstum vegi, þegar bif-
reiðum er ekið á ofsa hraða og
með háum ljósum án þess að
skeytt sé um þá umferð sem á
veginum er. Það verður að telj-
ast mikil rnildi að fleiri um-
ferðarslys hafi ekki orðið hér,
en raun ber vitni um. Það má
áreiðanlega að einhverju leyti
þakka gætni þeirra gangandi og
hjólríðandi vegfarenda, sem eiga
hér hlut að máli, því til sönn-
unar væri hægt að nefna nokk-
ur dæmi. '
Staðsetning verzlunar þeirrar,
sem hér er starfrækt, er miður
heppileg. Þar sem byggðin er
annars vegar við þessa miklu
hraðbraut sem Suðurlands-
brautin er, en verzlunin hins
vegar. Allir þeir, sem hér búa
og eiga erindi í verzlunina verða
að fára eftir þessari braut. Eng-
inn gangstígur er meðfram henni
hvað þá heldur hjólreiðabraut.
Ekki er heldur nein gangbraut
merkt yfir Suðurlandsbrautina.
(Hjólreiðabrautir eru rennilega
óþekkt fyrirbrigði á voru landi,
þó munu hjólreiðar ekki bann-
aðar hér ,en hjólriðandi vegfar-
endur virðast í litlum rétti gagn-
vart öðrum farartækjum, það
mál verður þó ekki frekar rætt
hér). _ *
í Árbæjarblettum er nú unn-
ið að holræsagerð og vegalagn-
ingu vegna skipulagsins. Þar
er einnig nú þegar byrjað á
nokkrum ibúðarhúsum, þó eru
enn fleiri fyrirhuguð. Allar þess-
ar framkvæmdir leiða af sér
mikið jarðrask. Opnir skurðir
og húsgrunnar standa vikum
og jafnvel mánuðum saman hálf
fullir af vatni algjörlega óvarðir
fýrir börnum — og það í næstu
grennd við barnaskólann sem
ekki hefur neinn leikvöll. — Er
þetta forsvaranlegt? Hinar fyrir-
huguðu íbúðabyggingar leiða af
sér samkvæmt eðli sínu fleiri
íbúa í hverfinu og þar af leið-
andi meiri umferð á margnefndri
Suðurlandsbraut, sem þegar hér
verður fullbyggt, mun eiga nóg
með að anna þeirri umferð, sem
þetta hverfi leiðir af sér.
Allmjög hefur borið á því að
grjót hafi kastast af bifreiðum
þeim sem annast flutning á
grjóti frá Grjótnámi borgarinn-
ar. Legið nærri að stór slys hlyt-
ist af, þegar steinar hafa fallið
af bílum rétt við fætur gang-
andi vegfarenda.
Af framansögðu má ljóst verða
að auka þarf til muna eftirlit
með allri umferð á þessu svæði
og ýmsum þeim framkvæmdum
sem hér.fara fram.
í trausti þess að þér séuð öt-
ulir málsvarar borgarbúa. heitum
við á yður að koma fyrrgreind-
um kröfum okkar í framkvæmd.
H. S.
Fundarsamþykktin var send
dagblöðunum til birtingar.
MALCOLM X
Framhald úr opnu.
undir hatur og ofbeldi og sparaði
ekki að rægja Martin Luther
King og áhangendur hans.
Um þetta leyti fór hann píla-
grímsferð til Mekka og kom aft-
ur endurnærður krafti Múham-
eðs; hann hafði litið hina helgu
borg og nú átti hann aðeins eftir
að deyja fyrir málstaðinn Hann
var orðinn sannfærður um, að
fólk af öllum kynþáttum mundi
loks sameinast í bróðerni — Á
heimleiðinni frá Mekku heim-
sótti hann England og þar var
hann ásakaður um að hafa komið
af stað kynþáttaóeirðum í Smet-
wick, litlum bæ skammt frá
Birmingham, en þar var meiri
hluti íbúanna negrar. *
Tveimur vikum áður en hann
var 'myrtur. köstuðu andstæðing-
ar hans sprengju á heimili hans;
en þá va.r höfuðpaurinn ekki
heima og sprengjan varð engum
t:l meins. en Malcolm X var fljót
ur að skella skuldinni á fvrrver-
andi félaga og trúbræður. Hina
svörtu Múhameðsbræður,
Maleolm X lét mikið að sér
kveða á oninberum vettvangi: í
fyrra reit hann grein í Saturday
Evening Post, þar sem hann sak-
aði fyrrverandi félaga sína um
að sitja á launráðum við sig og
hefðu þeir í hyggju að ráða sér
bana. Og í viðtali í siónvarpi
Nýjorkur sagði hann nokkrum
dögum áður en hann var myrtur:
,,Ég veit, að spámaðurinn hef-
ur gefið út fyrirskiuun um að
mig eigi að vega. Það getur gerzt
hvenær sem er“.
Sunnudaginn 21. febrúar var
fyri-rmæhim foringjans hrundið í
framkvæmd.
Ófullnægja
Framhald af 'i. síðu.
legði meira upp úr hinu dular
blandna valdi Arngríms í leikn-
um, spriklandi vanmætti allra
annarra í neti hans. Samt virð-
ist það einasta skilningsvon
leiksins, þö ekki sé hún knýj-
andi, að reyna að sjá hann sem
gamanmál um mannlegan van-
mátt, á valdi ókunnra, óskiljan-
legra afla. Athyglisvert var það
líka að langhelzt virtfst létta
yfir leikendunum þar sem þeir
fengu tækifæri til að leika sér
dálítið á sviðinu, svo sem í
shake-dansi þeirra Bessa Bjarna-
sonar (Teddi) og Margrétar
Guðmundsdóttur (Día) og sefj-
unarleik Róberts Arnfinnsson-
ar og Guðbjargar Þorbjarnar-
dóttur (Matthildur). Þessi atriði
voru einhverjir skemmtilegustu
blettirnir i sýningunni og svo
hnyttileg lokamynd leiksins. En
hvorki höfundur né leikstjóri
virðast leggja mikið upp úr slík-
um tilefnum, og gætti þess í
öllum séinni hluta leiksins,
uppgeri þeirra Gunnars og Mar-
grétar út af Bessa, til dæmis;
og svo öllum þriðja þætti sem
líka er orðinn vita-fjarlægur
öllu „raunsæi.” Þarna hefði út-
fæðari, stílfærðari skoplýsing
kannski getað bjargað einhverju.
★ VERK OG VERKFÆRI.
En Þjóðleikhúsið var sem sagt
að leika raunsæislegan gaman-
leik, og var hlutverkaskipan og
sviðsetningu hagað samkvæmt
þeim skilningi til lítils frama
fyrir leikinn. Líklega hefur
Gunnar Eyjólfsson þó verið
réttilega ráðinn í hlutverk Finn-
boga; honum lætur vel að lýsa
dálítið drengilegum uppreisnar-
þokka. Miklu siður er hann fall-
inn til að sýna hamlets-grufl og
sálarstríð; en á það reyndi nú
ekki svo mjög í þessum leik.
Árni Tryggvason hentaði hins
vegar alls ekki í hlutverk Binna
sem í meðförum lians varð mein-
ingarlaus skopfígúra, en týndi
niður þeim skuggalega huldublæ
sem hlutverkið virðist öðrum
þræði gefa tilefni til. Valur
Gíslason hafði skilmerkilega yf-
ir hlutverk Arngríms; var vert
að gera eitthvað meira fyrir
það? Afkáralegur búnaður og
framganga Róberts Arnfinns-
sonar megnaði ekki að hylma
yfir vansmíði hlutverksins — né
að skyggja til fullnustu á gáfu
Píanóstillinear
og viðgerftir
GUÐMUNDUR STEFÁNSSOJ*
hljóðfæraverkstaeði.
Langholtsvegi 51.
Sími 3 60 81 milll kl. 10 og 11
Vinnuvélar
til leigu
Leigjum út litlar rafknúnar
steypuhærivélar. o. m. fl.
LEIGAN S.F.
Simi: 23480. .
leikarans. Guðbjörg Þorbjarpar-
dóttir nýtti sér hins vegar vel
hlutverk sitt og tókst langhelzt
að vekja hlátur; Matthildur er
líklega líka sannlegust persónu
smíð í leiktextanum. Um hlut
annarra leikenda þarf ekki að
fjölyrða; en leikmynd Lárusar
Ingólfssonar var haganlega gerð
í raunsæisanda sýningarinnar.
Það er hart að þurfa að segja
þetía, en ekki verður lijá því
komizt: Þetta nýja verk Agnars
Þórðarsonar er enn eitt dæmið
um vanmátt íslenzkrar leikrit-
unar, leiksköpunar á íslenzku
sviði. Bersýnilega eigum við í
leikhúsum okkar og leikaraliði
þefrra verkfæri sem duga til
fullnægjandi leikhúslistar. En
það vantar ennþá mennina, leik-
skáld og leikstjóra, sem megna
að fara réttilega með þessi tæki,
— slá réttan hljóm úr þessu
hljóðfæri, ef menn kjósa frekar
þvílíkt orðalag. — Ó.J.
Hannes á horninu
Framhald af 2. síðu
að margir bændur, sem eiga um
ráðarétt yfir beztu ánum, þurfa
varla annað en að gera en að
telja peninga, sem þeir fá fyrir
veiðileyfin. En nú er þessu lokið
Það hlægir mig, að braskarárnir
munu ekki flá feitan gölt í þessu
efni, því að ef ég þekki bændurna
rétt( þá munu þeir ekki gefa
sitt eftir.
EN ILLT ER TIL þess að vita
að svona skuli vera farið með
ágætt mál. Erlendum mönnum
finnst hér mikil dýrtíð á öllum
sviðum. En þetta slær öll met.“
Hannes á horninu.
Samkeppni
Frh. af 6. síðu.
SECAM. Rússar munu enn ekki
hafa ákveðið sig, en Frakkar
munu hafa nokkra von um, að
salan muni takast.
Japanir hafa tekið upp amer-
íska kerfið, en talið er mjög
sennilegt að aðrir heimshlutar
verði fyrir miklum áhrifum af
því hver ákvörðun BBC verður í
þessu máli.
Talið er, að SECAM líði nokk-
uð undir hinum algenga franska
galla að vera of flókið, en hins
vegar munu menn vera sammála
um, að hin unna vara eftir þessu
kerfi sé mjög góð.
HEIMSÓKN
Framhald af 7. síðu
áhorfendum. En þess má minn-
ast að íslenzk leiklist og leik-
menning á upphaf sitt i þvílíku
starfi'og að enn hefur það miklu
hlutverki að gegna. Leikfélag
Vestmannaeyja hefur sett sér
það markmið að koma upp eigin
leikhúsi í Eyjum; það er eðlileg
framtíðarstefna sem vonandi er
að vel t'akist. Eiginleg léikhús
munu þegar fram líða stundir
taka við stárfi og arfi leikfélag-
anna úti um land, eins og löngu
ihefur gerzt 'í Rgykjayík; því
,er nokkurs vert að sæmilega sé
’ að þeim búið. — Ó.J.
vantar börn eða fullorðið fólk til að bera blaðið
til kaupenda í þessum hverfum:
Laugarás Grettísgötu
Laufásveg Tjarnargötu
Seltjarnarnesi - Rauðarárhólt
Bergþórugötu Laugaveg, efri
Afgreiðsla ASþýðubla^sins
Síml 14 900.
40 17. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ