Alþýðublaðið - 17.03.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 17.03.1965, Blaðsíða 11
 Fréttir frá Bþróttasambandi fslands: ÍÞRÓTTABLAÐIÐ KOMIÐ ÚT - NÝTT LANDSHAPPDRÆTTI Hér er Arni að brjótast í geffn nm vörn Víkings og skora. Ármenningar voru ákveðnir og sigruðu Víking með 16 :13 Haukar sigruðu KR 30 : 22 Víkingur fallinn i 2. deild Í FYRRAKVÖLD skýrðust línurn- ar um fallsætið í 2. deild á íslands mótinu í handknattleik. Ármann vann Víking verðskuldað í tvísýn- um og á köflum vel leiknum leik, 16 mörk gcgn 13. Þá léku Hauk- ar og KR og nýliðarnir í 1. deild sigruðu með nokkrum yfirburðum, 30 mörk gegn 22 og gerðu út um allar vonir Víkings. Haukar hafa möguleika á að hljóta þriðja sæti í deildinni að þessu sinni, á eftir FH og Fram. Víkingar eru með 3 stig , að einum leik óloknum, og Þótt sá leikur ynnist, sem er ólík- legt, á liðið enga möguleika. STAÐtAN I STAÐAN í 1. DEILD Ármann—Víkingur 16:13. Ilaukar—KR 30:22. FH Fram KR llaukar Árm. Vík. ' IWWWWWMWWWWIWW ★ Armann—VIKINGUR 16:13 (7:6). Það var auðséð þegar liðin birt- ust í salnum, að öllu var tjaldað, Einar Sigurðsson, sem lítið hefur leikið með Ármenningum, var nú með og í liði Víkings sáum við Þórarinn, Rósmund og Helga í markinu, sem ekki hafa leikið með að undanfömu vegna meiðsla og annarra forfalla. í heild var leikur þessi skemmti legur og vel leikinn og tauga- spenna var mikil frá upphafi til loka, enda rnikið í húfi fyrir bæði liðin. Það lið sem tapaði þessum Ieik, var svo gott sem fallið í 2. deild. Mikil áherzla var lögð á vörnina, enda fá mörk skoruð. — Fyrsta markið skoraði Árni fyrir Ármann, þegar nokkrar mínútur voru af leik, en Sigurður Hauks- son jafnaði með góðu skoti og Vík- ingur tók forystu, er Rósmundur skoraði úr vítakasti. 2-1 fyrir Vík- ing. Á 8. mínútu jafnaði Hörður og bætti öðru marki við skömmu síðar. Tvívegis tókst Víking að jafna í fyrri hálfleik, 3-3 og 4-4, en eftir það héldu Ármenningar for- ystu, þó að yfirleitt mxmaði ekki nema einu eða tveim mörkum. í hléi var staðan 7-6. ★ Spennandi endasprettur. Aldrei tókst Víking að jafna met in, en oft munaði ekki nema einu marki og spenningurinn hélzt til síðustu mínútu. Þegar 3 til 4 mín- útur lifðu leiks og Ármenningar höfðu þrjú mörk yfir, 14-11, gerðu Víkingar örvæntingarfullar tilraunir til að jafna með þvl að leika maður á mann. Upphófst mik ill darraðardans, Víkingar minnk uðu muninn í eitt mark. Þorsteinn Björnsson markvörður Ármanns fær þá boltann, geysist fram völl- inn og skoraði glæsilega, þar með má segja, að sigur Ármanns sé tryggður og til að undirstrika það skoraði Hörður síðasta markið úr vítakastí, 16-13. Ármannsliðinu var mikill styrk- ur að Einari Sigurðssyni, en auk hans áttu Hörðm- og Þorsteinn í markinu ágætan leik. Framh. á 13. síðu. í FEBRÚAR 1963 hóf framkvæmda stjórn ÍSÍ að nýju útgáfu íþrótta blaðiins, eftir hlé, sem verið hefur á útgáfu þess frá árinu 1959. Síðan hefur biaðið komið út 10 sinnum á ári (kemur ekki út í janúar og júlí.) Strax í upphafi var gert ráð fyrir og síðar ákveðið á fundi þeim, sem framkvæmdastjórn ÍSÍ hélt með formönnum héraðssam banda og sérsambanda í Hauka dal, haustið 1963, að fyrsta blað iþróttablaðsins hvert ár yrði ann áll fyrrverandi árs eða framhald Árbóka íþróttamanna. Fyrsta annálsblaðið kom út í febrúar 1964, og nú er annað slíkt blað komið út. 1. tbl. íþróttablaðs ins 1965. Er það 60 blaðsíður og er í því meira efni en var í hinum gömlu árbókum íþróttamanna. í blaðinu eru yfirlitsgreinar árið 1964 um: Frjálsar íþróttir, höfundur Örn Eiðsson. Knatt- spyrnu, 'höfundur Hallur Símon- arson. Glímu, höfundur Kjartan Bergmann Guðjónsson. Skíðaí þróttina höfundur Stefán Kristj- ánsson. Golf, höfundur Hallur Sím onarson. Handknattleik, höfundur Alfreð Þorsteinsson. Badminton, höfundur Hallur Símonarson. Judo höfundur Sigurður Jóhannesson. Körfuknattleik, höfundur Bogi Þorsteinsson, Sund höfundur Sól on Sigurðsson. Þá skrifar Þor- steinn Einamson um annál ársins 1964, og yfirlit er um starf íþrótta sambands íslands. íþróttabláðið hefur boðskap að flytja til þeirra sem að íþróttamál Chelsaa cg Leeds með / 48 slig og Manchesfer Úfd. 47 gEI eífir 33 ieiki. í FYRRAKVÖLD fóru fram nokkr ir leikir í 1. deild í Englanði. Úr- slit urðu: • Leeds - Burnley 5:1 Manchester U. - Fulham 4:1 Sheff. Wed. - Aston VUla 3:1 Wolves - WBA 3:2 Chelsea ogLeeds eru með 48 stig og Manchester Utd. 47, að loknum 33 leikjum. Sjaldan eða aldrei hefur keppnin í 1. dcild ver- ið eins spennanði. Fyrri leikurinn í úrslitum „League cup“ fór fram í fyrra- kvöld, Chelsea vann Leicester 3-2. um vinna, samtímis því, sem það flytur fréttir um íþróttamenn og málefni. Þess vegna hefur verið lögð mik il áherzla á útbreiðslu blaðsins og eru nú áskrifendur blaðsing um 1000 talsins. Til þess að blaðið nói þeim til gangi sínum, nái til alls landsins hefur framkvæmdastjórn ÍSÍ ósk að þe"s, að sérhvert héraðssam- band feli einhverjum einstaklingi á félagssvæði sínu að senda blað- inu fréttir úr byggðarlagi sínu og vera fulltrúi íþróttablaðsins í hér aðinu. Vænta útgefendur íþróttablaðs ins þess m.a. að auka áhrif og gildi blaðsins. Áskriftarsími íþróttablaðsins er 14955: '} ★ Landshappdrætti íþróttasambands íslands. LANDSHAPPDRÆTTI það, sem íþróttasambandið gekkst fyrir I nóvember og desember sl. gekk ágætlega, og er sérstök ástæða að Framh. ð 13. síðu. Fræðslufundur fyrir knaffspyrnudómara DÓMARANEFND KSÍ eínir (R fræðslufundar 18. þ. m. í OddfeW low uppi kl. 8.30. Hannes Þ. Sig- urðsson skýrir frá námskeiði dóm- ara, sem haldið var í Svíþjóð á þessu ári. Auk þess verður sýnd dómarakvikmynd. ! Rósmundur Jónsson lék vel í fyrrakvöld. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. marz 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.