Alþýðublaðið - 17.03.1965, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 17.03.1965, Qupperneq 13
ÍÞRÓTTIR Frh. af 10. síðu. Víkingur átti einn sinn bezta leik í langan tíma, en það dugði ekki. Beztir voru Þórarinn meðan hans naut við (hann, meiddist í byrjun síðari hálfleiks). Sigurður Hauksson, Helgi og Brynjar f markinu. Víkingur tekur nú hin þungu skref niður í 2. deild, en þau skref eru þó ekki orðin eins þung og oft áður, því 2. deild er stöðugt að styrkjast og þar er nú lelkin tvöföld umferð og liðin þar fá betri og meiri tækifæri en áð- ur. Leikinn dæmdi Reynir Ólafsson og tókst vel. ★ Haukar — KR 30:22 (15:11). Nýliðarnir í 1. deild, Haukar, sýndu mjög góðan leik í viður- eigninni við KR-inga, Reykjavíkur meistarana og gjörsigruðu þá með 30 mörkum gegn 22, 15-11 í hléi. Haukar hófu leikinn með miklum hraða og skemmtilegu línuspili og að stuttum tíma liðnum var staðan 3-0. KR tókst að jafna, 4-4 og einu sinni hafði KR yfirhöndina, 8-7, en sú sæla stóð ekki lengi Haukar sem beittu meira línuspili i upphafi, skoruðu nú hvert mark- ið af öðru úr langskotum, það var aðallega Viðar, sem þar var að verki. KR-ingar áttu góðan sprett í upphafi síðari hálfleiks og komust í 14-15, en smám saman tóku Haukar Ieikinn algjörlega í sínar hendur og síðustu mínúturnar var hreinlega um yfirburði að ræða. ★ Miklar framfarir. Lið Hauka er orðið ótrúlega sterkt, allir geta skotið í liðinu og fjölbreytni í samspili og skotum mikil. Skemmtilegastir eru Þórð- ur, Stefán, Matthías, Viðar að ógleymdum Sigurði Jóakiinssyni, hinum sterka línuspilara. Mark- Óeiröir gegn Þjóöverjum Bagdad og Beirut 16. marz. (NTB-Reuter) UM ÞAÐ BIL 2 þúsund stúdentar mennirnir eru báðir góðir, og himi reyndi leikmaður Hörður Jónsson, hefur sennilega aldrei verið betri. Gunnar Guðsveinsson, sem lítið hefur borið á í liðinu til þessa, vakti athygli. KR-ingar börðust vel, en urðu að láta í minni pokann fyrir þeim sterka. Beztir í liðinu voru Sigurð ur í markinu, Gísli og Karl. Gunnlaugur Hjálmarsson dæmdi leikinn, hann dæmdi yfirleitt vel, en var iStundum fullfljótur að beita flautunni. Fréttir frá ÍSi Raunhæf kauphækkun Framhald af 1. síðu. EGGERT G. Þorsteinsson, sagði að ekki liefði verið óskað eftir því að ne.fndin legði fram neinar ákveðnar tillögur í þessum málum, en í störfum nefndarinnar hefði skýrt komið fram að viðhorf, er júnísamkomulaginu lýkur, væri lang þýðingarmesta mál þessa árs. Það væri þegar sýnt, sagði Eggert, að veruleg kauphækkun yrði að koma til í vor, hliðarráðstafanir dygðu ekki. Tryggja yrði það eins og framast væri unnt, að launa- bæturnar sem í vor fást verði var- Frh. af 10. síðu. þakka öllum héraðssamböndum .... .... fyrir virka þátttöku í því starfi. I fekkl 1 s]alfar Slg Það þjónaði vel þeim tilgangi sín- BOLTA buxiupnar mmm um að vera til styrktar hinu félags lega starfi sambandsaðila ÍSÍ, þar sem yfir hálf milljón króna rann til þeirra. Höfðu því þeir aðilar, sem duglegir voru í sölu happ- drættismiða, verulegar tekjur í sinn hlut. Það er því ljóst að mikl- ir tekjumöguleikar eru í sambandi við happdrætti, sem rekið er á þann veg, sem landshappdrætti ÍSÍ. Þess vegna er í ráði að koma af stað samskonar fyrirtæki á þessu ári (1965) og þá á öðrum tíma en siðast, þar sem í ljós kom að marg- ir töldu þann tímfl óheppilegan og færðu fyrir því sterk rök, Hefur og komið fram sú hug- mynd að láta landshappdrættið standa yfir í lengri tíma t. d. þrjá til fjóra mánuöi þ. e. júní, júli, ágúst og september, Hefur framkvæmdastjói-nin leit- að álits héraðssambandanna á þess ári hugmynd, og þegar svörin liggja fyrir, verður nánar ákveðið uni tímann, en þegar er ákveðið að efnt verði til landshappdrættis ÍSÍ á n. k. sumri, og verður lands- happdrættið svo sem áður, fyrst og fremst, rekið til hagsbóta fyrir héraðssamböndin og iþrótta- og úngmennafélög. smdbstAdii Ssetúni 4 - Sími 16-2-27 M nnurffur Qjótt of nl •oljam alliur teetmdjbr i a skömmum tíma. Eggert sagði það hafa verið meg ingalla á júnísamkomulaginu, að þar hefðu of margir verið utan við. Samkomulagið hefði ef vel hefði átt að vera þurft að ná til helzt allra starfsgreina þjóðfélags ins. Eggert lagði áherzlu á að verkalýðsfélög og vinnuveitendur yrðu að reyna eins og frekast væri unnt að ná samkomulagi, en nauðsynlegt væri þó að aðild rík- isvaldsins kæmi til á siðari stig- um málsins. Sem hugsanlegar hlið- arráðstafanir í væntanlegum samn ingum nefndi Eggert sérstaklega lagfæringar i skattamálum, breyt ingu á landbúnaðarstefnu, umbæt- ur f húsnæðismálum. styttan vinnu tíma, aukið orlof, lög um vinnu- vernd, og aukna aðstoð við vinnu- hagræðingu. Eggert sagði að ASÍ mundi væntahlega boða til ráð- stefnu um væntanlpga samninga- gerð innan skamms til að móta stefnuna. Að lokum sagði Eggert að það væri hættuleg sjálfsblekk- ing að hugsa sér að ekki þurfi kauphækkun eða tilstilli ríkis- valdsins til að ná samkomulagi í vor. Óskar Hallgrímsson ræddi fyrst júnísamkomulagið og þau von- brigði, sem menn hefðu orðið fyr- ir er í ljós kom hve miklar opin- berar álögur. urðu og svo hefði grundvelli samkomulagsins verið raskað enn frekar er söluskattur- inn kom til sögunnar. Óskar minnti á. stefnuyfirlýsingu ASÍ þingsins um að veruleg kauphækk un, lenging orlofs og stytting vinnutíma yrði að koma til í vor. Lengd vinnutímans er eitt mesta vandamál vinnumarkaðar- ins.'sagði Óskar. Lágmarks vinnu- tíminn hér er yfirleitt sá sami og hámarksvinnutíminn í flestum Vestur Evrópulöndum. Þar væri vinnutíminn yfirleitt 42-47 stundir á viku, og væri þá eftirvinna tal- in með, en hún væri í þessum löndum yfirlpitt-2 stundir á viku að meðaltali. í þessum löndum hefði verið unnið markvisst að því að stytta vinnutimann í áföngum allt frá stríðlokum. Óskar kvað vinnutímanefnd hafa safnað gögn- um um vinnutíma hér á landi und- anfarið og hefði þá m. a. eftirfar- andi komið í ljós: 1961 var lengd vinnuviku verkamanna í frysti- húsum 58.4 stundir, en 1963 87.4. Hjá verkamönnum í bygglngar- vinnu var vinnuvikan 56,2 stund- ir 1961 en 62.4 1963. Hjá hafnar- verkamönnum var hún 58.6 stund- ir 1961 en 74.4 stundir 1963. Þetta sýndi, að vinnuvika hér væri að minnsta kosti 12-14 stundum lengri en í flestum löndum í Vest- ur Evrópu, sagði hann. Óskar kvaðst vera þeirrar skoð unar að til þessa lægju þrjár meg inorsakir. í fyrsta lagi væri at- vinnulíf hér einhæft og iðnvæð- ing í rauninni varla hafin. önnur ástæða væri fámenni og sveiflur í framleiðslu og hið þriðja sú, að íslenzk verkalýðsfélög hefðu lagt of mikla áherzlu á hækkun kaups í krónutölu, en minna hugsað um vinnutímann. Lagði Óskar Hallgrímsson áherzlu á að stytta yrði vvnnutím ann hjá þeim sem hann er lengst- ur. Mætti hugsa sér að það yrði framkvæmt á þrem árum og stytt um eina stund á ári unz náð væri almennri 45 stunda vinnu- viku. Hvað orlofið snert: sagði Óskar að við værum enn á eftir grannþjóðum okkar, þar sem orlof væri yfirleitt 24 virkir dagar, en hér aðeins 21. Mætti til dæmis lengja orlofið um einn dag á ári á sama tíma sem vinnutíminn yrði styttur, sagði hann, og lagði um leið áherzlu á að þetta yrði að gerast án þess að lífskjör skert- ust á neinn hátt. Óskar. sagði að lokum, að í vor yrðu beinar kaup hækkanir að koma til, ef samning ar ættu að takast. Guðjón B. Baldvinsson benti á að vinnutími hefur hér verið lengri en hóflegt er allt frá því á árum síðari heimstyrjaldarinnar, og væri sannarlega kominn tími til að spyrna við fótum. Hann minnti á að orlofslögin hafa ver- ið þverbrotin og ekki væri nóg að lengja orlof heldur yrði líka að innræta fólki að nota orlofið sér til gagns og andlegrar og lík amlegrar uppbyggingar. Það væri lika mikið menningaratriði, sagði Guðjón, að vinnutíminn yrði stytt- ur og þær frístundir sem við það sköpuðust yrðu skynsamlega notað ar. Á eftir ræðum framsögumanna voru frjálsar umræður og kvöddu margir sér þá hljóðs. réðust í. dag inn í vestur-þýzka sendiráðið í Bagdad og rifu þar niður fána í mótmælaskyni við ákvörðun vestur-þýzku stjórnatv innar um að viðurkenna ísrael. —v Stúdentarnir héldu einnig að ejnþ* ættisbústað ambassadorsins og rifu þar niður fána lýðveldisins. Samkvæmt opinberri íranskri kynningu létu þeir þar við sitja og hurfu þar með til síns heima en talsmaður utanríkisráðuneytisins í Bonn heldur því fram, að þejr hafi kveikt í tveim hæðum sendi- ráðsbyggingarinnar o g eyðilagt þær. Talsmaður þessi sagði, að stjóm hans myndi krefjast fullra skaða* bóta fyrir allan þann skaða, er orðið hefði og hegningar þeirra. er sök ættu á. Hann sagði, að hin alvarlega og ófyrirgefanlega árás væri fyrirfram ráðgerð ögrun. ,* Samtímis þessu var tilkynnt frá Beirut, höfuðborg Líbanon, að þar hefði farið fram í dag stærsta ganga, er farin hefur verið í mörg ár. Meir en 10 þúsund stúdentar gengu um göturnar til að láta j ljósi stuðning sinn við Nasser for- seta í baráttu hans við Vestur- Þýzkaland. Mikill fjöldi lögreglu manna var kallaður út vegna hins mikla fólksfjölda. Stúdentarnir báru spjöld, er létu í ljós óánægju með ákvörðun Vestur-Þýzkaland, svívirðingar iyn ísrael og óánægju með ýmis ummæli Bourguiba for- seta Túnis. Túnis hefur nú, ásamt Marokko og Libýu ákvððið að slíta stjórnmálasambandi við Vest- ur-Þýzkaland ef það tekur upp stjórnmálasamband við ísrael. IdoF- ( *'////«,'» & Einangrunargler Framleitt elnungis úr úrvalsglerl. - 5 ára ábyrgð. Pantið túnanlega. Korkiðjan h.f. Skúlagötu 57 — Síml 232M. J>é eri ^SÍafaíma * • • • ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. marz 1965 J$

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.